Forsætisráðherra segir áhlaupið í gær árás á lýðræðið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. janúar 2021 18:45 Múgurinn braut sér leið inn í þinghúsið og braut meðal annars glugga á húsinu. Getty/Mostafa Bassim Minnst fjórir eru látnir eftir að stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta gerðu áhlaup á þinghúsið í Washington í gær. Lögregla skaut konu til bana og þrír létust af heilsufarstengdum ástæðum í sögulegri atburðarás. Aðdragandinn er sá að Trump forseti hefur ítrekað fullyrt, ranglega, að Demókratar hafi svindlað í forsetakosningum nóvembermánaðar. Fyrr í gær hvatti Trump stuðningsmenn til að fara að þinghúsinu þar sem til stóð að staðfesta sigur Joes Biden. „Við ætlum að ganga saman niður Pennsylvaníustræti, ég elska Pennsylvaníustræti, og förum að þinghúsinu,“ sagði forsetinn fráfarandi. Arizona-maðurinn Jake Angeli var einn þeirra sem réðust inn í þinghúsið. Hann hefur verið virkur í samfélagi öfgaþjóðernissinna í ríki sínuGetty/Win McNamee Réðust inn í þinghúsið Múgurinn komst inn í þinghúsið og rjúfa þurfti þingfund. Stuðningsmenn forsetans komust inn á skrifstofur þingmanna og mátuðu meðal annars stól þingforseta. Þingmenn fordæmdu áhlaupið harðlega og eftir langa þögn sendi Trump frá sér ávarp á Twitter þar sem hann ítrekaði fullyrðingar um kosningasvindl, bað stuðningsmenn sína um að fara heim og sagðist elska þá. Þingið gat haldið áfram fundi eftir miðnætti og svo fór að niðurstöðurnar voru staðfestar. Embættismenn í stjórn Trumps hafa sagt af sér og þingmenn rætt um að ákæra forsetann til embættismissis eða að virkja 25. viðauka stjórnarskrárinnar og svipta hann völdum fyrir að hafa hvatt til áhlaupsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Árás á lýðræðið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fordæmir, eins og fjöldi þjóðarleiðtoga, viðburði gærdagsins. „Það var auðvitað sláandi að fylgjast með þessum atburðum. Þarna er í raun og veru, að áeggjan fráfarandi forseta, söfnuður sem safnast saman og ryðst inn í þinghúsið. Það að ráðast inn í þinghús með þessum hætti er auðvitað ekkert annað en árás á lýðræðið sjálft.“ Vonandi verði atburðir gærdagsins til þess að fólk taki skýrari afstöðu gegn andlýðræðislegum öflum, segir Katrín. „Það er að segja það hefur verið gert lítið að einhverju leyti úr þessari andlýðræðislegu orðræðu sem við höfum séð tíðkast undanfarin misseri.“ Bandaríkin Utanríkismál Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Trump segir að valdaskiptin verði friðsæl Stuttu eftir að kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem næsta forseta og varaforseta Bandaríkjanna var staðfest sendi Donald Trump, fráfarandi forseti, frá sér yfirlýsingu sem aðstoðarmaður hans, Don Scavino, birti á Twitter. Lokað hefur verið á Twitter-aðgang forsetans sjálfs. 7. janúar 2021 09:57 Kjör Bidens staðfest þrátt fyrir innrás í þinghúsið Bandaríkjaþing staðfesti nú rétt í þessu kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem forseta og varaforseta Bandaríkjanna eftir ótrúlega atburðarás í gær þar sem þetta lýðræðislega ferli var hindrað. 7. janúar 2021 08:48 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Lögregla skaut konu til bana og þrír létust af heilsufarstengdum ástæðum í sögulegri atburðarás. Aðdragandinn er sá að Trump forseti hefur ítrekað fullyrt, ranglega, að Demókratar hafi svindlað í forsetakosningum nóvembermánaðar. Fyrr í gær hvatti Trump stuðningsmenn til að fara að þinghúsinu þar sem til stóð að staðfesta sigur Joes Biden. „Við ætlum að ganga saman niður Pennsylvaníustræti, ég elska Pennsylvaníustræti, og förum að þinghúsinu,“ sagði forsetinn fráfarandi. Arizona-maðurinn Jake Angeli var einn þeirra sem réðust inn í þinghúsið. Hann hefur verið virkur í samfélagi öfgaþjóðernissinna í ríki sínuGetty/Win McNamee Réðust inn í þinghúsið Múgurinn komst inn í þinghúsið og rjúfa þurfti þingfund. Stuðningsmenn forsetans komust inn á skrifstofur þingmanna og mátuðu meðal annars stól þingforseta. Þingmenn fordæmdu áhlaupið harðlega og eftir langa þögn sendi Trump frá sér ávarp á Twitter þar sem hann ítrekaði fullyrðingar um kosningasvindl, bað stuðningsmenn sína um að fara heim og sagðist elska þá. Þingið gat haldið áfram fundi eftir miðnætti og svo fór að niðurstöðurnar voru staðfestar. Embættismenn í stjórn Trumps hafa sagt af sér og þingmenn rætt um að ákæra forsetann til embættismissis eða að virkja 25. viðauka stjórnarskrárinnar og svipta hann völdum fyrir að hafa hvatt til áhlaupsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Árás á lýðræðið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fordæmir, eins og fjöldi þjóðarleiðtoga, viðburði gærdagsins. „Það var auðvitað sláandi að fylgjast með þessum atburðum. Þarna er í raun og veru, að áeggjan fráfarandi forseta, söfnuður sem safnast saman og ryðst inn í þinghúsið. Það að ráðast inn í þinghús með þessum hætti er auðvitað ekkert annað en árás á lýðræðið sjálft.“ Vonandi verði atburðir gærdagsins til þess að fólk taki skýrari afstöðu gegn andlýðræðislegum öflum, segir Katrín. „Það er að segja það hefur verið gert lítið að einhverju leyti úr þessari andlýðræðislegu orðræðu sem við höfum séð tíðkast undanfarin misseri.“
Bandaríkin Utanríkismál Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Trump segir að valdaskiptin verði friðsæl Stuttu eftir að kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem næsta forseta og varaforseta Bandaríkjanna var staðfest sendi Donald Trump, fráfarandi forseti, frá sér yfirlýsingu sem aðstoðarmaður hans, Don Scavino, birti á Twitter. Lokað hefur verið á Twitter-aðgang forsetans sjálfs. 7. janúar 2021 09:57 Kjör Bidens staðfest þrátt fyrir innrás í þinghúsið Bandaríkjaþing staðfesti nú rétt í þessu kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem forseta og varaforseta Bandaríkjanna eftir ótrúlega atburðarás í gær þar sem þetta lýðræðislega ferli var hindrað. 7. janúar 2021 08:48 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Trump segir að valdaskiptin verði friðsæl Stuttu eftir að kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem næsta forseta og varaforseta Bandaríkjanna var staðfest sendi Donald Trump, fráfarandi forseti, frá sér yfirlýsingu sem aðstoðarmaður hans, Don Scavino, birti á Twitter. Lokað hefur verið á Twitter-aðgang forsetans sjálfs. 7. janúar 2021 09:57
Kjör Bidens staðfest þrátt fyrir innrás í þinghúsið Bandaríkjaþing staðfesti nú rétt í þessu kjör Joe Bidens og Kamölu Harris sem forseta og varaforseta Bandaríkjanna eftir ótrúlega atburðarás í gær þar sem þetta lýðræðislega ferli var hindrað. 7. janúar 2021 08:48