Tryggja á að transbörn geti stundað íþróttir til jafns við önnur börn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. apríl 2020 22:47 Áætlunin gildir til ársins 2030 en þar er meðal annars stefnt að því að minnst 70 prósent barna og unglinga stundi reglulega hreyfingu og íþróttir í skipulögðu starfi. Vísir/Vilhelm Ný stefna í íþróttamálum Reykjavíkur sem gildir til ársins 2030 var samþykkt í borgarstjórn í dag. Áætlunin hefur verið í vinnslu í rúmt ár og hafa borgaryfirvöld verið í nánu samstarfi við íþróttahreyfingar í borginni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þau atriði sem lögð er áhersla á eru meðal annars að minnst 70 prósent borgarbúa hreyfi sig rösklega í þrjátíu mínútur þrisvar í viku, að minnst 70 prósent barna og unglinga stundi íþróttir og hreyfingu í skipulögðu starfi og að meirihluti íslenskra þátttakenda á stórmótum komi frá reykvískum félögum. Þá er stefnt á að minnst 40 prósent félaga í efstu deildum hópíþrótta verði reykvískt, að tímanýting íþróttahúsa á milli 8 og 22 á virkum dögum verði minnst 70 prósent og að minnst 90 prósent íþróttafélaga sem eru með barna og unglingastarf séu fyrirmyndafélög ÍSÍ. Talið er mikilvægt að uppbygging íþróttamannvirkja sé tryggð og að tryggt sé við endurbætur á þeim að aðgengi fyrir alla sé að mannvirkjunum. Styðja þurfi við aukna þátttöku aldraðra og gæta þurfi að því að aðstaða í mannvirkjum og á grænum svæðum geti nýst þeim til hreyfingar og íþróttaiðkunar. Mikil áhersla er lögð á að öll börn og unglingar hafi tækifæri til að þroskast og eflast í fjölbreyttu og aðgengilegu íþróttastarfi. Þá þurfi sérstaklega að huga að stuðningi við börn efnaminni foreldra og tryggja fræðslu þjálfara til að mæta þörfum ólíkra barna. Þá á sérstaklega að tryggja að fötluð börn njóti sérstaks stuðnings og fái sömu tækifæri og önnur börn sem og að tryggja á að transbörn geti stundað skipulagðar íþróttir til jafns við önnur börn. Þá hefur verið gerð áætlun til að stuðla að því að íþróttafélögin vaxi og dafni, að rekstrarumgjörð þeirra sé skýr og að þau uppfylli faglegar kröfur sem gerða þarf til grunnstarfsemi þeirra. Þá er gerð krafa um að öll félög verði með virkar siðareglur, eineltis- og jafnréttisáætlanir, sem og áætlanir um viðbrögð við hvers kyns ofbeldi. Íþróttir Reykjavík Jafnréttismál Hinsegin Börn og uppeldi Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira
Ný stefna í íþróttamálum Reykjavíkur sem gildir til ársins 2030 var samþykkt í borgarstjórn í dag. Áætlunin hefur verið í vinnslu í rúmt ár og hafa borgaryfirvöld verið í nánu samstarfi við íþróttahreyfingar í borginni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þau atriði sem lögð er áhersla á eru meðal annars að minnst 70 prósent borgarbúa hreyfi sig rösklega í þrjátíu mínútur þrisvar í viku, að minnst 70 prósent barna og unglinga stundi íþróttir og hreyfingu í skipulögðu starfi og að meirihluti íslenskra þátttakenda á stórmótum komi frá reykvískum félögum. Þá er stefnt á að minnst 40 prósent félaga í efstu deildum hópíþrótta verði reykvískt, að tímanýting íþróttahúsa á milli 8 og 22 á virkum dögum verði minnst 70 prósent og að minnst 90 prósent íþróttafélaga sem eru með barna og unglingastarf séu fyrirmyndafélög ÍSÍ. Talið er mikilvægt að uppbygging íþróttamannvirkja sé tryggð og að tryggt sé við endurbætur á þeim að aðgengi fyrir alla sé að mannvirkjunum. Styðja þurfi við aukna þátttöku aldraðra og gæta þurfi að því að aðstaða í mannvirkjum og á grænum svæðum geti nýst þeim til hreyfingar og íþróttaiðkunar. Mikil áhersla er lögð á að öll börn og unglingar hafi tækifæri til að þroskast og eflast í fjölbreyttu og aðgengilegu íþróttastarfi. Þá þurfi sérstaklega að huga að stuðningi við börn efnaminni foreldra og tryggja fræðslu þjálfara til að mæta þörfum ólíkra barna. Þá á sérstaklega að tryggja að fötluð börn njóti sérstaks stuðnings og fái sömu tækifæri og önnur börn sem og að tryggja á að transbörn geti stundað skipulagðar íþróttir til jafns við önnur börn. Þá hefur verið gerð áætlun til að stuðla að því að íþróttafélögin vaxi og dafni, að rekstrarumgjörð þeirra sé skýr og að þau uppfylli faglegar kröfur sem gerða þarf til grunnstarfsemi þeirra. Þá er gerð krafa um að öll félög verði með virkar siðareglur, eineltis- og jafnréttisáætlanir, sem og áætlanir um viðbrögð við hvers kyns ofbeldi.
Íþróttir Reykjavík Jafnréttismál Hinsegin Börn og uppeldi Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira