Grótta féll úr Pepsi Max-deildinni síðasta sumar á meðan ÍA endaði í 8. sæti. Miklar breytingar hafa orðið á báðum liðum og því forvitnilegt að sjá hvernig þau kæmu til leiks í kvöld.
Staðan var markalaus allt þangað til að fyrri hálfleikur var að renna sitt skeið. Þá kom Gísli Laxdal gestunum frá Akranesi yfir og staðan því 0-1 í hálfleik.
Fyrsti leikur 2021
— Þorsteinn (@thorsteinn_) January 15, 2021
Support local FC pic.twitter.com/0zypskmFsv
Strax í upphafi síðari hálfleiks komst ÍA í 2-0 þökk sé marki frá Brynjari Snæ Pálssyni. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur því 2-0 Skagamönnum í vil.