Stafrænt ferðalag þjóðar Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 7. janúar 2021 07:01 Stafræn tækni snertir okkur meira og minna öll í okkar daglega lífi. Þessi tækni færðist mun nær okkur eftir að við flest tókum okkur snjallsíma í hönd. Tæki sem hefur fært okkur nær hvert öðru óháð tengslum og jafnvel án meðvitaðrar ákvörðunar. Veruleiki stafræna heimsins breytist hratt og hefur fært okkur mörg inn á áður óþekktar slóðir, allt í gegnum tæki sem eitt sinn var ósköp einfaldur sími. Umbreytingin sem nú á sér stað teygir anga sína út í allt samfélagið og inn í allar þjónustugáttir, jafnt hins opinbera sem og einkageirans. Við slíka umbreytingu eru ákveðnar grunnstoðir, sem eru lykill af því að vel takist til. Stafrænni umbyltingu fylgir ný þekking og krafa um nýja færni. Við þessu þarf að bregðast. Menntakerfið er lykillinn Þar gegnir menntakerfið okkar gríðarlega mikilvægu hlutverki. Það má ekki láta reka á reiðanum, heldur er mikilvægt að standa í stafni og leiða för. Þegar litið er til nágrannaþjóða okkar sjáum við að þau hafa brugðist við af krafti til að takast á við örar breytingar í stafrænum lausnum. Þær hafa sett sér öfluga stefnu og markað sýn varðandi þróun stafrænnar tækni. Rík áhersla er lögð á metnaðarfulla menntastefnu sem tekur einvörðungu utan um stafræna færni og þekkingu. Allt frá byrjun skólagöngu til háskólanáms en ekki síður til sí- og endurmenntunar til þess að geta mætt umbreytingu starfa með aukinni færni þeirra sem þegar eru á vinnumarkaði. Endurmenntun kennara - færni til framtíðar Umbreytingin kallar á endurmenntun kennara með markvissum hætti. Skilgreina þarf hvaða þættir eru kennurum mikilvægir til þess að þeir geti miðlað þekkingu um stafræna tækni og aukið færni komandi kynslóða. M.a. þurfa allir kennarar að öðlast lágmarksfærni í tækninni sjálfri til að geta skilið virknina og fjallað um hana. Þeir þættir sem þjóðir heims hafa sammælst um að skipti hvað mestu máli eru; færni í skapandi hugsun og nýsköpun, samskiptum og samvinnu, færni til að vinna úr upplýsingum og afla sér þekkingar, færni í lausnamiðaðri ákvarðanartöku og getu til frumkvæðis í ákvörðunartöku, stafrænni þátttöku og ákveðin færni í tækniaðgerðum og lausnum. Þetta þýðir í raun allsherjar innleiðingu stafrænnar færni inn í menntakerfið og er full ástæða til. Til þess að halda í við þróun stafrænnar tækni þarf menntakerfið að stíga í takt. Menntamálaráðherra þarf að sýna forystu Við þurfum að efla til samstillts átaks stjórnvalda og atvinnulífs. Menntamálaráðherra þarf að taka þar forystu og marka stefnu í stafrænni færni til framtíðar. Það þýðir markmið með mælanlegum viðmiðum og innspýtingu inni í skólakerfið allt, þar sem stafrænni færni er gefið vægi til þess að við getum gengið í takt við örar breytingar samfélagsins. Ef þarna verður slegið slöku við verum við eftirbátar nágrannaþjóða og ósamkeppnishæf þegar kemur að þekkingu stafrænnar tækni. Við eigum að setja okkur háleit markmið um að vera ekki einungis notendur heldur áhrifavaldar í framþróuninni sjálfri. Til þess þarf framúrskarandi menntakerfi sem styður við alla þá þætti sem styrkja stafræna færni okkar allra. Tæknilæsi er jafnréttismál Tæknilæsi almennings er gríðarlega mikilvægt jafnréttis- og byggðamál þar sem færni greiðir og jafnar um leið aðgengi allra að þjónustu sem umbreytist hraðar en við áttum okkur á. Nú hafa sveitarfélög landsins tekið höndum saman til að efla stafræna þjónustu innan stjórnsýslunnar og álíka átak er hafið hjá ríkinu. Samhliða þessu þarf að mennta þjóðina til þess að gera öllum kleift að nýta sér þjónustu, óháð staðsetningu eða búsetu. Það þarf að gera æsku landsins færa um að stíga inn í þróun og sköpun stafrænnar tækni og veita almenningi þá fræðslu, menntun og þjálfun sem til þarf til að geta nýtt sér stafræna þjónustu. Nýverið lagði menntamálaráðherra fram menntastefnu til ársins 2030. Í þeirri stefnu vantar sárlega upp á að tekin séu nægjanlega stór skref til að efla tæknilæsi þjóðarinnar. Þar verður ráðherra að gera betur ef duga skal. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skóla - og menntamál Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Stafræn tækni snertir okkur meira og minna öll í okkar daglega lífi. Þessi tækni færðist mun nær okkur eftir að við flest tókum okkur snjallsíma í hönd. Tæki sem hefur fært okkur nær hvert öðru óháð tengslum og jafnvel án meðvitaðrar ákvörðunar. Veruleiki stafræna heimsins breytist hratt og hefur fært okkur mörg inn á áður óþekktar slóðir, allt í gegnum tæki sem eitt sinn var ósköp einfaldur sími. Umbreytingin sem nú á sér stað teygir anga sína út í allt samfélagið og inn í allar þjónustugáttir, jafnt hins opinbera sem og einkageirans. Við slíka umbreytingu eru ákveðnar grunnstoðir, sem eru lykill af því að vel takist til. Stafrænni umbyltingu fylgir ný þekking og krafa um nýja færni. Við þessu þarf að bregðast. Menntakerfið er lykillinn Þar gegnir menntakerfið okkar gríðarlega mikilvægu hlutverki. Það má ekki láta reka á reiðanum, heldur er mikilvægt að standa í stafni og leiða för. Þegar litið er til nágrannaþjóða okkar sjáum við að þau hafa brugðist við af krafti til að takast á við örar breytingar í stafrænum lausnum. Þær hafa sett sér öfluga stefnu og markað sýn varðandi þróun stafrænnar tækni. Rík áhersla er lögð á metnaðarfulla menntastefnu sem tekur einvörðungu utan um stafræna færni og þekkingu. Allt frá byrjun skólagöngu til háskólanáms en ekki síður til sí- og endurmenntunar til þess að geta mætt umbreytingu starfa með aukinni færni þeirra sem þegar eru á vinnumarkaði. Endurmenntun kennara - færni til framtíðar Umbreytingin kallar á endurmenntun kennara með markvissum hætti. Skilgreina þarf hvaða þættir eru kennurum mikilvægir til þess að þeir geti miðlað þekkingu um stafræna tækni og aukið færni komandi kynslóða. M.a. þurfa allir kennarar að öðlast lágmarksfærni í tækninni sjálfri til að geta skilið virknina og fjallað um hana. Þeir þættir sem þjóðir heims hafa sammælst um að skipti hvað mestu máli eru; færni í skapandi hugsun og nýsköpun, samskiptum og samvinnu, færni til að vinna úr upplýsingum og afla sér þekkingar, færni í lausnamiðaðri ákvarðanartöku og getu til frumkvæðis í ákvörðunartöku, stafrænni þátttöku og ákveðin færni í tækniaðgerðum og lausnum. Þetta þýðir í raun allsherjar innleiðingu stafrænnar færni inn í menntakerfið og er full ástæða til. Til þess að halda í við þróun stafrænnar tækni þarf menntakerfið að stíga í takt. Menntamálaráðherra þarf að sýna forystu Við þurfum að efla til samstillts átaks stjórnvalda og atvinnulífs. Menntamálaráðherra þarf að taka þar forystu og marka stefnu í stafrænni færni til framtíðar. Það þýðir markmið með mælanlegum viðmiðum og innspýtingu inni í skólakerfið allt, þar sem stafrænni færni er gefið vægi til þess að við getum gengið í takt við örar breytingar samfélagsins. Ef þarna verður slegið slöku við verum við eftirbátar nágrannaþjóða og ósamkeppnishæf þegar kemur að þekkingu stafrænnar tækni. Við eigum að setja okkur háleit markmið um að vera ekki einungis notendur heldur áhrifavaldar í framþróuninni sjálfri. Til þess þarf framúrskarandi menntakerfi sem styður við alla þá þætti sem styrkja stafræna færni okkar allra. Tæknilæsi er jafnréttismál Tæknilæsi almennings er gríðarlega mikilvægt jafnréttis- og byggðamál þar sem færni greiðir og jafnar um leið aðgengi allra að þjónustu sem umbreytist hraðar en við áttum okkur á. Nú hafa sveitarfélög landsins tekið höndum saman til að efla stafræna þjónustu innan stjórnsýslunnar og álíka átak er hafið hjá ríkinu. Samhliða þessu þarf að mennta þjóðina til þess að gera öllum kleift að nýta sér þjónustu, óháð staðsetningu eða búsetu. Það þarf að gera æsku landsins færa um að stíga inn í þróun og sköpun stafrænnar tækni og veita almenningi þá fræðslu, menntun og þjálfun sem til þarf til að geta nýtt sér stafræna þjónustu. Nýverið lagði menntamálaráðherra fram menntastefnu til ársins 2030. Í þeirri stefnu vantar sárlega upp á að tekin séu nægjanlega stór skref til að efla tæknilæsi þjóðarinnar. Þar verður ráðherra að gera betur ef duga skal. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun