Telur best ef fjölmiðlar hættu að fjalla um umdeild ummæli Trumps Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. apríl 2020 21:33 Deborah Birx fer fyrir kórónuveiruviðbragðsteymi Hvíta hússins. Vísir/EPA Deborah Birx, læknirinn sem fer fyrir kórónuveiruviðbragðsteymi Hvíta hússins, reyndi í dag að gera lítið úr ummælum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann lagði til að rannsakað yrði hvort hægt yrði að meðhöndla fólk sem sýkst hefur af Covid-19 með því að dæla sótthreinsiefnum í líkama þeirra. Hún teldi best ef fjölmiðlar myndu láta af spurningum um málið. Í þættinum State of the Union á CNN var Birx spurð hvort viðbrögðin við ummælum forsetans hefðu haft áhrif á hana. „Það sem truflar mig er að það er enn verið að fjalla um þetta, því ég held að okkur vanti stóru myndina af því sem við þurfum að gera sem þjóð til þess að vernda hvort annað. Sem vísindamaður og heilbrigðisstarfsmaður, hef ég stundum áhyggjur af því að við séum ekki að koma þeim upplýsingum til þjóðarinnar sem hún þarf, á meðan við höldum áfram að ræða eitthvað sem kom upp á fimmtudaginn,“ hefur Guardian eftir henni. Birx segist þá hafa gert forsetanum það ljóst að það væri ekki vænleg meðferð við veikindunum sem kórónuveiran veldur að dæla sótthreinsiefnum í líkama sjúklinga. Trump lagði einnig til að skoðað yrði hvort notkun útfjólublás ljóss gæti nýst við meðferð kórónuveirusjúklinga. Sérfræðingar hafa þó varað við skaðlegum áhrifum slíks ljóss á mannslíkamann. Það stóð ekki á viðbrögðum við ummælum forsetans úr hinum ýmsu áttum, og hafa margir sérfræðingar varað við því sem forsetinn lagði til að yrði rannsakað. Trump hefur síðan þá reynt að gera lítið úr eigin ummælum, sagst hafa sett þau fram í kaldhæðni og allt hafi þetta verið grín hjá honum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Vísir/AFP Hættur með fundina í kjölfar viðbragða við ummælunum Trump gaf um helgina í skyn að hann myndi láta af daglegum upplýsingafundum sínum um stöðu mála í tengslum við kórónuveiruna, þar sem fjölmiðlar væru honum ekki hliðhollir. „Hver er tilgangur þess að vera með blaðamannafundi í Hvíta húsinu þegar lélegir fjölmiðlar gera ekki annað en að spyrja óvinveittra spurninga, og neita að segja satt og rétt frá staðreyndunum,“ tísti forsetinn í gær, um svipað leyti og hinir daglegu blaðamannafundir hafa farið fram. „Þeir fá metáhorf og bandaríska þjóðin fær ekkert nema falsfréttir. Tíminn og vinnan eru ekki þess virði!“ Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sótthreinsiefni og sterkir geislar geta skemmt frumur til jafns við veirur Í svari Vísindavefsins við spurningu þar sem því er velt upp hvort hægt sé að lækna kórónuveiruna í mönnum með því að dæla sótthreinsivökva í þá eða nota orkuríka geisla kemur fram að slíkt sé ekki góð hugmynd. 25. apríl 2020 10:37 Geislavarnir vara við útfjólublárri geislun gegn veirunni Útfjólublá geislun gagnast ekki sem meðferð gegn kórónuveirunni eða Covid-19-sjúkdómnum sem hún veldur og vara Geislavarnir ríkisins eindregið við því að slíkt sé reynt. Hugmyndin að sólarljós drepi veirur í fólki byggi ekki á staðreyndum. 24. apríl 2020 17:01 Framleiðendur brýna fyrir fólki að neyta ekki hreinsiefnis eftir ummæli Trump Fólk ætti undir engum kringumstæðum að innbyrða sótthreinsiefni eða sprauta sig með því, að sögn eins stærsta framleiðanda slíkra efna í heiminum. Fyrirtækið gaf út eindregna viðvörun þessa efnis eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta ýjaði að því að nota mætti sótthreinsiefni gegn kórónuveirunni. 24. apríl 2020 13:40 Tillögur Trump um notkun sótthreinsiefnis til lækninga gagnrýndar harðlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sætt harðri gagnrýni sérfræðinga eftir að hann lagði það til að rannsakað yrði hvort hægt væri að læknast af kórónuveirunni með því að dæla sótthreinsiefni í líkamann. 24. apríl 2020 07:26 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Deborah Birx, læknirinn sem fer fyrir kórónuveiruviðbragðsteymi Hvíta hússins, reyndi í dag að gera lítið úr ummælum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann lagði til að rannsakað yrði hvort hægt yrði að meðhöndla fólk sem sýkst hefur af Covid-19 með því að dæla sótthreinsiefnum í líkama þeirra. Hún teldi best ef fjölmiðlar myndu láta af spurningum um málið. Í þættinum State of the Union á CNN var Birx spurð hvort viðbrögðin við ummælum forsetans hefðu haft áhrif á hana. „Það sem truflar mig er að það er enn verið að fjalla um þetta, því ég held að okkur vanti stóru myndina af því sem við þurfum að gera sem þjóð til þess að vernda hvort annað. Sem vísindamaður og heilbrigðisstarfsmaður, hef ég stundum áhyggjur af því að við séum ekki að koma þeim upplýsingum til þjóðarinnar sem hún þarf, á meðan við höldum áfram að ræða eitthvað sem kom upp á fimmtudaginn,“ hefur Guardian eftir henni. Birx segist þá hafa gert forsetanum það ljóst að það væri ekki vænleg meðferð við veikindunum sem kórónuveiran veldur að dæla sótthreinsiefnum í líkama sjúklinga. Trump lagði einnig til að skoðað yrði hvort notkun útfjólublás ljóss gæti nýst við meðferð kórónuveirusjúklinga. Sérfræðingar hafa þó varað við skaðlegum áhrifum slíks ljóss á mannslíkamann. Það stóð ekki á viðbrögðum við ummælum forsetans úr hinum ýmsu áttum, og hafa margir sérfræðingar varað við því sem forsetinn lagði til að yrði rannsakað. Trump hefur síðan þá reynt að gera lítið úr eigin ummælum, sagst hafa sett þau fram í kaldhæðni og allt hafi þetta verið grín hjá honum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.Vísir/AFP Hættur með fundina í kjölfar viðbragða við ummælunum Trump gaf um helgina í skyn að hann myndi láta af daglegum upplýsingafundum sínum um stöðu mála í tengslum við kórónuveiruna, þar sem fjölmiðlar væru honum ekki hliðhollir. „Hver er tilgangur þess að vera með blaðamannafundi í Hvíta húsinu þegar lélegir fjölmiðlar gera ekki annað en að spyrja óvinveittra spurninga, og neita að segja satt og rétt frá staðreyndunum,“ tísti forsetinn í gær, um svipað leyti og hinir daglegu blaðamannafundir hafa farið fram. „Þeir fá metáhorf og bandaríska þjóðin fær ekkert nema falsfréttir. Tíminn og vinnan eru ekki þess virði!“
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sótthreinsiefni og sterkir geislar geta skemmt frumur til jafns við veirur Í svari Vísindavefsins við spurningu þar sem því er velt upp hvort hægt sé að lækna kórónuveiruna í mönnum með því að dæla sótthreinsivökva í þá eða nota orkuríka geisla kemur fram að slíkt sé ekki góð hugmynd. 25. apríl 2020 10:37 Geislavarnir vara við útfjólublárri geislun gegn veirunni Útfjólublá geislun gagnast ekki sem meðferð gegn kórónuveirunni eða Covid-19-sjúkdómnum sem hún veldur og vara Geislavarnir ríkisins eindregið við því að slíkt sé reynt. Hugmyndin að sólarljós drepi veirur í fólki byggi ekki á staðreyndum. 24. apríl 2020 17:01 Framleiðendur brýna fyrir fólki að neyta ekki hreinsiefnis eftir ummæli Trump Fólk ætti undir engum kringumstæðum að innbyrða sótthreinsiefni eða sprauta sig með því, að sögn eins stærsta framleiðanda slíkra efna í heiminum. Fyrirtækið gaf út eindregna viðvörun þessa efnis eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta ýjaði að því að nota mætti sótthreinsiefni gegn kórónuveirunni. 24. apríl 2020 13:40 Tillögur Trump um notkun sótthreinsiefnis til lækninga gagnrýndar harðlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sætt harðri gagnrýni sérfræðinga eftir að hann lagði það til að rannsakað yrði hvort hægt væri að læknast af kórónuveirunni með því að dæla sótthreinsiefni í líkamann. 24. apríl 2020 07:26 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Sótthreinsiefni og sterkir geislar geta skemmt frumur til jafns við veirur Í svari Vísindavefsins við spurningu þar sem því er velt upp hvort hægt sé að lækna kórónuveiruna í mönnum með því að dæla sótthreinsivökva í þá eða nota orkuríka geisla kemur fram að slíkt sé ekki góð hugmynd. 25. apríl 2020 10:37
Geislavarnir vara við útfjólublárri geislun gegn veirunni Útfjólublá geislun gagnast ekki sem meðferð gegn kórónuveirunni eða Covid-19-sjúkdómnum sem hún veldur og vara Geislavarnir ríkisins eindregið við því að slíkt sé reynt. Hugmyndin að sólarljós drepi veirur í fólki byggi ekki á staðreyndum. 24. apríl 2020 17:01
Framleiðendur brýna fyrir fólki að neyta ekki hreinsiefnis eftir ummæli Trump Fólk ætti undir engum kringumstæðum að innbyrða sótthreinsiefni eða sprauta sig með því, að sögn eins stærsta framleiðanda slíkra efna í heiminum. Fyrirtækið gaf út eindregna viðvörun þessa efnis eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta ýjaði að því að nota mætti sótthreinsiefni gegn kórónuveirunni. 24. apríl 2020 13:40
Tillögur Trump um notkun sótthreinsiefnis til lækninga gagnrýndar harðlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sætt harðri gagnrýni sérfræðinga eftir að hann lagði það til að rannsakað yrði hvort hægt væri að læknast af kórónuveirunni með því að dæla sótthreinsiefni í líkamann. 24. apríl 2020 07:26