Sjúkrahúsið var sett á hættustig vegna þess að sjúklingur sem greindist með kórónuveiruna á Landspítalanum í gær naut áður þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Nú hefur hættustigi verið aflýst.
Í tilkynningu frá sjúkrahúsinu segir að starfsfólk rannsóknadeildar á Ísafirði sé þrátt fyrir það í sóttkví fram í næstu viku og deildin eingöngu opnuð í neyð og með talsverðum viðbúnaði. Rekstur annarra deilda er kominn í eðlilegt horf.
„Þetta var mikill léttir,“ segir Hildur Elísabet Pétursdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar.