ÍR hættir við að leggja kvennaliðið niður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. apríl 2020 10:49 Meistaraflokkur kvenna hjá ÍR verður ekki lagður niður. mynd/facebook-síða handknattleiksdeildar ír ÍR hefur hætt við að leggja kvennalið félagsins í handbolta niður. Í síðasta mánuði var greint frá því að ÍR myndi draga kvennalið sitt úr keppni og ekki taka þátt í Grill 66 deildinni á næsta tímabili vegna fjárhagsvandræða handknattleiksdeildar félagsins. ÍR-ingum hefur nú snúist hugur og meistaraflokkur kvenna verður áfram starfræktur. Finnbogi Grétar Sigurbjörnsson hefur verið ráðinn þjálfari ÍR. Þá hefur verið komið á nýju meistaraflokksráði kvenna hjá ÍR undir stjórn Matthíasar Imsland. Í fréttatilkynningu frá ÍR kemur fram að mikill kraftur hafi vaknað í Breiðholti eftir að fréttirnar um að kvennaliðið yrði lagt niður bárust. Fjöldi fólks hefur ákveðið að hjálpa til og leggja sín lóð á vogarskálarnar. „Ætlunin er að byggja upp meistarflokk á þeim ungu og efnilegum leikmönnum sem félagið hefur yfir að ráða. Ég tel að þessir leikmenn verði góðar fyrirmyndir annarra iðkenda félagsins í umhverfi sem ég vonast til að verð eftirsóknarvert að spila í. Ég hlakka mjög til tímabilsins,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, leikmaður ÍR, í yfirlýsingunni. Ákvörðunin um að leggja kvennalið ÍR niður mæltist ekki vel fyrir og leikmenn voru afar ósáttir að vera ekki hafðir með í ráðum þegar það var ákveðið. ÍR endaði í 6. sæti Grill 66 deildar kvenna á síðasta tímabili. Fréttatilkynning ÍR Meistaraflokkur kvenna hjá ÍR í endurreistur Tekin hefur verið ákvörðun um að endurreisa meistaraflokk kvenna hjá ÍR í handbolta en til stóð að leggja flokkinn niður í síðasta mánuði. Finnbogi Grétar Sigurbjörnsson, fyrrum landsliðsþjálfari, mun taka við liðinu. Ljóst er að mikill kraftur hefur vaknað í Breiðholti eftir að tilkynnt var um að leggja ætti flokkinn niður og fjöldi fólks lýst sig reiðubúið til að aðstoða við endurreisn kvennastarfsins. Komið hefur verið á nýju meistaraflokksráði kvenna undir forystu Matthíasar Imsland þar sem tugir einstaklinga hafa tekið að sér mismunandi verkefni. „Ætlunin er að byggja upp meistarflokk á þeim ungu og efnilegum leikmönnum sem félagið hefur yfir að ráða. Ég tel að þessir leikmenn verði góðar fyrirmyndir annarra iðkenda félagsins í umhverfi sem ég vonast til að verð eftirsóknarvert að spila í. Ég hlakka mjög til tímabilsins,“ segir Margrét Valdimarsdóttir leikmaður ÍR. Olís-deild kvenna ÍR Tengdar fréttir Kvennalið ÍR áfram starfrækt „ef plönin eru raunhæf“ Handknattleiksdeild ÍR hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir þá ákvörðun sína að leggja niður meistaraflokk kvenna vegna fjárhagsstöðu félagsins. Formaður deildarinnar kveðst opinn fyrir því að endurskoða ákvörðunina. 1. apríl 2020 18:00 Leikmenn ÍR ósáttir við að kvennaliðið hafi verið lagt niður: „Ógeðslega sárar og reiðar“ Leikmenn kvennaliðs ÍR eru ósáttir við vinnubrögð handknattleiksdeildar félagsins sem ákvað að leggja kvennaliðið niður. 31. mars 2020 15:57 Seinni bylgjan: „Finnst þetta algjörlega fáránleg ákvörðun og verið að gefa skít í kvennaboltann“ Einar Jónsson, þjálfari norska liðsins Bergøy, skilur ekkert í handknattleiksdeild ÍR að leggja niður meistaraflokk kvenna hjá félaginu og segir ákvörðunina asnalega. Hann segir að hún skjóti skökku við. 31. mars 2020 09:00 Berglind segir ÍR-ingum að skoða jafnréttisstefnu sína Berglind Hrund Jónasdóttir, markvörður Stjörnunnar í fótbolta og uppalinn ÍR-ingur, harmar þá ákvörðun síns gamla félags að leggja niður kvennalið ÍR í handbolta. 30. mars 2020 20:00 Framkonur vilja hjálpa ÍR að halda úti kvennaliði Fram hefur boðist til að leika fjáröflunarleik við ÍR svo félagið geti haldið úti kvennaliði. 30. mars 2020 14:13 ÍR dregur kvenna- og U-liðið úr keppni Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag. 25. mars 2020 19:30 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
ÍR hefur hætt við að leggja kvennalið félagsins í handbolta niður. Í síðasta mánuði var greint frá því að ÍR myndi draga kvennalið sitt úr keppni og ekki taka þátt í Grill 66 deildinni á næsta tímabili vegna fjárhagsvandræða handknattleiksdeildar félagsins. ÍR-ingum hefur nú snúist hugur og meistaraflokkur kvenna verður áfram starfræktur. Finnbogi Grétar Sigurbjörnsson hefur verið ráðinn þjálfari ÍR. Þá hefur verið komið á nýju meistaraflokksráði kvenna hjá ÍR undir stjórn Matthíasar Imsland. Í fréttatilkynningu frá ÍR kemur fram að mikill kraftur hafi vaknað í Breiðholti eftir að fréttirnar um að kvennaliðið yrði lagt niður bárust. Fjöldi fólks hefur ákveðið að hjálpa til og leggja sín lóð á vogarskálarnar. „Ætlunin er að byggja upp meistarflokk á þeim ungu og efnilegum leikmönnum sem félagið hefur yfir að ráða. Ég tel að þessir leikmenn verði góðar fyrirmyndir annarra iðkenda félagsins í umhverfi sem ég vonast til að verð eftirsóknarvert að spila í. Ég hlakka mjög til tímabilsins,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, leikmaður ÍR, í yfirlýsingunni. Ákvörðunin um að leggja kvennalið ÍR niður mæltist ekki vel fyrir og leikmenn voru afar ósáttir að vera ekki hafðir með í ráðum þegar það var ákveðið. ÍR endaði í 6. sæti Grill 66 deildar kvenna á síðasta tímabili. Fréttatilkynning ÍR Meistaraflokkur kvenna hjá ÍR í endurreistur Tekin hefur verið ákvörðun um að endurreisa meistaraflokk kvenna hjá ÍR í handbolta en til stóð að leggja flokkinn niður í síðasta mánuði. Finnbogi Grétar Sigurbjörnsson, fyrrum landsliðsþjálfari, mun taka við liðinu. Ljóst er að mikill kraftur hefur vaknað í Breiðholti eftir að tilkynnt var um að leggja ætti flokkinn niður og fjöldi fólks lýst sig reiðubúið til að aðstoða við endurreisn kvennastarfsins. Komið hefur verið á nýju meistaraflokksráði kvenna undir forystu Matthíasar Imsland þar sem tugir einstaklinga hafa tekið að sér mismunandi verkefni. „Ætlunin er að byggja upp meistarflokk á þeim ungu og efnilegum leikmönnum sem félagið hefur yfir að ráða. Ég tel að þessir leikmenn verði góðar fyrirmyndir annarra iðkenda félagsins í umhverfi sem ég vonast til að verð eftirsóknarvert að spila í. Ég hlakka mjög til tímabilsins,“ segir Margrét Valdimarsdóttir leikmaður ÍR.
Meistaraflokkur kvenna hjá ÍR í endurreistur Tekin hefur verið ákvörðun um að endurreisa meistaraflokk kvenna hjá ÍR í handbolta en til stóð að leggja flokkinn niður í síðasta mánuði. Finnbogi Grétar Sigurbjörnsson, fyrrum landsliðsþjálfari, mun taka við liðinu. Ljóst er að mikill kraftur hefur vaknað í Breiðholti eftir að tilkynnt var um að leggja ætti flokkinn niður og fjöldi fólks lýst sig reiðubúið til að aðstoða við endurreisn kvennastarfsins. Komið hefur verið á nýju meistaraflokksráði kvenna undir forystu Matthíasar Imsland þar sem tugir einstaklinga hafa tekið að sér mismunandi verkefni. „Ætlunin er að byggja upp meistarflokk á þeim ungu og efnilegum leikmönnum sem félagið hefur yfir að ráða. Ég tel að þessir leikmenn verði góðar fyrirmyndir annarra iðkenda félagsins í umhverfi sem ég vonast til að verð eftirsóknarvert að spila í. Ég hlakka mjög til tímabilsins,“ segir Margrét Valdimarsdóttir leikmaður ÍR.
Olís-deild kvenna ÍR Tengdar fréttir Kvennalið ÍR áfram starfrækt „ef plönin eru raunhæf“ Handknattleiksdeild ÍR hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir þá ákvörðun sína að leggja niður meistaraflokk kvenna vegna fjárhagsstöðu félagsins. Formaður deildarinnar kveðst opinn fyrir því að endurskoða ákvörðunina. 1. apríl 2020 18:00 Leikmenn ÍR ósáttir við að kvennaliðið hafi verið lagt niður: „Ógeðslega sárar og reiðar“ Leikmenn kvennaliðs ÍR eru ósáttir við vinnubrögð handknattleiksdeildar félagsins sem ákvað að leggja kvennaliðið niður. 31. mars 2020 15:57 Seinni bylgjan: „Finnst þetta algjörlega fáránleg ákvörðun og verið að gefa skít í kvennaboltann“ Einar Jónsson, þjálfari norska liðsins Bergøy, skilur ekkert í handknattleiksdeild ÍR að leggja niður meistaraflokk kvenna hjá félaginu og segir ákvörðunina asnalega. Hann segir að hún skjóti skökku við. 31. mars 2020 09:00 Berglind segir ÍR-ingum að skoða jafnréttisstefnu sína Berglind Hrund Jónasdóttir, markvörður Stjörnunnar í fótbolta og uppalinn ÍR-ingur, harmar þá ákvörðun síns gamla félags að leggja niður kvennalið ÍR í handbolta. 30. mars 2020 20:00 Framkonur vilja hjálpa ÍR að halda úti kvennaliði Fram hefur boðist til að leika fjáröflunarleik við ÍR svo félagið geti haldið úti kvennaliði. 30. mars 2020 14:13 ÍR dregur kvenna- og U-liðið úr keppni Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag. 25. mars 2020 19:30 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Kvennalið ÍR áfram starfrækt „ef plönin eru raunhæf“ Handknattleiksdeild ÍR hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir þá ákvörðun sína að leggja niður meistaraflokk kvenna vegna fjárhagsstöðu félagsins. Formaður deildarinnar kveðst opinn fyrir því að endurskoða ákvörðunina. 1. apríl 2020 18:00
Leikmenn ÍR ósáttir við að kvennaliðið hafi verið lagt niður: „Ógeðslega sárar og reiðar“ Leikmenn kvennaliðs ÍR eru ósáttir við vinnubrögð handknattleiksdeildar félagsins sem ákvað að leggja kvennaliðið niður. 31. mars 2020 15:57
Seinni bylgjan: „Finnst þetta algjörlega fáránleg ákvörðun og verið að gefa skít í kvennaboltann“ Einar Jónsson, þjálfari norska liðsins Bergøy, skilur ekkert í handknattleiksdeild ÍR að leggja niður meistaraflokk kvenna hjá félaginu og segir ákvörðunina asnalega. Hann segir að hún skjóti skökku við. 31. mars 2020 09:00
Berglind segir ÍR-ingum að skoða jafnréttisstefnu sína Berglind Hrund Jónasdóttir, markvörður Stjörnunnar í fótbolta og uppalinn ÍR-ingur, harmar þá ákvörðun síns gamla félags að leggja niður kvennalið ÍR í handbolta. 30. mars 2020 20:00
Framkonur vilja hjálpa ÍR að halda úti kvennaliði Fram hefur boðist til að leika fjáröflunarleik við ÍR svo félagið geti haldið úti kvennaliði. 30. mars 2020 14:13
ÍR dregur kvenna- og U-liðið úr keppni Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag. 25. mars 2020 19:30