Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.
Aðstæður verða metnar á morgun en þangað til verður vegurinn lokaður. Í kjölfarið verður tekin ákvörðun um framhaldið.
Veginum um Ólafsfjarðarmúla á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur hefur verið lokað vegna snjóflóðs sem féll yfir veginn. Starfsmenn Vegagerðarinnar komu að snjóflóðinu um kvöldmatarleytið.