Ferðaþjónustan allt að fjögur ár að ná sér á strik Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. janúar 2021 18:46 Ferðaþjónustan mun líklega ekki ná að vinna sig upp úr áfalli síðasta árs fyrr en að þremur til fjórum liðnum, að mati Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Landsmenn vilja ekki að mikið fleiri ferðamenn komi til landsins en þeir voru fyrir kórónuveirufaraldurinn samkvæmt könnun sem fréttastofa lét gera fyrir áramót. „Næstu misseri verða flókin. Það er erfið staða sem fyrirtækin eru í núna. Skuldastaðan er mjög flókin. Það þarf að vinna úr því í samvinnu atvinnulífs, hins opinbera og fjármálastofnana og kröfuhafa. Við sjáum fyrir okkur að það þurfi að horfa til leiða eins og Beinu brautarinnar sem tekið var upp eftir hrun til að vinna úr skuldamálum fyrirtækja,“ segir Jóhannes Þór. „Atvinnugreinin mun taka töluverðan tíma að vinna sig út úr þessu áfalli. Við erum aðeins farin að sjá það að fyrirtæki eru að horfa til þess að undirbúa viðspyrnu sumarsins með því að nýta styrkina sem verður núna fljótlega hægt að sækja um til þess að ráða aftur fólk til þess að hægt sé að skipuleggja sumarið, vöruþróun og undirbúning að öðru leyti. Við vitum það hins vegar að það er erfið staða fram undan hjá mörgum þeirra og enn þá mikil óvissa um það hvernig sumarið kemur út.“ Flestir eru á einu máli um að staðan í ferðaþjónustu hér á landi muni batna á árinu þó fátt bendi til annars en að fjöldi ferðamanna verði áfram í lágmarki.Ýmsir greiningaraðilar hafa birt spár um fjölda ferðamanna til landsins á nýju ári, þó óvissan sé slík að nánast ómögulegt er að festa fingur á hver staðan verður á ferðaþjónustunni á árinu. Hagstofan telur að ferðamenn fjölgi úr um 500 þúsund árið 2020 í allt að 940 þúsund árið 2021. Þá telur Arion að þeir verði 800 þúsund á meðan Landsbankinn telur að þeir verði ekki nema 650 þúsund. Í fjárlagafrumvarpi fyrir 2021 er gert ráð fyrir að þeir verði um 900 þúsund. Aðspurður segir Jóhannes raunhæft að tala um þetta háar tölur. „En við verðum að hafa það í huga að það er ýmislegt í þessu sem við höfum ekki stjórn á. Annað hvort litla stjórn eða enga. Staða faraldursins í öðrum löndum kemur til að mynda klárlega til með að hafa áhrif á þetta. Bólusetningar hér og erlendis hafa áhrif og ekki síður hvort opnað verður fyrir ferðalög ríkja utan Schengen inn fyrir Schengen landamærin. Þetta eru allt breytur sem við höfum tiltölulega lítil áhrif á.“ Hann segir að einhver hreyfing hafi orðið í starfsmannamálum ferðaþjónustufyrirtækja, en langflest þurftu að segja upp starfsfólki eða minnka starfshlutfall þeirra. „Það er meðal annars á grundvelli styrkjaaðgerða sem stjórnvöld lögðu fram fyrir jól sem munu skipta miklu máli um hvort það verði hægt að ráða fólk aftur. Það sem við erum að sjá eru ráðningar lykilstarfsfólks, kannski einn til tveir í hverju fyrirtæki, en þetta mun taka tíma og væntanlega aukast þegar nær dregur sumri, en fara hægt af stað.“ Könnunin var unnin af Maskínu dagana 16. til 29. desember 2020 og voru svarendur 2.152 talsins. Samkvæmt könnun sem fréttastofa lét gera fyrir áramót virðist fólk ekki vilja fá mikið fleiri ferðamenn til landsins en þeir voru fyrir kórónuveirufaraldurinn, þegar faraldrinum lýkur en þá voru þeir um tvær milljónir. Þannig vildu ríflega 39 prósent fá jafn marga ferðamenn til Íslands, tæplega 35 prósent vildu nokkuð færri ferðamenn, og tæp tíu prósent vildu nokkuð fleiri ferðamenn til landsins. Jóhannes er ágætlega bjartsýnn á næstu misseri. „Miðað við stöðuna núna þá leyfi ég mér að vera hóflega bjartsýnn, já. Að því gefnu að við náum að spila rétt úr þessari stöðu hér, taka á þessum skuldavanda á skynsamlegan hátt, gera allan undirbúning okkar megin vel, réttan og skynsamlegan. Þá held ég að við getum sett okkur í þá stöðu að við getum nýtt þau tækifæri sem gefast hratt og vel þegar það verður hægt að fara að ferðast á ný.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
„Næstu misseri verða flókin. Það er erfið staða sem fyrirtækin eru í núna. Skuldastaðan er mjög flókin. Það þarf að vinna úr því í samvinnu atvinnulífs, hins opinbera og fjármálastofnana og kröfuhafa. Við sjáum fyrir okkur að það þurfi að horfa til leiða eins og Beinu brautarinnar sem tekið var upp eftir hrun til að vinna úr skuldamálum fyrirtækja,“ segir Jóhannes Þór. „Atvinnugreinin mun taka töluverðan tíma að vinna sig út úr þessu áfalli. Við erum aðeins farin að sjá það að fyrirtæki eru að horfa til þess að undirbúa viðspyrnu sumarsins með því að nýta styrkina sem verður núna fljótlega hægt að sækja um til þess að ráða aftur fólk til þess að hægt sé að skipuleggja sumarið, vöruþróun og undirbúning að öðru leyti. Við vitum það hins vegar að það er erfið staða fram undan hjá mörgum þeirra og enn þá mikil óvissa um það hvernig sumarið kemur út.“ Flestir eru á einu máli um að staðan í ferðaþjónustu hér á landi muni batna á árinu þó fátt bendi til annars en að fjöldi ferðamanna verði áfram í lágmarki.Ýmsir greiningaraðilar hafa birt spár um fjölda ferðamanna til landsins á nýju ári, þó óvissan sé slík að nánast ómögulegt er að festa fingur á hver staðan verður á ferðaþjónustunni á árinu. Hagstofan telur að ferðamenn fjölgi úr um 500 þúsund árið 2020 í allt að 940 þúsund árið 2021. Þá telur Arion að þeir verði 800 þúsund á meðan Landsbankinn telur að þeir verði ekki nema 650 þúsund. Í fjárlagafrumvarpi fyrir 2021 er gert ráð fyrir að þeir verði um 900 þúsund. Aðspurður segir Jóhannes raunhæft að tala um þetta háar tölur. „En við verðum að hafa það í huga að það er ýmislegt í þessu sem við höfum ekki stjórn á. Annað hvort litla stjórn eða enga. Staða faraldursins í öðrum löndum kemur til að mynda klárlega til með að hafa áhrif á þetta. Bólusetningar hér og erlendis hafa áhrif og ekki síður hvort opnað verður fyrir ferðalög ríkja utan Schengen inn fyrir Schengen landamærin. Þetta eru allt breytur sem við höfum tiltölulega lítil áhrif á.“ Hann segir að einhver hreyfing hafi orðið í starfsmannamálum ferðaþjónustufyrirtækja, en langflest þurftu að segja upp starfsfólki eða minnka starfshlutfall þeirra. „Það er meðal annars á grundvelli styrkjaaðgerða sem stjórnvöld lögðu fram fyrir jól sem munu skipta miklu máli um hvort það verði hægt að ráða fólk aftur. Það sem við erum að sjá eru ráðningar lykilstarfsfólks, kannski einn til tveir í hverju fyrirtæki, en þetta mun taka tíma og væntanlega aukast þegar nær dregur sumri, en fara hægt af stað.“ Könnunin var unnin af Maskínu dagana 16. til 29. desember 2020 og voru svarendur 2.152 talsins. Samkvæmt könnun sem fréttastofa lét gera fyrir áramót virðist fólk ekki vilja fá mikið fleiri ferðamenn til landsins en þeir voru fyrir kórónuveirufaraldurinn, þegar faraldrinum lýkur en þá voru þeir um tvær milljónir. Þannig vildu ríflega 39 prósent fá jafn marga ferðamenn til Íslands, tæplega 35 prósent vildu nokkuð færri ferðamenn, og tæp tíu prósent vildu nokkuð fleiri ferðamenn til landsins. Jóhannes er ágætlega bjartsýnn á næstu misseri. „Miðað við stöðuna núna þá leyfi ég mér að vera hóflega bjartsýnn, já. Að því gefnu að við náum að spila rétt úr þessari stöðu hér, taka á þessum skuldavanda á skynsamlegan hátt, gera allan undirbúning okkar megin vel, réttan og skynsamlegan. Þá held ég að við getum sett okkur í þá stöðu að við getum nýtt þau tækifæri sem gefast hratt og vel þegar það verður hægt að fara að ferðast á ný.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira