Skutu öryggisvörð verslunar vegna deilu um grímu Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2020 09:01 Sharion Munerlyn, sonur öryggisvarðarins, faðmar frænku sína á minningarathöfn á sunnudaginn. AP/Jake May Þrír fjölskyldumeðlimir hafa verið ákærð eftir að öryggisvörður var skotinn til bana við verslun í Michigan í Bandaríkjunum. Sá hafði meinað dóttur konu að fara í verslunina vegna þess að hún var ekki með andlitsgrímu. Skömmu seinna komu eiginmaður konunnar og sonur hennar og skutu öryggisvörðinn til bana. Þetta átti sér stað á föstudaginn í Flint í Michigan. Sharmel Teague reifst við öryggisvörðinn, sem hét Calvin Munerlyn, en hún hrækti á Munerlyn og fór svo. Eiginmaður hennar og sonur eru svo sakaðir um að farið í verslun Family Dollar skömmu seinna og skotið Munerlyn til bana. Samkvæmt AP fréttaveitunni segja vitni að Ramonyea Bishop, 23 ára sonur Teague, hafi skotið Munerlyn í hnakkann. Búið er að handtaka Teague, samkvæmt AP, en enn er verið að leita að mönnunum tveimur. Þau hafa öll þrjú verið ákærð fyrir morð. Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, hefur gefið út skipun um að íbúar þurfi að vera með andlitsgrímur í verslunum. Öryggisvörðurinn var að framfylgja þeirri skipun. Michigan hefur verið þungamiðja mótmæla gegn allri félagsforðun, útgöngubanni og tilmælum til varnar útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Á fimmtudaginn fjölmenntu til að mynda þungvopnaðir mótmælendur við þinghús Michigan og komu þeir sér einnig fyrir á áhorfendapöllum þingsins. Þingmenn voru sumir klæddir skotheldum vestum vegna mótmælendanna og hafa þeir verið sakaðir um ógnandi tilburði. Mótmælunum var stýrt af meðlimum Michigan Liberty Militia og kölluðust American Patriot Rally. Í gær höfðu minnst 45.754 smitast af Covid-19 í Michigan og 4.049 dáið. Óskiljanlegt morð Saksóknarinn David Leyton sagði í yfirlýsingu í gær að það væri algerlega óskiljanlegt að einhver hafi verið skotinn til bana vegna tilmæla ríkisstjórans. „Þessi fjandsamlegi tónn sem við höfum séð á undanförnum dögum í sjónvarpi og samfélagsmiðlum getur haft áhrif á samfélag okkar á þann hátt sem við áttum okkur ekki á eða sjáum ekki,“ sagði Leyton. „Ákvarðanir eins og að halda sig heima þegar þú getur, vera með grímu þegar þú ferð í búðina og að halda þér í fjarlægð frá öðrum, þetta eiga ekki að vera pólitísk deilumál.“ Breyttu reglum vegna hótana Sóttvarnir Bandaríkjanna lögðu til þann 3. apríl að fólk ætti að bera andlitsgrímur á almannafæri. Það hefur víða verið gert að reglu en fregnir hafa borist af því að illa hafi gengið að framfylgja þeim reglum. TIl að mynda í Oklahoma þar sem reglum var breytt í tilmæli vegna hótana í garð starfsfólk fyrirtækja sem reyndi að framfylgja þeim. Reglurnar voru í gildi í einungis þrjár klukkustundir þann 1. maí í bænum Stillwater í Oklahoma, áður en tilkynnt var að þeim yrði breytt. Það var gert vegna hótana í garð starfsfólks fyrirtækja og meðal annars var einum hótað með skotvopni. Norman McNickle, háttsettur embættismaður í Stillwater, sagði marga hafa haldið því fram að verið væri að brjóta stjórnarskrárvarinn rétt þeirra með því að skipa þeim að vera með andlitsgrímur. Það væri alls ekki rétt. Það væri þar að auki sérstaklega óhugnanlegt að aðgerðir þessa fólks, sem telji sig vera að verja rétt sinn, ógni öðrum. „Það er óheppilegt og sorglegt að þeir sem neita og hóta ofbeldi eru svo upptekin af sjálfum sér að þau geta ekki sýnt minnstu virðingu og kurteisi í garð annarra,“ sagði McNickle. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Sjá meira
Þrír fjölskyldumeðlimir hafa verið ákærð eftir að öryggisvörður var skotinn til bana við verslun í Michigan í Bandaríkjunum. Sá hafði meinað dóttur konu að fara í verslunina vegna þess að hún var ekki með andlitsgrímu. Skömmu seinna komu eiginmaður konunnar og sonur hennar og skutu öryggisvörðinn til bana. Þetta átti sér stað á föstudaginn í Flint í Michigan. Sharmel Teague reifst við öryggisvörðinn, sem hét Calvin Munerlyn, en hún hrækti á Munerlyn og fór svo. Eiginmaður hennar og sonur eru svo sakaðir um að farið í verslun Family Dollar skömmu seinna og skotið Munerlyn til bana. Samkvæmt AP fréttaveitunni segja vitni að Ramonyea Bishop, 23 ára sonur Teague, hafi skotið Munerlyn í hnakkann. Búið er að handtaka Teague, samkvæmt AP, en enn er verið að leita að mönnunum tveimur. Þau hafa öll þrjú verið ákærð fyrir morð. Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, hefur gefið út skipun um að íbúar þurfi að vera með andlitsgrímur í verslunum. Öryggisvörðurinn var að framfylgja þeirri skipun. Michigan hefur verið þungamiðja mótmæla gegn allri félagsforðun, útgöngubanni og tilmælum til varnar útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Á fimmtudaginn fjölmenntu til að mynda þungvopnaðir mótmælendur við þinghús Michigan og komu þeir sér einnig fyrir á áhorfendapöllum þingsins. Þingmenn voru sumir klæddir skotheldum vestum vegna mótmælendanna og hafa þeir verið sakaðir um ógnandi tilburði. Mótmælunum var stýrt af meðlimum Michigan Liberty Militia og kölluðust American Patriot Rally. Í gær höfðu minnst 45.754 smitast af Covid-19 í Michigan og 4.049 dáið. Óskiljanlegt morð Saksóknarinn David Leyton sagði í yfirlýsingu í gær að það væri algerlega óskiljanlegt að einhver hafi verið skotinn til bana vegna tilmæla ríkisstjórans. „Þessi fjandsamlegi tónn sem við höfum séð á undanförnum dögum í sjónvarpi og samfélagsmiðlum getur haft áhrif á samfélag okkar á þann hátt sem við áttum okkur ekki á eða sjáum ekki,“ sagði Leyton. „Ákvarðanir eins og að halda sig heima þegar þú getur, vera með grímu þegar þú ferð í búðina og að halda þér í fjarlægð frá öðrum, þetta eiga ekki að vera pólitísk deilumál.“ Breyttu reglum vegna hótana Sóttvarnir Bandaríkjanna lögðu til þann 3. apríl að fólk ætti að bera andlitsgrímur á almannafæri. Það hefur víða verið gert að reglu en fregnir hafa borist af því að illa hafi gengið að framfylgja þeim reglum. TIl að mynda í Oklahoma þar sem reglum var breytt í tilmæli vegna hótana í garð starfsfólk fyrirtækja sem reyndi að framfylgja þeim. Reglurnar voru í gildi í einungis þrjár klukkustundir þann 1. maí í bænum Stillwater í Oklahoma, áður en tilkynnt var að þeim yrði breytt. Það var gert vegna hótana í garð starfsfólks fyrirtækja og meðal annars var einum hótað með skotvopni. Norman McNickle, háttsettur embættismaður í Stillwater, sagði marga hafa haldið því fram að verið væri að brjóta stjórnarskrárvarinn rétt þeirra með því að skipa þeim að vera með andlitsgrímur. Það væri alls ekki rétt. Það væri þar að auki sérstaklega óhugnanlegt að aðgerðir þessa fólks, sem telji sig vera að verja rétt sinn, ógni öðrum. „Það er óheppilegt og sorglegt að þeir sem neita og hóta ofbeldi eru svo upptekin af sjálfum sér að þau geta ekki sýnt minnstu virðingu og kurteisi í garð annarra,“ sagði McNickle.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Innlent Fleiri fréttir Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Sjá meira