Framleiðendur brýna fyrir fólki að neyta ekki hreinsiefnis eftir ummæli Trump Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2020 13:40 Sala á hreinsivörum eins og bleikiefni hefur aukist í kórónuveirufaraldrinum. Bandaríska sóttvarnastofnunin hefur varað fólk við að gæta að notkunarleiðbeiningum. Eitrunum af völdum þeirra hafi fjölgað verulega frá því að faraldurinn hófst. Vísir/EPA Fólk ætti undir engum kringumstæðum að innbyrða sótthreinsiefni eða sprauta sig með því, að sögn eins stærsta framleiðanda slíkra efna í heiminum. Fyrirtækið gaf út eindregna viðvörun þessa efnis eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta ýjaði að því að nota mætti sótthreinsiefni gegn kórónuveirunni. Embættismaður bandarísku alríkisstjórnarinnar greindi frá rannsóknum sem benda til þess að útfjólublátt ljós og bleikiefni veiki eða drepi nýtt afbrigði kórónuveiru fljótt á yfirborðsflötum á daglegum blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Eftir að hann lauk máli sínu velti Trump vöngum yfir því hvort hægt væri að rannsaka að baða fólk í útfjólubláu ljósi eða sprauta fólk með bleikiefni. Læknar segja ummæli Trump geta verið bókstaflega hættuleg. Sótthreinsiefni eru eitruð og geta dregið fólk til dauða. Bleikiefni sé hættulegt augum, húð og öndunarfærum fólks jafnvel þó að það komist aðeins í snertingu við efnið útvortis. „Þessi hugmynd um að sprauta eða innbyrða hvers kyns hreinsiefni í líkamann er ábyrgðarlaust og hættulegt. Þetta er algeng aðferð sem fólk notar þegar það vill svipta sig lífi,“ sagði Vin Gupta, lungna- og lýðheilsusérfræðingur við NBC-sjónvarpsstöðina. Reckitt Benckise, fyrirtækið sem á hreinsiefnavörumerki eins og Lysol, Dettol, Vanish og Cillit Bang, sagði í viðvörðun að fólk ætti undir engum kringumstæðum að innbyrða eða sprauta sig með vörum þess. „Sótthreinsi- og hreinlætisvörur okkar á aðeins að nota eins og til er ætlast og í samræmi við leiðbeiningar. Lesið vinsamlegast miðann og öryggisupplýsingar,“ sagði fyrirtækið í yfirlýsingu þar sem það vísaði til „nýlegra vangaveltna og samfélagsmiðlavirkni“. Óttast að fólk gæti dáið Síðar á blaðamannafundi Trump í gær spurði forsetinn Deboruh Birx, sem stýrir starfshópi Hvíta hússins vegna faraldursins, hvort hún vissi eitthvað um mögulega ljós- eða bleikiefnimeðferð við kórónuveirunni. „Ekki sem meðferð,“ svaraði Birx áður en Trump greip fram í fyrir henni og hélt áfram að tala. Eftir fundinn steig fjöldi lækna fram og gagnrýndi ummælin. Hætta væri á að fólk reyndi aðferðirnar sem Trump velti vöngum um á sjálfu sér. „Fólk reynir ótrúlegustu hluti ef þú gefur þeim hugmyndina,“ segir Dara Kass, aðstoðarprófessor í bráðalækningum við læknisfræðimiðstöð Columbia-háskóla. „Ég hef áhyggjur af því að fólk muni deyja. Fólk mun halda að þetta sé góð hugmynd. Þetta er ekki handahófskennt, látum skeika að sköpuðu, kannski virkar þetta ráð. Þetta er hættulegt,“ segir Craig Spencer, forstöðumaður lýðheilsumála hjá bráðalækningadeild læknisfræðimiðstöðvar New York-Presbyterian/Columbia-háskóla, við Washington Post. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump forseti dreifi vafasömum upplýsingum um eðli veirunnar og mögulegar meðferðir. Við upphaf faraldursins talaði hann um að veiran ætti að hverfa eins og dögg fyrir sólu þegar hlýnaði með vorinu. Hann hefur einnig haldið á lofti malaríulyfi sem mögulegri töfralausn við Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveirunnar veldur og sagt að fólk hafi engu að tapa að prófa það. Virkni lyfjanna chloroquine og hydroxychloroquine gegn veirunni hefur þó ekki verið staðfest og hefur einn rannsókn meðal annars tengt notkun þess við aukna dánartíðini. Þekkt er að lyfin geta haft alvarlegar aukaverkanir. Deborah Birx, viðbragðsstjóri Hvíta hússins við kórónuveirufaraldrinum, með Trump forseta á daglegum blaðamannafundi í gær.Vísir/EPA Mætir ekki á fundi og undirbýr sig ekki Daglegir upplýsingafundir um kórónuveirufaraldurinn hafa undanfarnar vikur orðið að nokkurs konar meðferðarúrræði fyrir Trump á meðan hann getur ekki haldið fjöldafundi með stuðningsmönnum sínum sem hann þrífst á. Fundirnir hafa stundum dregist á þriðju klukkustund þegar forsetinn notar þá sem vettvang til að viðra gremju sína og til að halda úti árásum á pólitíska andstæðinga og fjölmiðla. New York Times segir að forsetinn sitji sjaldan fundi starfshópsins um faraldurinn sem Mike Pence varaforseti stýrir fyrir blaðamannafundina. Þá undirbúi hann sig yfirleitt ekki sérstaklega fyrir þá. Oft sjái hann umtalsefnin sem ráðgjafar hans vinna að yfir daginn í fyrsta skipti í lokaútgáfu þeirra rétt fyrir blaðamannafundina. Á fundunum renni hann hratt í gegnum punktana til að komast sem fyrst í spurningar og glímu við fréttamenn. Sjónvarpsáhorf Trump er sagt hafa færst í aukana eftir að faraldurinn hófst. Suma daga mæti hann ekki á forsetaskrifstofuna fyrr en á hádegi, oft í fúlu skapi eftir að hafa horft á sjónvarpið frá því snemma um morguninn. Hann sé jafnvel ósáttur við Fox News, íhaldssömu sjónvarpsstöðina sem hann horfi á löngum stundum, sem hann telur hafa verið of gagnrýna á viðbrögð ríkisstjórnarinnar við faraldrinum. Á meðan ríkisstjórnin reynir að bregðast við áhrifum faraldursins á lýðheilsu og hagkerfið er Trump sagður engjast yfir möguleikum sínum á endurkjöri í forsetakosningum í haust og hvernig umfjöllun hann fær í fjölmiðlum. Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Fólk ætti undir engum kringumstæðum að innbyrða sótthreinsiefni eða sprauta sig með því, að sögn eins stærsta framleiðanda slíkra efna í heiminum. Fyrirtækið gaf út eindregna viðvörun þessa efnis eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta ýjaði að því að nota mætti sótthreinsiefni gegn kórónuveirunni. Embættismaður bandarísku alríkisstjórnarinnar greindi frá rannsóknum sem benda til þess að útfjólublátt ljós og bleikiefni veiki eða drepi nýtt afbrigði kórónuveiru fljótt á yfirborðsflötum á daglegum blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Eftir að hann lauk máli sínu velti Trump vöngum yfir því hvort hægt væri að rannsaka að baða fólk í útfjólubláu ljósi eða sprauta fólk með bleikiefni. Læknar segja ummæli Trump geta verið bókstaflega hættuleg. Sótthreinsiefni eru eitruð og geta dregið fólk til dauða. Bleikiefni sé hættulegt augum, húð og öndunarfærum fólks jafnvel þó að það komist aðeins í snertingu við efnið útvortis. „Þessi hugmynd um að sprauta eða innbyrða hvers kyns hreinsiefni í líkamann er ábyrgðarlaust og hættulegt. Þetta er algeng aðferð sem fólk notar þegar það vill svipta sig lífi,“ sagði Vin Gupta, lungna- og lýðheilsusérfræðingur við NBC-sjónvarpsstöðina. Reckitt Benckise, fyrirtækið sem á hreinsiefnavörumerki eins og Lysol, Dettol, Vanish og Cillit Bang, sagði í viðvörðun að fólk ætti undir engum kringumstæðum að innbyrða eða sprauta sig með vörum þess. „Sótthreinsi- og hreinlætisvörur okkar á aðeins að nota eins og til er ætlast og í samræmi við leiðbeiningar. Lesið vinsamlegast miðann og öryggisupplýsingar,“ sagði fyrirtækið í yfirlýsingu þar sem það vísaði til „nýlegra vangaveltna og samfélagsmiðlavirkni“. Óttast að fólk gæti dáið Síðar á blaðamannafundi Trump í gær spurði forsetinn Deboruh Birx, sem stýrir starfshópi Hvíta hússins vegna faraldursins, hvort hún vissi eitthvað um mögulega ljós- eða bleikiefnimeðferð við kórónuveirunni. „Ekki sem meðferð,“ svaraði Birx áður en Trump greip fram í fyrir henni og hélt áfram að tala. Eftir fundinn steig fjöldi lækna fram og gagnrýndi ummælin. Hætta væri á að fólk reyndi aðferðirnar sem Trump velti vöngum um á sjálfu sér. „Fólk reynir ótrúlegustu hluti ef þú gefur þeim hugmyndina,“ segir Dara Kass, aðstoðarprófessor í bráðalækningum við læknisfræðimiðstöð Columbia-háskóla. „Ég hef áhyggjur af því að fólk muni deyja. Fólk mun halda að þetta sé góð hugmynd. Þetta er ekki handahófskennt, látum skeika að sköpuðu, kannski virkar þetta ráð. Þetta er hættulegt,“ segir Craig Spencer, forstöðumaður lýðheilsumála hjá bráðalækningadeild læknisfræðimiðstöðvar New York-Presbyterian/Columbia-háskóla, við Washington Post. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump forseti dreifi vafasömum upplýsingum um eðli veirunnar og mögulegar meðferðir. Við upphaf faraldursins talaði hann um að veiran ætti að hverfa eins og dögg fyrir sólu þegar hlýnaði með vorinu. Hann hefur einnig haldið á lofti malaríulyfi sem mögulegri töfralausn við Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveirunnar veldur og sagt að fólk hafi engu að tapa að prófa það. Virkni lyfjanna chloroquine og hydroxychloroquine gegn veirunni hefur þó ekki verið staðfest og hefur einn rannsókn meðal annars tengt notkun þess við aukna dánartíðini. Þekkt er að lyfin geta haft alvarlegar aukaverkanir. Deborah Birx, viðbragðsstjóri Hvíta hússins við kórónuveirufaraldrinum, með Trump forseta á daglegum blaðamannafundi í gær.Vísir/EPA Mætir ekki á fundi og undirbýr sig ekki Daglegir upplýsingafundir um kórónuveirufaraldurinn hafa undanfarnar vikur orðið að nokkurs konar meðferðarúrræði fyrir Trump á meðan hann getur ekki haldið fjöldafundi með stuðningsmönnum sínum sem hann þrífst á. Fundirnir hafa stundum dregist á þriðju klukkustund þegar forsetinn notar þá sem vettvang til að viðra gremju sína og til að halda úti árásum á pólitíska andstæðinga og fjölmiðla. New York Times segir að forsetinn sitji sjaldan fundi starfshópsins um faraldurinn sem Mike Pence varaforseti stýrir fyrir blaðamannafundina. Þá undirbúi hann sig yfirleitt ekki sérstaklega fyrir þá. Oft sjái hann umtalsefnin sem ráðgjafar hans vinna að yfir daginn í fyrsta skipti í lokaútgáfu þeirra rétt fyrir blaðamannafundina. Á fundunum renni hann hratt í gegnum punktana til að komast sem fyrst í spurningar og glímu við fréttamenn. Sjónvarpsáhorf Trump er sagt hafa færst í aukana eftir að faraldurinn hófst. Suma daga mæti hann ekki á forsetaskrifstofuna fyrr en á hádegi, oft í fúlu skapi eftir að hafa horft á sjónvarpið frá því snemma um morguninn. Hann sé jafnvel ósáttur við Fox News, íhaldssömu sjónvarpsstöðina sem hann horfi á löngum stundum, sem hann telur hafa verið of gagnrýna á viðbrögð ríkisstjórnarinnar við faraldrinum. Á meðan ríkisstjórnin reynir að bregðast við áhrifum faraldursins á lýðheilsu og hagkerfið er Trump sagður engjast yfir möguleikum sínum á endurkjöri í forsetakosningum í haust og hvernig umfjöllun hann fær í fjölmiðlum.
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira