Árás á lýðræðið á Íslandi og Bandaríkjunum Elliði Vignisson skrifar 10. janúar 2021 20:01 Hinn ömurlegi atburður í Wasingthon þar sem skríll réðst inn í þinghúsið hefur vakið heimsathygli. Það er eðlilegt enda flestu skynsömu fólki ljós sú hætta sem lýðræðinu er búið þegar múgurinn tekur völdin í sínar hendur. Hér á Íslandi sáum við þetta skýrt eftir fjármálahrunið þegar friðsöm og sjálfsögð mótmæli snérustu upp í ofbeldi gegn kjörnum fulltrúum, innrás í þinghúsið, árásir á lögregluna og önnur skrílslæti. Nú boða talsmenn Stjórnarskrárfélagsins byltingu þar sem yfirtaka skal Alþingi og breyta leikreglum samfélagsins í þá átt sem þau telja heppilegri. Það er í eðli okkar að bregðast við þegar við erum misrétti beitt Í Bandaríkjunum var skrílinn augljóslega undir áhrifum fráfarandi forseta sem taldi þeim trú um stuðningmenn hans og hann sjálfur, væru órétti beitt. Þegar slík hughrif hafa átt sér stað og fólk upplifir órétt þá er í raun auðvelt fyrir þannig þenkjandi aðila að beita þeim til óhæfuverka. Það er í eðli mannsins að bregðast við óréttlæti og miska með reiði og heift. Stjórna í krafti reiðinnar Það er hvorki ný né óreynd aðferð að ná tökum á fólki með því að höfða til þessara þátta í mannlegu eðli. Það er margreynd og árangursrík aðferð. Hitler taldi Þjóðverjum trú um að þjóðin væri misrétti beitt og atti henni þannig í hroðaverk, Trump taldi stuðningsmönnum sínum trú um kosningasvik og sendu skríl til árásar við þinghúsið, vinstrimenn á Íslandi héldu því á lofti að Alþingi bæri höfuðorsök á hruninu og breyttu annars réttmætri reiði í heift sem leiddi til ofbeldis. Dæmin eru víða, misalvarleg en eiga það sammerkt að notfæra sér grunnhvatir svo sem reiði til stjórnunar á hóphegðun. Forsvarsmenn Stjórnarskrárfélagsins nota sömu aðferð og Trump Það skyldi enginn halda að þessi aðferð sé á undanhaldi. Sem fyrr segir eru nýjustu dæmin um þetta að finna í baráttu talsmanna Stjórnarskrárfélagsins. Þar er þetta reyndar svo áberandi að athygli vekur að fjölmiðlar hafi ekki sett það í samhengi við framgöngu Trump og hvernig hann hefur búið til heift á forsendum meints óréttlætis til að hindra lýðræðislegan framgang. Í þessu samhengi er áhugavert að velta því fyrir sér hvort Trump hefði ekki breytt stjórnarskránni hefði hann haft til þess vald. Trump og Katrín Oddsdóttir Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og formaður Stjórnarskrárfélagsins, flutti ræðu á Austurvelli í hrunástandinu 22. nóvember 2008. Þar boðaði hún að réttkjörin stjórnvöld yrðu sett af með góðu eða illu. Orðrétt sagði hún að þetta yrði gert: „...með því að brjóta þau landslög sem þið hafið sett.... og með því að bera ykkur út úr þeim opinberu byggingum sem þið felið ykkur í ef þess þarf.“ Stuttu síðar var ráðist á þinghúsið, lögreglustöðina og fl. Nú stýrir þessi annars ágæta kona samtökum sem ætla sér að stjórna gerð stjórnarskrárinnar sem ver grunnréttindi okkar og viðheldur reglum samfélagsins. Þeir sem gagnrýna framgöngu Trump geta vart stutt framgöngu Katrínar. Trump og Ragnar Aðalsteinsson Annar forsvarsmaður Stjórnarskrárfélagsins, Ragnar Aðalasteinsson var í viðtali við Kristján Kristjánsson í þættinum „Sprengisandur“ í október sl. Þar lýsti Ragnar því fjálglega að valdarán væri ein möguleg leið til að hann og hans fólk næðu markmiðum um að breyta réttarríkinu í þá átt sem þau telja gæfulega. Orðrétt sagði Ragnar: „Þess vegna verðum við að ná þessu valdi, verðum að ná þessu af þinginu. Ná þessu valdi af stjórnmálamönnunum.“ Og stuttu síðar „ ...ef þjóðin er áköf um að ná til sín þessu valdi sem hún hefur eðli málsins til þess þá verður hún að taka völdin“ og svo: „Það er valdarán, það þarf að sjálfsögðu ekki að vera neitt blóðugt“. Kristján sagði þá: „Þú ert sem sagt að tala um það [valdrán]“ og því mótmælti Ragnar ekki. Þeir sem gagnrýna framgöngu Trump geta vart stutt framgöngu Ragnars. Reiðin réttlætir aldrei ofbeldi Það er aðdáunarvert þegar fólk berst fyrir hugsjónum sínum. Fólkið sem mætti á Austurvöll var almennt til fyrirmyndar. Hið sama má segja um þá rúmlega 74 milljónir kjósenda sem studdu Trump og lang flesta þeirra sem vilja gera breytingu á stjórnarskránni. Það er hinsvegar afar hættulegt þegar leiðtogar eins og Donald Trump, Ragnar Aðalsteinsson, Katrín Oddsdóttir og aðrir popúlistar tala fyrir byltingu, valdaráni og árásum á hornsteina lýðræðissamfélagsins. Þegar þau snúa reiði í heift á forsendum meints óréttlætis og byrja að skilgreina hvenær óréttlætið sé með þeim hætti að ofbeldi sé réttlætanlegt. Þegar þau hvetja til ofbeldis og árása á lýðræðið. Slíkt ber að fordæma. Ekkert réttlætir slíka framgöngu, sama hvert hugarefnið er og sama hvaðan reiðin er runninn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árás á bandaríska þinghúsið Stjórnarskrá Elliði Vignisson Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Hinn ömurlegi atburður í Wasingthon þar sem skríll réðst inn í þinghúsið hefur vakið heimsathygli. Það er eðlilegt enda flestu skynsömu fólki ljós sú hætta sem lýðræðinu er búið þegar múgurinn tekur völdin í sínar hendur. Hér á Íslandi sáum við þetta skýrt eftir fjármálahrunið þegar friðsöm og sjálfsögð mótmæli snérustu upp í ofbeldi gegn kjörnum fulltrúum, innrás í þinghúsið, árásir á lögregluna og önnur skrílslæti. Nú boða talsmenn Stjórnarskrárfélagsins byltingu þar sem yfirtaka skal Alþingi og breyta leikreglum samfélagsins í þá átt sem þau telja heppilegri. Það er í eðli okkar að bregðast við þegar við erum misrétti beitt Í Bandaríkjunum var skrílinn augljóslega undir áhrifum fráfarandi forseta sem taldi þeim trú um stuðningmenn hans og hann sjálfur, væru órétti beitt. Þegar slík hughrif hafa átt sér stað og fólk upplifir órétt þá er í raun auðvelt fyrir þannig þenkjandi aðila að beita þeim til óhæfuverka. Það er í eðli mannsins að bregðast við óréttlæti og miska með reiði og heift. Stjórna í krafti reiðinnar Það er hvorki ný né óreynd aðferð að ná tökum á fólki með því að höfða til þessara þátta í mannlegu eðli. Það er margreynd og árangursrík aðferð. Hitler taldi Þjóðverjum trú um að þjóðin væri misrétti beitt og atti henni þannig í hroðaverk, Trump taldi stuðningsmönnum sínum trú um kosningasvik og sendu skríl til árásar við þinghúsið, vinstrimenn á Íslandi héldu því á lofti að Alþingi bæri höfuðorsök á hruninu og breyttu annars réttmætri reiði í heift sem leiddi til ofbeldis. Dæmin eru víða, misalvarleg en eiga það sammerkt að notfæra sér grunnhvatir svo sem reiði til stjórnunar á hóphegðun. Forsvarsmenn Stjórnarskrárfélagsins nota sömu aðferð og Trump Það skyldi enginn halda að þessi aðferð sé á undanhaldi. Sem fyrr segir eru nýjustu dæmin um þetta að finna í baráttu talsmanna Stjórnarskrárfélagsins. Þar er þetta reyndar svo áberandi að athygli vekur að fjölmiðlar hafi ekki sett það í samhengi við framgöngu Trump og hvernig hann hefur búið til heift á forsendum meints óréttlætis til að hindra lýðræðislegan framgang. Í þessu samhengi er áhugavert að velta því fyrir sér hvort Trump hefði ekki breytt stjórnarskránni hefði hann haft til þess vald. Trump og Katrín Oddsdóttir Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur og formaður Stjórnarskrárfélagsins, flutti ræðu á Austurvelli í hrunástandinu 22. nóvember 2008. Þar boðaði hún að réttkjörin stjórnvöld yrðu sett af með góðu eða illu. Orðrétt sagði hún að þetta yrði gert: „...með því að brjóta þau landslög sem þið hafið sett.... og með því að bera ykkur út úr þeim opinberu byggingum sem þið felið ykkur í ef þess þarf.“ Stuttu síðar var ráðist á þinghúsið, lögreglustöðina og fl. Nú stýrir þessi annars ágæta kona samtökum sem ætla sér að stjórna gerð stjórnarskrárinnar sem ver grunnréttindi okkar og viðheldur reglum samfélagsins. Þeir sem gagnrýna framgöngu Trump geta vart stutt framgöngu Katrínar. Trump og Ragnar Aðalsteinsson Annar forsvarsmaður Stjórnarskrárfélagsins, Ragnar Aðalasteinsson var í viðtali við Kristján Kristjánsson í þættinum „Sprengisandur“ í október sl. Þar lýsti Ragnar því fjálglega að valdarán væri ein möguleg leið til að hann og hans fólk næðu markmiðum um að breyta réttarríkinu í þá átt sem þau telja gæfulega. Orðrétt sagði Ragnar: „Þess vegna verðum við að ná þessu valdi, verðum að ná þessu af þinginu. Ná þessu valdi af stjórnmálamönnunum.“ Og stuttu síðar „ ...ef þjóðin er áköf um að ná til sín þessu valdi sem hún hefur eðli málsins til þess þá verður hún að taka völdin“ og svo: „Það er valdarán, það þarf að sjálfsögðu ekki að vera neitt blóðugt“. Kristján sagði þá: „Þú ert sem sagt að tala um það [valdrán]“ og því mótmælti Ragnar ekki. Þeir sem gagnrýna framgöngu Trump geta vart stutt framgöngu Ragnars. Reiðin réttlætir aldrei ofbeldi Það er aðdáunarvert þegar fólk berst fyrir hugsjónum sínum. Fólkið sem mætti á Austurvöll var almennt til fyrirmyndar. Hið sama má segja um þá rúmlega 74 milljónir kjósenda sem studdu Trump og lang flesta þeirra sem vilja gera breytingu á stjórnarskránni. Það er hinsvegar afar hættulegt þegar leiðtogar eins og Donald Trump, Ragnar Aðalsteinsson, Katrín Oddsdóttir og aðrir popúlistar tala fyrir byltingu, valdaráni og árásum á hornsteina lýðræðissamfélagsins. Þegar þau snúa reiði í heift á forsendum meints óréttlætis og byrja að skilgreina hvenær óréttlætið sé með þeim hætti að ofbeldi sé réttlætanlegt. Þegar þau hvetja til ofbeldis og árása á lýðræðið. Slíkt ber að fordæma. Ekkert réttlætir slíka framgöngu, sama hvert hugarefnið er og sama hvaðan reiðin er runninn.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun