Frá hugmynd til hleðslu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 4. maí 2020 07:00 AURA 2 x 22 kW Rafbox ehf. er fyrirtæki sem stofnað var fyrir tveimur árum og sérhæfir sig í hleðslulausnum fyrir allar gerðir rafbíla. Markaðsstjóri og einn eigenda Rafbox, Emil Örn Harðarson segir að viðtökurnar hafi verið góðar. Emil Örn Harðarson, markaðsstjóri og einn eiganda Rafbox ehf. „Við finnum fyrir miklum áhuga og fáum fjölda fyrirspurna um hleðslulausnir fyrir mismunandi aðstæður. Það er ljóst að fólk er farið að hugsa til umhverfisvænni kosta í samgöngum og við fögnum því.“ Þá segir Emil að átak Reykjavíkurborgar og Orkuveitunnar um niðurgreiðslu á kostnaði við uppsetningu hleðslustöðva við fjölbýlishús hafi klárlega aukið eftirspurn. „Já ekki spurning það jók á eftirspurn og almennar fyrirspurnir. Það vakti þó furðu okkar að sjóðurinn hafi ekki verið fullnýttur við fyrstu úthlutun og það er spurning hvort þetta hafi verið nægilega vel auglýst í upphafi og umsóknarferlið nægilega skýrt,“ sagði Emil í samtali við Vísi. „En þetta er klárlega skref í rétta átt til að aðstoða almenning við orkuskipti í samgöngum. Við fengum fregnir af því að umsóknum húsfélaga væri hafnað vegna formgalla í þeim og ákváðum því að bæta því við okkar þjónustu að aðstoða við umsóknarferlið, sem hefur gefist vel,“ bætti Emil við. Aðspurður hvort Rafbox bjóði upp á lausnir sem henta öllum rafbílum sagði Emil svo vera og bætti við að„ rafbílar í dag eru enn framleiddir með mismunandi hleðslutengjum og mismunandi hleðslugetu en það er engin fyrirstaða. Við höfum fundið fyrir því að fólk vill heima hleðslustöðvar með áfastri snúru, en mögulegt er að skipta snúrunni út ef keyptur er nýr bíll sem hefur annað tengi.“ AURA 2 x 22 kW Hann segir að skynsamlegast sé að gera innviðina klára fyrir framtíðina með því að leggja öflugan kapal úr rafmagnstöflu að hleðslustöð sem þolir hámarkshleðslu sem í boði er í dag eða 22 kW. á klukkustund. Þá þarf ekki að ráðast í grunnvinnuna aftur ef hleðslustöð er skipt út fyrir öflugri stöð síðar. Vert er að nefna að hámarkshleðslan ræðst þó alltaf af hleðslugetu bílsins. Þó einstaklingur sé með öflugustu hleðslustöðina á markaðinum og innviði sem duga henni, þá er hleðslugetan aldrei meiri en bíllinn leyfir. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvernig ferlið virkar. „Við vinnum allar okkar lausnir út frá slagorði Rafbox; „Frá hugmynd til hleðslu“. Hver sem er getur haft samband við okkur, einstaklingar í sérbýli og fjölbýli, húsfélög, fyrirtæki og stofnanir. Ferlið hefst á fyrirspurn til okkar og gefum við þá upplýsingar og ráð um hæl og eftir atvikum gróft verðtilboð fyrir einfaldari verk. Annars er næsta skref að mæta á staðinn og taka út aðstæður og gefa í framhaldi nákvæmt tilboð og verklýsingu. Sé tilboð samþykkt göngum við í verkið en öll stig verksins eru á sömu hendi, hvort sem það er hönnun lausnar, sala á búnaði, jarð- og rafmagnsvinna, uppsetning, rekstur og þjónusta og tilkynning til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.“ „Einföldustu verkin fela í sér uppsetningu á hleðslustöð við sérbýli, tiltölulega stutta lagnaleið að töflu, lekaliðasjálfvar sett í töflu og frágang. Þar þarf ekki að framkvæma jarðvinnu eða gera stærri breytingar á rafmagnstöflu. Þessum verkum er oft hægt að ljúka á nokkrum klukkustundum. Við finnum alltaf tíma í sameiningu með viðskiptavininum og göngum í verkið eins fljótt og hægt er. Stærri verk líkt og við fjölbýli, í bílakjöllurum og við fyrirtæki taka eðli málsins samkvæmt lengri tíma.“ Halo Wallbox 3,7-11 kW Hvað þarf að hafa í huga við val á hleðslustöð? „Það sem þarf að hafa í huga við val á hleðslustöð er eiginlega tvíþætt. Annars vegar er að skoða hleðslugetu innviða og rafbílsins og skoða hvaða hleðslustöðvar henta best þar. Hins vegar eru það hlutir sem tengjast útliti og þægindum. Viltu áfasta snúru á stöðina og hve langa? Sést stöðin frá götunni og skiptir það þig máli að hún sé stílhrein og nett? Þolirðu ekki snúruflækjur og viltu geta vafið snúrunni um stöðina svo hún sé sem minnst áberandi? Viltu snjallstöð sem þú getur stjórnað í símanum eða tölvunni, þ.e. tímastillt hleðslur, aðgangsstýrt og fylgst með orkunotkun yfir ákveðið tímabil?“ „Við fjölbýli og fyrirtæki eru þó fleiri þættir sem þarf að huga að, svo sem möguleikar á álagsstýringu og greiðsluþjónustu. Þar getur líka verið gott að velja stöðvar með tveimur tengjum.“ Er hægt að álagsstýra hleðslunni á stærri stöðvum? „Álagsstýringarbúnaðurinn virkar þannig að hann mælir álag og metur heildarstyrk heimtaugarinnar sem ætluð er húsinu og til hleðslu bílanna. Þegar margir bílar hlaða í einu og íbúar hússins eru að nota öflug heimilistæki samtímis s.s. eldavélar og ofna, verður mikið álag á stofninn. Þegar álagið nálgast þolmörk takmarkar búnaðurinn hleðsluafl til rafbílanna tímabundið svo ekki myndist yfirálag og slái út. Aflið til hleðslustöðvanna eykst svo aftur þegar álagið á stofninn minnkar. Þegar einungis einn eða tveir rafbílar eru á svæðinu er álagsstýring kannski ekki nauðsynleg en um leið og þeim fjölgar byrja vandræðin. Og þeim mun fjölga,“ sagði Emil enn frekar. Ferðahleðslustöð 3,5 - 22 kW Í ljósi aðstæðna í heiminum má ætla að margir ætli að ferðast innanlands í sumar. Er möguleiki að ferðast um allt land á rafmagnsbíl? „Já er svarið. Sá möguleiki er auðvitað alltaf fyrir hendi að nota hraðhleðslur sem staðsettar eru víðs vegar á hringveginum. En svo er annar kostur og það er að nota ferðahleðslustöðvar. Við hjá Rafbox bjóðum uppá ferðahleðslustöðvar frá Khons sem búnar eru nauðsynlegum varnarbúnaði og geta hlaðið allt upp í 22 kw. á klukkustund, eins og öflugustu heimahleðslustöðvarnar á markaðnum í dag. Þeim er stungið í samband við iðnaðartengil og er því hægt að nota þær til að hlaða bílinn heima, í bústaðnum, við gistiheimili, á tjaldsvæðum eða alls staðar þar sem er aðgangur að iðnaðartengli.“ „Við höfum tekið eftir að margir rugla saman hleðslutækjum sem fylgja rafbílnum og ferðahleðslustöðvunum, þar sem þær eru svipað nettar og venjulegt hleðslutæki. En munurinn er sá að ferðahleðslustöðvarnar geta hlaðið upp í 22 kw. samanborið við 2,3 kw. með algengustu hleðslutækjunum sem fylgja bílunum og því tekur mun styttri tíma að fullhlaða bílinn.“ Tesla Model 3.Vísir/Getty Að endingu spurði blaðamaður Emil um komu Tesla til landsins og hvort þau hefðu fundið fyrir auknum áhuga vega þess. „Við tengjum aukinn áhuga ekki beint við komu Tesla til landsins en nokkrir Teslaeigendur hafa þó haft samband og spurst fyrir um okkar hleðslulausnir. Þar kemur HALO vegghleðslustöðin oft til tals, enda glæsileg stöð sem prýðir hvert heimili. Ekki skemmir það þegar Tesla er í innkeyrslunni,“ sagði Emil léttur. Vistvænir bílar Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent
Rafbox ehf. er fyrirtæki sem stofnað var fyrir tveimur árum og sérhæfir sig í hleðslulausnum fyrir allar gerðir rafbíla. Markaðsstjóri og einn eigenda Rafbox, Emil Örn Harðarson segir að viðtökurnar hafi verið góðar. Emil Örn Harðarson, markaðsstjóri og einn eiganda Rafbox ehf. „Við finnum fyrir miklum áhuga og fáum fjölda fyrirspurna um hleðslulausnir fyrir mismunandi aðstæður. Það er ljóst að fólk er farið að hugsa til umhverfisvænni kosta í samgöngum og við fögnum því.“ Þá segir Emil að átak Reykjavíkurborgar og Orkuveitunnar um niðurgreiðslu á kostnaði við uppsetningu hleðslustöðva við fjölbýlishús hafi klárlega aukið eftirspurn. „Já ekki spurning það jók á eftirspurn og almennar fyrirspurnir. Það vakti þó furðu okkar að sjóðurinn hafi ekki verið fullnýttur við fyrstu úthlutun og það er spurning hvort þetta hafi verið nægilega vel auglýst í upphafi og umsóknarferlið nægilega skýrt,“ sagði Emil í samtali við Vísi. „En þetta er klárlega skref í rétta átt til að aðstoða almenning við orkuskipti í samgöngum. Við fengum fregnir af því að umsóknum húsfélaga væri hafnað vegna formgalla í þeim og ákváðum því að bæta því við okkar þjónustu að aðstoða við umsóknarferlið, sem hefur gefist vel,“ bætti Emil við. Aðspurður hvort Rafbox bjóði upp á lausnir sem henta öllum rafbílum sagði Emil svo vera og bætti við að„ rafbílar í dag eru enn framleiddir með mismunandi hleðslutengjum og mismunandi hleðslugetu en það er engin fyrirstaða. Við höfum fundið fyrir því að fólk vill heima hleðslustöðvar með áfastri snúru, en mögulegt er að skipta snúrunni út ef keyptur er nýr bíll sem hefur annað tengi.“ AURA 2 x 22 kW Hann segir að skynsamlegast sé að gera innviðina klára fyrir framtíðina með því að leggja öflugan kapal úr rafmagnstöflu að hleðslustöð sem þolir hámarkshleðslu sem í boði er í dag eða 22 kW. á klukkustund. Þá þarf ekki að ráðast í grunnvinnuna aftur ef hleðslustöð er skipt út fyrir öflugri stöð síðar. Vert er að nefna að hámarkshleðslan ræðst þó alltaf af hleðslugetu bílsins. Þó einstaklingur sé með öflugustu hleðslustöðina á markaðinum og innviði sem duga henni, þá er hleðslugetan aldrei meiri en bíllinn leyfir. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvernig ferlið virkar. „Við vinnum allar okkar lausnir út frá slagorði Rafbox; „Frá hugmynd til hleðslu“. Hver sem er getur haft samband við okkur, einstaklingar í sérbýli og fjölbýli, húsfélög, fyrirtæki og stofnanir. Ferlið hefst á fyrirspurn til okkar og gefum við þá upplýsingar og ráð um hæl og eftir atvikum gróft verðtilboð fyrir einfaldari verk. Annars er næsta skref að mæta á staðinn og taka út aðstæður og gefa í framhaldi nákvæmt tilboð og verklýsingu. Sé tilboð samþykkt göngum við í verkið en öll stig verksins eru á sömu hendi, hvort sem það er hönnun lausnar, sala á búnaði, jarð- og rafmagnsvinna, uppsetning, rekstur og þjónusta og tilkynning til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.“ „Einföldustu verkin fela í sér uppsetningu á hleðslustöð við sérbýli, tiltölulega stutta lagnaleið að töflu, lekaliðasjálfvar sett í töflu og frágang. Þar þarf ekki að framkvæma jarðvinnu eða gera stærri breytingar á rafmagnstöflu. Þessum verkum er oft hægt að ljúka á nokkrum klukkustundum. Við finnum alltaf tíma í sameiningu með viðskiptavininum og göngum í verkið eins fljótt og hægt er. Stærri verk líkt og við fjölbýli, í bílakjöllurum og við fyrirtæki taka eðli málsins samkvæmt lengri tíma.“ Halo Wallbox 3,7-11 kW Hvað þarf að hafa í huga við val á hleðslustöð? „Það sem þarf að hafa í huga við val á hleðslustöð er eiginlega tvíþætt. Annars vegar er að skoða hleðslugetu innviða og rafbílsins og skoða hvaða hleðslustöðvar henta best þar. Hins vegar eru það hlutir sem tengjast útliti og þægindum. Viltu áfasta snúru á stöðina og hve langa? Sést stöðin frá götunni og skiptir það þig máli að hún sé stílhrein og nett? Þolirðu ekki snúruflækjur og viltu geta vafið snúrunni um stöðina svo hún sé sem minnst áberandi? Viltu snjallstöð sem þú getur stjórnað í símanum eða tölvunni, þ.e. tímastillt hleðslur, aðgangsstýrt og fylgst með orkunotkun yfir ákveðið tímabil?“ „Við fjölbýli og fyrirtæki eru þó fleiri þættir sem þarf að huga að, svo sem möguleikar á álagsstýringu og greiðsluþjónustu. Þar getur líka verið gott að velja stöðvar með tveimur tengjum.“ Er hægt að álagsstýra hleðslunni á stærri stöðvum? „Álagsstýringarbúnaðurinn virkar þannig að hann mælir álag og metur heildarstyrk heimtaugarinnar sem ætluð er húsinu og til hleðslu bílanna. Þegar margir bílar hlaða í einu og íbúar hússins eru að nota öflug heimilistæki samtímis s.s. eldavélar og ofna, verður mikið álag á stofninn. Þegar álagið nálgast þolmörk takmarkar búnaðurinn hleðsluafl til rafbílanna tímabundið svo ekki myndist yfirálag og slái út. Aflið til hleðslustöðvanna eykst svo aftur þegar álagið á stofninn minnkar. Þegar einungis einn eða tveir rafbílar eru á svæðinu er álagsstýring kannski ekki nauðsynleg en um leið og þeim fjölgar byrja vandræðin. Og þeim mun fjölga,“ sagði Emil enn frekar. Ferðahleðslustöð 3,5 - 22 kW Í ljósi aðstæðna í heiminum má ætla að margir ætli að ferðast innanlands í sumar. Er möguleiki að ferðast um allt land á rafmagnsbíl? „Já er svarið. Sá möguleiki er auðvitað alltaf fyrir hendi að nota hraðhleðslur sem staðsettar eru víðs vegar á hringveginum. En svo er annar kostur og það er að nota ferðahleðslustöðvar. Við hjá Rafbox bjóðum uppá ferðahleðslustöðvar frá Khons sem búnar eru nauðsynlegum varnarbúnaði og geta hlaðið allt upp í 22 kw. á klukkustund, eins og öflugustu heimahleðslustöðvarnar á markaðnum í dag. Þeim er stungið í samband við iðnaðartengil og er því hægt að nota þær til að hlaða bílinn heima, í bústaðnum, við gistiheimili, á tjaldsvæðum eða alls staðar þar sem er aðgangur að iðnaðartengli.“ „Við höfum tekið eftir að margir rugla saman hleðslutækjum sem fylgja rafbílnum og ferðahleðslustöðvunum, þar sem þær eru svipað nettar og venjulegt hleðslutæki. En munurinn er sá að ferðahleðslustöðvarnar geta hlaðið upp í 22 kw. samanborið við 2,3 kw. með algengustu hleðslutækjunum sem fylgja bílunum og því tekur mun styttri tíma að fullhlaða bílinn.“ Tesla Model 3.Vísir/Getty Að endingu spurði blaðamaður Emil um komu Tesla til landsins og hvort þau hefðu fundið fyrir auknum áhuga vega þess. „Við tengjum aukinn áhuga ekki beint við komu Tesla til landsins en nokkrir Teslaeigendur hafa þó haft samband og spurst fyrir um okkar hleðslulausnir. Þar kemur HALO vegghleðslustöðin oft til tals, enda glæsileg stöð sem prýðir hvert heimili. Ekki skemmir það þegar Tesla er í innkeyrslunni,“ sagði Emil léttur.
Vistvænir bílar Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent