Stefnt að því að kynna frekari aðgerðir á morgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2020 23:41 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í Safnahúsinu í síðustu viku þegar aðgerðapakki tvö var kynntur. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin áformar að kynna frekari efnahagsaðgerðir á morgun, þriðjudag, til að koma til móts við þau fyrirtæki sem orðið hafa fyrir miklu tekjutapi vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt heimildum Vísis munu aðgerðirnar sérstaklega beinast að fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Þá má einnig búast við því að framhald svokallaðrar hlutabótaleiðar verði kynnt á morgun. Fyrst var greint frá málinu á vef Ríkisútvarpsins. Þar kemur fram að málin verði rædd á ríkisstjórnarfundi á morgun. Ferðaþjónustan hefur orðið fyrir algjöru tekjufalli vegna kórónuveirunnar enda eru nú miklar ferðatakmarkanir í gildi um allan heim. Fyrirtæki í greininni bundu miklar vonir við aðgerðapakka tvö sem stjórnvöld kynntu í liðinni viku en fjölmargir lýstu yfir vonbrigðum með pakkann. Meira þyrfti að koma til og þörf væri á sértækari aðgerðum fyrir ferðaþjónustuna. „Það var náttúrulega hreinlega ekki tekið á þeim málum sem við biðum eftir. En það má segja að það jákvæða er að menn eru að átta sig á því smám saman hvað þetta er stórt og þær aðgerðir sem voru til umræðu tóku ekki nægjanlegt tillit til þess. Þá er kannski ekkert óeðlilegt að menn þurfi aðeins lengri tíma. En það er afar mikilvægt að það komi einhverjar línur fyrir mánaðamót,“ sagði Kristófer Oliversson, formaður FHG - Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center hotels, til að mynda í samtali við Vísi í liðinni viku. Kallaði hann meðal annars eftir svörum frá stjórnvöldum fyrir komandi mánaðamót varðandi það hvert framhald hlutabótaleiðarinnar yrði en það úrræði rennur að óbreyttu út í lok maí. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Ríkisstjórnin áformar að kynna frekari efnahagsaðgerðir á morgun, þriðjudag, til að koma til móts við þau fyrirtæki sem orðið hafa fyrir miklu tekjutapi vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt heimildum Vísis munu aðgerðirnar sérstaklega beinast að fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Þá má einnig búast við því að framhald svokallaðrar hlutabótaleiðar verði kynnt á morgun. Fyrst var greint frá málinu á vef Ríkisútvarpsins. Þar kemur fram að málin verði rædd á ríkisstjórnarfundi á morgun. Ferðaþjónustan hefur orðið fyrir algjöru tekjufalli vegna kórónuveirunnar enda eru nú miklar ferðatakmarkanir í gildi um allan heim. Fyrirtæki í greininni bundu miklar vonir við aðgerðapakka tvö sem stjórnvöld kynntu í liðinni viku en fjölmargir lýstu yfir vonbrigðum með pakkann. Meira þyrfti að koma til og þörf væri á sértækari aðgerðum fyrir ferðaþjónustuna. „Það var náttúrulega hreinlega ekki tekið á þeim málum sem við biðum eftir. En það má segja að það jákvæða er að menn eru að átta sig á því smám saman hvað þetta er stórt og þær aðgerðir sem voru til umræðu tóku ekki nægjanlegt tillit til þess. Þá er kannski ekkert óeðlilegt að menn þurfi aðeins lengri tíma. En það er afar mikilvægt að það komi einhverjar línur fyrir mánaðamót,“ sagði Kristófer Oliversson, formaður FHG - Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu og framkvæmdastjóri Center hotels, til að mynda í samtali við Vísi í liðinni viku. Kallaði hann meðal annars eftir svörum frá stjórnvöldum fyrir komandi mánaðamót varðandi það hvert framhald hlutabótaleiðarinnar yrði en það úrræði rennur að óbreyttu út í lok maí.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira