Smit varði mark Leiknis í Lengjudeildinni í fyrra og fengu Leiknismenn á sig fæst mörk allra liða, eða 22 í 20 leikjum.
Guy Smit hefur skrifað undir nýjan samning við #StoltBreiðholts og mun sá hollenski verja mark okkar í Maxaranum á komandi sumri. Þrefalt húrra fyrir því. Welkom terug Guy! pic.twitter.com/6wDhcJWJ67
— Leiknir Reykjavík FC (@LeiknirRvkFC) January 6, 2021
Leiknismenn voru í 2. sæti deildarinnar þegar KSÍ blés mótið af, þegar tvær umferðir voru eftir, og fengu þar af leiðandi sæti í efstu deild á komandi leiktíð. Framarar, sem voru jafnir Leikni að stigum en með verri markatölu, hafa mótmælt niðurstöðunni og kært hana en án árangurs.