Toyota kynnir Yaris jeppling Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 24. apríl 2020 07:00 Yaris Cross í öllu sínu veldi. Toyota ætlaði upphaflega að kynna Yaris jepplinginn á bílasýningunni í Genf sem var frekstað vegna COVID-19. Bíllinn er settur á markað til höfuðs Nissan Juke og Ford Puma sem dæmi. Hann á að vera fáanlegur seinna á þessu ári í Japan en á því næsta í Evrópu. Toyota segir í kynningarefni um bílinn að Yaris Cross hafi verið valið til að tryggja sterka tengingu við hin vinsæla smábíl Það sé skynsamlegra en að velja nýtt nafn á bílinn. Auk þess sem nafnarnir deili miklu og því eðlilegt að þeir beri sama nafn. Bíllinn er smíðaður á TNGA-B grindina frá Toyota, sem er sú saman og Yaris byggir á. Bíllinn deilir ansi mörgum íhlutum með Yaris. Bílarnir munu deila verksmiðju í Onnaing í Frakklandi. Toyota áætlar að selja 150.000 eintök af Yaris jepplingnum á næsta ári. Yaris Cross situr fyrir neðan C-HR í framboði Toyota. Mál og vélar Yaris Cross er með sama hjólhaf og Yaris en hefur 240 mm. meiri heildarlengd og því aukið innra rými. Það er 30 mm. hærra undir Yaris Cross en Yaris. Nýr Yaris Cross. Yaris Cross mun vera í boði með sömu 114 hestafla 1,5 lítra tvinnvél og Yaris. Toyota lofar losun undir 120 g/km fyrir framhjóladrifinn bíl og 135 g/km fyrir fjórhjóladrifinn bíl. Þá verður bíllinn í boði með hefðbundinni 1,5 lítra bensínvél í völdum löndum Evrópu. Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent
Toyota ætlaði upphaflega að kynna Yaris jepplinginn á bílasýningunni í Genf sem var frekstað vegna COVID-19. Bíllinn er settur á markað til höfuðs Nissan Juke og Ford Puma sem dæmi. Hann á að vera fáanlegur seinna á þessu ári í Japan en á því næsta í Evrópu. Toyota segir í kynningarefni um bílinn að Yaris Cross hafi verið valið til að tryggja sterka tengingu við hin vinsæla smábíl Það sé skynsamlegra en að velja nýtt nafn á bílinn. Auk þess sem nafnarnir deili miklu og því eðlilegt að þeir beri sama nafn. Bíllinn er smíðaður á TNGA-B grindina frá Toyota, sem er sú saman og Yaris byggir á. Bíllinn deilir ansi mörgum íhlutum með Yaris. Bílarnir munu deila verksmiðju í Onnaing í Frakklandi. Toyota áætlar að selja 150.000 eintök af Yaris jepplingnum á næsta ári. Yaris Cross situr fyrir neðan C-HR í framboði Toyota. Mál og vélar Yaris Cross er með sama hjólhaf og Yaris en hefur 240 mm. meiri heildarlengd og því aukið innra rými. Það er 30 mm. hærra undir Yaris Cross en Yaris. Nýr Yaris Cross. Yaris Cross mun vera í boði með sömu 114 hestafla 1,5 lítra tvinnvél og Yaris. Toyota lofar losun undir 120 g/km fyrir framhjóladrifinn bíl og 135 g/km fyrir fjórhjóladrifinn bíl. Þá verður bíllinn í boði með hefðbundinni 1,5 lítra bensínvél í völdum löndum Evrópu.
Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent