Búið að taka númerin af næstum öllum rútunum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. apríl 2020 17:59 Þórir Garðarsson stjórnarformaður Grey line hefur þungar áhyggjur af stöðu ferðaþjónustufyrirtækja. Vísir/Arnar Halldórsson Ferðaþjónustufyrirtæki óttast gjaldþrot eða að þurfa að grípa til fjöldauppsagna um mánaðamótin. Fyrirtækin hafa misst nær allar tekjur sínar síðustu vikurnar og búið er að taka stóran hluta rútuflotans af númerum. Af fimmtíu og sex rútum fyrirtækisins Grey line hafa númeraplöturnar verið teknar af öllum nema einni. „Það hefur verið hér algjört hundrað prósent tekjufall frá 15. mars en kostnaðurinn hann hleðst bara upp og þetta er náttúrulega bara erfitt,“ segir Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray line. Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða segir aðeins fimm af níutíu og fimm rútum fyrirtækisins enn á númerum.Vísir/Arnar Halldórsson „Það er 98% hrun í tekjum hjá okkur í þessum hluta starfseminnar, sem er ferðaþjónustuhlutinn, þannig það er nánast engin vinna og nánast engin innkoma í þeim hluta,“ segir Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða. Bæði hjá Gray line og Kynnisferðum eru nánast allir starfsmennirnir farnir á hlutabótaleiðina. „Við höfum ekki sagt neinum upp enn þá en við erum með um hundrað og tuttugu starfsmenn á launaskrá. Ef við ætluðum að segja öllu þessu fólki upp þá myndi það kosta fyrirtækið fjögur hundruð milljónir. Það er of stór biti að kyngja. Við erum með alla á svokallaðri hlutabótaleið en hún er farin að þyngja verulega á að greiða 25% laun fyrir raun og veru engin not fyrir starfsmennina,“ segir Þórir. Hann telur ljóst að rekstur fyrirtækjanna gangi ekki ef stjórnvöld grípa ekki til frekari aðgerða til að aðstoða þau. „Þá held ég að það eina sem liggi fyrir í þessum fyrirtækjum og fjölda annara fyrirtækja það er bara gjaldþrot.“ Þórir vill að hlutabótaúrræði stjórnvalda verði framlengt en að óbreyttu verður aðeins hægt að nýta þá leið út maí. Þá vill hann að hlutfallið sem fyrirtæki greiða af launum verði lækkað. Björn segir að óbreyttu þurfi fyrirtæki hans að grípa til uppsagna. „Það eru flestir að spá því að þetta verði svolítið langvarandi stopp í ferðaþjónustunni og því þurfi að bregðast við þannig að það er viðbúið að við þurfum að fara í einhverjar uppsagnir og við erum bara að skoða það þessa dagana.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Hlutabótaleiðin Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira
Ferðaþjónustufyrirtæki óttast gjaldþrot eða að þurfa að grípa til fjöldauppsagna um mánaðamótin. Fyrirtækin hafa misst nær allar tekjur sínar síðustu vikurnar og búið er að taka stóran hluta rútuflotans af númerum. Af fimmtíu og sex rútum fyrirtækisins Grey line hafa númeraplöturnar verið teknar af öllum nema einni. „Það hefur verið hér algjört hundrað prósent tekjufall frá 15. mars en kostnaðurinn hann hleðst bara upp og þetta er náttúrulega bara erfitt,“ segir Þórir Garðarsson stjórnarformaður Gray line. Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða segir aðeins fimm af níutíu og fimm rútum fyrirtækisins enn á númerum.Vísir/Arnar Halldórsson „Það er 98% hrun í tekjum hjá okkur í þessum hluta starfseminnar, sem er ferðaþjónustuhlutinn, þannig það er nánast engin vinna og nánast engin innkoma í þeim hluta,“ segir Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða. Bæði hjá Gray line og Kynnisferðum eru nánast allir starfsmennirnir farnir á hlutabótaleiðina. „Við höfum ekki sagt neinum upp enn þá en við erum með um hundrað og tuttugu starfsmenn á launaskrá. Ef við ætluðum að segja öllu þessu fólki upp þá myndi það kosta fyrirtækið fjögur hundruð milljónir. Það er of stór biti að kyngja. Við erum með alla á svokallaðri hlutabótaleið en hún er farin að þyngja verulega á að greiða 25% laun fyrir raun og veru engin not fyrir starfsmennina,“ segir Þórir. Hann telur ljóst að rekstur fyrirtækjanna gangi ekki ef stjórnvöld grípa ekki til frekari aðgerða til að aðstoða þau. „Þá held ég að það eina sem liggi fyrir í þessum fyrirtækjum og fjölda annara fyrirtækja það er bara gjaldþrot.“ Þórir vill að hlutabótaúrræði stjórnvalda verði framlengt en að óbreyttu verður aðeins hægt að nýta þá leið út maí. Þá vill hann að hlutfallið sem fyrirtæki greiða af launum verði lækkað. Björn segir að óbreyttu þurfi fyrirtæki hans að grípa til uppsagna. „Það eru flestir að spá því að þetta verði svolítið langvarandi stopp í ferðaþjónustunni og því þurfi að bregðast við þannig að það er viðbúið að við þurfum að fara í einhverjar uppsagnir og við erum bara að skoða það þessa dagana.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Hlutabótaleiðin Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira