Undirstaða hinna dreifðu byggða Magnús Skúlason skrifar 24. apríl 2020 10:00 Nytjar villtra lax- og silungsstofna er ein elsta og dýrmætasta ferðaþjónustugrein á Íslandi. Sjálfbær nýting á þessari mikilvægu náttúruauðlind hefur fært fólki til sveita tekjur og atvinnu í yfir eitthundrað ár. Byggðir hafa verið upp innviðir af miklum metnaði en jafnframt varfærni og framtíðarsýn fyrir komandi kynslóðir. Nú er þessu atvinnuöryggi ógnað með stórauknum áformum um sjókvíaeldi á laxi af norskum stofni við landið. Þegar eldislaxinn sleppur úr sjókvíunum skaðar hann með erfðablöndun villta íslenska laxastofna og dregur úr hæfileikum þeirra til að lifa af í sýnu náttúrulega umhverfi. 3.400 heimili „Nytjar villta laxa- og silungsstofna er undirstaða hinna dreifðu byggða,“ benti Einar K. Guðfinnson einu sinni á úr ræðustól á Alþingi. Nú er hann orðinn launaður talsmaður sjókvíaeldisfyrirtækjanna og fer þar fyrir þeim sem vilja engu skeyta um velferð villta íslenska laxins. Meira en 60 prósent ráðstöfunartekna hlunnindabænda í Borgarbyggð koma af laxinum og í Húnavatnssýslum er þetta hlutfall um 40 prósent. Alls eru heimili sem að nytja hina villtu stofna um 3.400 á Íslandi . Fjölmörg sumarstörf eru í kringum árnar. Í veiðifélagi Þverár, þar sem ég þekki best til, eru tæp 30 störf. Alls eru veiðifélög landsins 212 en veiðifélag er lögbundið samvinnufélag eigenda bújarða um skipulag veiða í hverju fiskihverfi, eins og segir í lögunum, til að tryggja vöxt og viðgang fiskstofna og sjálfbæra nýtingu þeirra. Kúamykja við Hörpu Ef ég myndi tæma eina haugsugu af kúamykju við hliðina á á Hörpu yrði ég sjálfsagt handjárnaður strax. Sjókvíaeldinu leyfist aftur ámóti að sturta laxaúrgangi á afmarkað svæði sem er jafnstór úrgangshrúga og Harpan. Það virðist ekki vera umhverfisráðherra til í þessu landi þegar kemur að sjókvíaeldinu. Hér ganga sumir ráðherrar erinda grímulausrar hagsmunagæslu fámennrar klíku norskra auðmanna og koma hagsmunagæslumönnum í ráð og nefndir sem fjalla um sjókvíaeldismál. Erlendir stangveiðiferðamenn á hlaðinu við Norðtungu í Borgarfirði árið 1920. Það eru gríðarlegir hagsmunir undir í þessu máli. Umhverfislega stefnir í stórslys að sturta jafnmiklum lífsmassa af úrgangi á afmarkað svæði sem mun valda óaffturkræfum áhrifum á lífríki þar sem viðkvæmar sjávarlífverur vaxa upp. Svíar hafa bannað sjókvíaelda og hyggja á umfangsmikið landeldi. Þannig yrði hag allra borgið. Umhverfissinna, veiðimanna, eldismanna og þeirra sem nýta villta laxa- og silungsstofna. Áróðursblekking Strokulaxar úr opnum sjókvíum geta auðveldlega synt mörg hundruð kílómetra. Það er allt landið undir. Ég trúi ekki öðru en að þingmenn fari að opna augun fyrir þerri vá sem að landsbyggð steðjar og okkar umhverfi. Í okkar landi eru mörg þúsund umhverfissinnar, laxveiðimenn og hlunnindabændur en ekkert stjórnarafl þorir að taka stöðu með okkur og fá mörg þúsund atkvæði. Tími er kominn að stöðva þessa firringu og koma eldinu uppá land. Sjókvíeldisfyrirtækin hafa aldrei greitt tekjuskatt á Íslandi. Þetta er af stærstum hluta í erlendri eigu og allt tal um há útflutningsverðmæti er þess vegna áróðursblekking fyrir íslenskt efnahagslíf. Þingmenn veitið okkur liðsinni! Öll ferðaþjónusta er viðkvæm, það hafa fordæmalausar aðstæður dagsins í dag kennt okkur. Sífellt fleiri fréttir spyrjast út af götum í sjókvíum. Þessi sleppifiskar menga þá villtu laxastofna sem við byggjum afkomu okkar á. Nágrannaþjóðir okkar eru í auknu mæli að stíga fram og banna sjókvíaeldi vegna skaðsemi þessa iðnaðar á lífríkið og umhverfið. Við í sveitum landsins köllum eftir þingmönnum sem vilja veita okkur liðsinni við að verja þessi efnahagslegu verðmæti okkar og náttúrulegu verðmæti allrar þjóðarinnar. Breytum rétt. Það eru fleiri kynslóðir sem ætla að búa í þessu landi. Höfundur er bóndi í Norðtungu formaður Veiðifélags Þverár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Ferðamennska á Íslandi Byggðamál Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Nytjar villtra lax- og silungsstofna er ein elsta og dýrmætasta ferðaþjónustugrein á Íslandi. Sjálfbær nýting á þessari mikilvægu náttúruauðlind hefur fært fólki til sveita tekjur og atvinnu í yfir eitthundrað ár. Byggðir hafa verið upp innviðir af miklum metnaði en jafnframt varfærni og framtíðarsýn fyrir komandi kynslóðir. Nú er þessu atvinnuöryggi ógnað með stórauknum áformum um sjókvíaeldi á laxi af norskum stofni við landið. Þegar eldislaxinn sleppur úr sjókvíunum skaðar hann með erfðablöndun villta íslenska laxastofna og dregur úr hæfileikum þeirra til að lifa af í sýnu náttúrulega umhverfi. 3.400 heimili „Nytjar villta laxa- og silungsstofna er undirstaða hinna dreifðu byggða,“ benti Einar K. Guðfinnson einu sinni á úr ræðustól á Alþingi. Nú er hann orðinn launaður talsmaður sjókvíaeldisfyrirtækjanna og fer þar fyrir þeim sem vilja engu skeyta um velferð villta íslenska laxins. Meira en 60 prósent ráðstöfunartekna hlunnindabænda í Borgarbyggð koma af laxinum og í Húnavatnssýslum er þetta hlutfall um 40 prósent. Alls eru heimili sem að nytja hina villtu stofna um 3.400 á Íslandi . Fjölmörg sumarstörf eru í kringum árnar. Í veiðifélagi Þverár, þar sem ég þekki best til, eru tæp 30 störf. Alls eru veiðifélög landsins 212 en veiðifélag er lögbundið samvinnufélag eigenda bújarða um skipulag veiða í hverju fiskihverfi, eins og segir í lögunum, til að tryggja vöxt og viðgang fiskstofna og sjálfbæra nýtingu þeirra. Kúamykja við Hörpu Ef ég myndi tæma eina haugsugu af kúamykju við hliðina á á Hörpu yrði ég sjálfsagt handjárnaður strax. Sjókvíaeldinu leyfist aftur ámóti að sturta laxaúrgangi á afmarkað svæði sem er jafnstór úrgangshrúga og Harpan. Það virðist ekki vera umhverfisráðherra til í þessu landi þegar kemur að sjókvíaeldinu. Hér ganga sumir ráðherrar erinda grímulausrar hagsmunagæslu fámennrar klíku norskra auðmanna og koma hagsmunagæslumönnum í ráð og nefndir sem fjalla um sjókvíaeldismál. Erlendir stangveiðiferðamenn á hlaðinu við Norðtungu í Borgarfirði árið 1920. Það eru gríðarlegir hagsmunir undir í þessu máli. Umhverfislega stefnir í stórslys að sturta jafnmiklum lífsmassa af úrgangi á afmarkað svæði sem mun valda óaffturkræfum áhrifum á lífríki þar sem viðkvæmar sjávarlífverur vaxa upp. Svíar hafa bannað sjókvíaelda og hyggja á umfangsmikið landeldi. Þannig yrði hag allra borgið. Umhverfissinna, veiðimanna, eldismanna og þeirra sem nýta villta laxa- og silungsstofna. Áróðursblekking Strokulaxar úr opnum sjókvíum geta auðveldlega synt mörg hundruð kílómetra. Það er allt landið undir. Ég trúi ekki öðru en að þingmenn fari að opna augun fyrir þerri vá sem að landsbyggð steðjar og okkar umhverfi. Í okkar landi eru mörg þúsund umhverfissinnar, laxveiðimenn og hlunnindabændur en ekkert stjórnarafl þorir að taka stöðu með okkur og fá mörg þúsund atkvæði. Tími er kominn að stöðva þessa firringu og koma eldinu uppá land. Sjókvíeldisfyrirtækin hafa aldrei greitt tekjuskatt á Íslandi. Þetta er af stærstum hluta í erlendri eigu og allt tal um há útflutningsverðmæti er þess vegna áróðursblekking fyrir íslenskt efnahagslíf. Þingmenn veitið okkur liðsinni! Öll ferðaþjónusta er viðkvæm, það hafa fordæmalausar aðstæður dagsins í dag kennt okkur. Sífellt fleiri fréttir spyrjast út af götum í sjókvíum. Þessi sleppifiskar menga þá villtu laxastofna sem við byggjum afkomu okkar á. Nágrannaþjóðir okkar eru í auknu mæli að stíga fram og banna sjókvíaeldi vegna skaðsemi þessa iðnaðar á lífríkið og umhverfið. Við í sveitum landsins köllum eftir þingmönnum sem vilja veita okkur liðsinni við að verja þessi efnahagslegu verðmæti okkar og náttúrulegu verðmæti allrar þjóðarinnar. Breytum rétt. Það eru fleiri kynslóðir sem ætla að búa í þessu landi. Höfundur er bóndi í Norðtungu formaður Veiðifélags Þverár.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun