COVID bjargráð Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 1. apríl 2020 20:20 Nú lifum við á tímum sem breytt hafa heiminum á skömmum tíma vegna veirufaraldurs og hafa nýjar aðstæður kallað á ýmsar áskoranir vegna breytinga á atvinnu-, fjölskyldu- og heimilislífi, samskiptaháttum og daglegum venjum okkar. Margir eiga um sárt að binda og hafa aðstæður átt þátt í aukningu á kvíða, ótta og sorgarviðbrögðum. Sumir hafa fjárhagsáhyggjur og hafa jafnvel þurft að neita sér um að kaupa nauðsynjavörur líkt og matvöru. Einhverjir hafa ekki getað farið út á meðal fólks vegna lamandi kvíða, undirliggjandi sjúkdóma eða elli. Einsemd fer vaxandi. Við erum félagsverur og höfum þörf fyrir félagsskap hvors annars. Á heimasíðu Geðhjálpar má finna ýmsar ráðleggingar sem styðja við vellíðan á þessum tímum og sömuleiðis hefur Landlæknisembættið gefið út heilræði á tímum kórónufaraldurs. Heilsugæslan býður nú þeim einstaklingum sem finna fyrir kvíða vegna Covid-19 upp á símaviðtöl við sálfræðinga. Eins býður ráðgjafi Geðhjálpar upp á síma- og netráðgjöf sem hægt er að bóka með því að fylla út eyðublað eða með því hringja á skrifstofuna í síma 5701700. Hjálparsími Rauða Krossins er sömuleiðis opinn allan sólarhringinn með símann 1717. Nú þegar að hraðinn hefur minnkað í samfélaginu og flest okkar verjum meiri tíma heima fyrir, höfum við fengið aukið rými til að endurskoða lífið, einfalda það og sinna athöfnum sem veita okkur ánægju eins og að lesa bækur, dansa, mála, spila á hljóðfæri eða sinna viðhaldsverkefnum á heimilinu. Það getur gert heilmikið fyrir okkur að hafa fasta punkta í deginum. Mér finnst t.d. mikilvægt að gefa sjálfri mér tíma á morgnana þar sem ég fer í sturtu, kveiki á kertum og fer með bænir, hugleiði, sinni morgunleikfimi og nýt þess að drekka tebolla og útbúa máltíð. Ég vel að takmarka fréttalestur því ég finn að hann hefur neikvæð áhrif á mína líðan. Ég hef ekki sjónvarp á heimilinu og það eru komnir mánuðir síðan ég sá ‘’óvænt’’ kvöldfréttir. Það gerir mikið fyrir mig að fara í göngu í hverfinu. Ég er þakklát fyrir að búa í nálægð við dásamlega náttúru. Mér finnst gott að gefa sjálfri mér þá gjöf að ganga meðfram læknum í hverfinu, hlusta á niðinn, finna fyrir því hversu hreinsandi vindurinn er og hversu mikinn styrk sólin færir mér. Það er í lagi þó að upp komi dagar þar sem maður upplifir hluti í móðu og finnast allt í lausu lofti. Þá er sérstaklega mikilvægt að veita sér sjálfsumhyggju, tala fallega til sín, gefa sér faðmlag og deila líðan sinni með öðrum. Að lokum nokkur orð frá Sai Baba: ,,Lífið er lag, syngdu það! Lífið er leikur, spilaðu hann! Lífið er áskorun, mættu henni! Lífið er draumur, fylgdu honum eftir! Lífið er fórn, veittu hana! Lífið er ást, njóttu þess!’’ Höfundur er stjórnarkona í Landssamtökunum Geðhjálp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áslaug Inga Kristinsdóttir Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Nú lifum við á tímum sem breytt hafa heiminum á skömmum tíma vegna veirufaraldurs og hafa nýjar aðstæður kallað á ýmsar áskoranir vegna breytinga á atvinnu-, fjölskyldu- og heimilislífi, samskiptaháttum og daglegum venjum okkar. Margir eiga um sárt að binda og hafa aðstæður átt þátt í aukningu á kvíða, ótta og sorgarviðbrögðum. Sumir hafa fjárhagsáhyggjur og hafa jafnvel þurft að neita sér um að kaupa nauðsynjavörur líkt og matvöru. Einhverjir hafa ekki getað farið út á meðal fólks vegna lamandi kvíða, undirliggjandi sjúkdóma eða elli. Einsemd fer vaxandi. Við erum félagsverur og höfum þörf fyrir félagsskap hvors annars. Á heimasíðu Geðhjálpar má finna ýmsar ráðleggingar sem styðja við vellíðan á þessum tímum og sömuleiðis hefur Landlæknisembættið gefið út heilræði á tímum kórónufaraldurs. Heilsugæslan býður nú þeim einstaklingum sem finna fyrir kvíða vegna Covid-19 upp á símaviðtöl við sálfræðinga. Eins býður ráðgjafi Geðhjálpar upp á síma- og netráðgjöf sem hægt er að bóka með því að fylla út eyðublað eða með því hringja á skrifstofuna í síma 5701700. Hjálparsími Rauða Krossins er sömuleiðis opinn allan sólarhringinn með símann 1717. Nú þegar að hraðinn hefur minnkað í samfélaginu og flest okkar verjum meiri tíma heima fyrir, höfum við fengið aukið rými til að endurskoða lífið, einfalda það og sinna athöfnum sem veita okkur ánægju eins og að lesa bækur, dansa, mála, spila á hljóðfæri eða sinna viðhaldsverkefnum á heimilinu. Það getur gert heilmikið fyrir okkur að hafa fasta punkta í deginum. Mér finnst t.d. mikilvægt að gefa sjálfri mér tíma á morgnana þar sem ég fer í sturtu, kveiki á kertum og fer með bænir, hugleiði, sinni morgunleikfimi og nýt þess að drekka tebolla og útbúa máltíð. Ég vel að takmarka fréttalestur því ég finn að hann hefur neikvæð áhrif á mína líðan. Ég hef ekki sjónvarp á heimilinu og það eru komnir mánuðir síðan ég sá ‘’óvænt’’ kvöldfréttir. Það gerir mikið fyrir mig að fara í göngu í hverfinu. Ég er þakklát fyrir að búa í nálægð við dásamlega náttúru. Mér finnst gott að gefa sjálfri mér þá gjöf að ganga meðfram læknum í hverfinu, hlusta á niðinn, finna fyrir því hversu hreinsandi vindurinn er og hversu mikinn styrk sólin færir mér. Það er í lagi þó að upp komi dagar þar sem maður upplifir hluti í móðu og finnast allt í lausu lofti. Þá er sérstaklega mikilvægt að veita sér sjálfsumhyggju, tala fallega til sín, gefa sér faðmlag og deila líðan sinni með öðrum. Að lokum nokkur orð frá Sai Baba: ,,Lífið er lag, syngdu það! Lífið er leikur, spilaðu hann! Lífið er áskorun, mættu henni! Lífið er draumur, fylgdu honum eftir! Lífið er fórn, veittu hana! Lífið er ást, njóttu þess!’’ Höfundur er stjórnarkona í Landssamtökunum Geðhjálp.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun