Amazon neitar að hýsa Parler Sylvía Hall skrifar 10. janúar 2021 09:02 Parler gefur sig út fyrir að vera miðill tjáningar- og málfrelsis. Framkvæmdastjórinn John Matze, segist ekki ætla að láta eftir pólitískum fyrirtækjum og þeim valdboðssinnum sem hata tjáningarfrelsið“. Getty/Gabby Jones Amazon hefur tilkynnt samfélagsmiðlinum Parler að fyrirtækið muni ekki hýsa síðuna vegna brota á notendaskilmálum. Því mun Parler ekki lengur vera aðgengileg nema síðan finni sér nýjan stað til þess að hýsa vefinn. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins tilkynnti Amazon Parler að 98 færslur hafi fundist á síðunni sem hvöttu til ofbeldis. Amazon fylgir þannig bæði Google og Apple, sem hafa gripið til aðgerða gegn samfélagsmiðlinum og eru með hann undir smásjá. Google fjarlægði Parler úr Play Store, þar sem notendur geta náð í forrit, og gerði Apple slíkt hið sama í gær eftir að hafa varað miðillinn við að hann gæti verið tekinn úr App Store ef ekki yrði gripið til aðgerða gegn hatursfullum færslum. Parler gefur sig út fyrir að vera miðill tjáningar- og málfrelsis þar sem „alvöru skoðanaskipti“ fara fram, en þar má finna fjölmarga stuðningsmenn forsetans sem og fólk sem aðhyllist QAnon samsæriskenninguna. Samkvæmt henni er djúpríki vestanhafs sem starfar gegn Trump og starfrækir net djöfladýrkandi barnaníðinga sem stjórnar heiminum á bakvið tjöldin. Margir sem hafa verið bannaðir á Twitter vegna hatursorðræðu hafa því snúið sér að Parler, sem nýtur mikilla vinsælda meðal fólks á hægri væng stjórnmálanna og þá sérstaklega stuðningsmanna Donald Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta. Á meðal vinsælla notenda Parler er þingmaðurinn Ted Cruz, sem er með 4,9 milljónir fylgjenda þar, sem og Fox-stjarnan Sean Hannity sem er með sjö milljónir fylgjenda. Samfélagsmiðlar Bandaríkin Donald Trump Amazon Tjáningarfrelsi Mest lesið Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Hagnaðurinn dregst saman Viðskipti innlent Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Viðskipti innlent Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Viðskipti innlent Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins tilkynnti Amazon Parler að 98 færslur hafi fundist á síðunni sem hvöttu til ofbeldis. Amazon fylgir þannig bæði Google og Apple, sem hafa gripið til aðgerða gegn samfélagsmiðlinum og eru með hann undir smásjá. Google fjarlægði Parler úr Play Store, þar sem notendur geta náð í forrit, og gerði Apple slíkt hið sama í gær eftir að hafa varað miðillinn við að hann gæti verið tekinn úr App Store ef ekki yrði gripið til aðgerða gegn hatursfullum færslum. Parler gefur sig út fyrir að vera miðill tjáningar- og málfrelsis þar sem „alvöru skoðanaskipti“ fara fram, en þar má finna fjölmarga stuðningsmenn forsetans sem og fólk sem aðhyllist QAnon samsæriskenninguna. Samkvæmt henni er djúpríki vestanhafs sem starfar gegn Trump og starfrækir net djöfladýrkandi barnaníðinga sem stjórnar heiminum á bakvið tjöldin. Margir sem hafa verið bannaðir á Twitter vegna hatursorðræðu hafa því snúið sér að Parler, sem nýtur mikilla vinsælda meðal fólks á hægri væng stjórnmálanna og þá sérstaklega stuðningsmanna Donald Trump fráfarandi Bandaríkjaforseta. Á meðal vinsælla notenda Parler er þingmaðurinn Ted Cruz, sem er með 4,9 milljónir fylgjenda þar, sem og Fox-stjarnan Sean Hannity sem er með sjö milljónir fylgjenda.
Samfélagsmiðlar Bandaríkin Donald Trump Amazon Tjáningarfrelsi Mest lesið Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Hagnaðurinn dregst saman Viðskipti innlent Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Viðskipti innlent Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Viðskipti innlent Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira