Darri fær topp einkunn fyrir nýjan leikstíl KR Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2021 17:00 Ty Sabin hefur komið eins og stormsveipur inn í Domino's deildina. vísir/elín björg Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds gáfu Darra Frey Atlasyni, þjálfara KR, hæstu einkunn fyrir upplegg hans í sigrinum á Val í Domino's deild karla í gær. KR gerði góða ferð á Hlíðarenda og vann níu stiga sigur, 71-80, í leik sem beðið hafði verið eftir með mikilli eftirvæntingu enda var þetta í fyrsta sinn sem Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox mættu KR eftir vistaskiptin til Vals. KR tapaði naumlega fyrir Tindastóli, 101-104, á fimmtudaginn í síðustu viku en náði í sín fyrstu stig á Hlíðarenda í gær. Benedikt Guðmundsson er hrifinn af því sem KR hefur sýnt síðan keppni hófst á ný, sérstaklega þar sem liðið er ekki með stóran mann. „Það vantar hæð og meira kjöt inn í teig. Við horfðum allir á leikinn gegn Njarðvík sem þeir töpuðu og þá voru þeir með tvo Bosman-leikmenn en mér finnst þeir betri svona. Auðvitað geta þeir ekki verið svona í allan vetur en þetta hentar þeim og svona bolta vill hann [Darri] spila. Ég held að hann hafi talað um það fyrir tímabilið að það ætti að auka hraðann,“ sagði Benedikt í Domino's Körfuboltakvöldi í gær. Hann hefur trú á KR í vetur. „Ég held þeir þurfi ekkert marga menn. Þetta eru eintómir landsliðsmenn þarna líka. Maður heyrir að þeir séu búnir að semja við einn Evrópumann og bæta hugsanlega við fleirum. Ég held það væri sniðugt hjá þeim að byrja á einum og sjá hvernig þetta verður.“ KR er í 7. sæti Domino's deildarinnar með tvö stig eftir þrjá leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Hetti í DHL-höllinni á fimmtudaginn. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla KR Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Darri Freyr: Þetta var persónulegra en aðrir leikir „Þetta var að sjálfsögðu mjög sætur sigur, þetta var persónulegra en aðrir leikir en að sama skapi þurftum við að horfa á þennan leik einsog hvern annan leik og halda þeirri uppbyggingu áfram sem við erum byrjaðir á,” sagði Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, hæst ánægður með sigurinn á Val í kvöld er liðin mættust í Domino's deild karla. 18. janúar 2021 23:08 Finnur Freyr: Kaninn hjá KR var munurinn á liðunum KR vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í kvöld á móti Val. Mikið var rætt og ritað fyrir leik um mörg vistaskipti KR-inga í Vals liðið. Leikurinn endaði 71 - 80 KR í vil og var Finnur Freyr þjálfari Vals þungur á brún eftir leikinn. 18. janúar 2021 22:32 Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 71-80 | KR-ingarnir í Val töpuðu gegn gömlu félögunum Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox mættu KR í fyrsta sinn eftir vistaskiptin til Vals í sumar. Þá stýrði Finnur Freyr Stefánsson Val í fyrsta sinn gegn KR, liðinu sem hann gerði fimm sinnum að Íslandsmeisturum. 18. janúar 2021 22:51 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira
KR gerði góða ferð á Hlíðarenda og vann níu stiga sigur, 71-80, í leik sem beðið hafði verið eftir með mikilli eftirvæntingu enda var þetta í fyrsta sinn sem Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox mættu KR eftir vistaskiptin til Vals. KR tapaði naumlega fyrir Tindastóli, 101-104, á fimmtudaginn í síðustu viku en náði í sín fyrstu stig á Hlíðarenda í gær. Benedikt Guðmundsson er hrifinn af því sem KR hefur sýnt síðan keppni hófst á ný, sérstaklega þar sem liðið er ekki með stóran mann. „Það vantar hæð og meira kjöt inn í teig. Við horfðum allir á leikinn gegn Njarðvík sem þeir töpuðu og þá voru þeir með tvo Bosman-leikmenn en mér finnst þeir betri svona. Auðvitað geta þeir ekki verið svona í allan vetur en þetta hentar þeim og svona bolta vill hann [Darri] spila. Ég held að hann hafi talað um það fyrir tímabilið að það ætti að auka hraðann,“ sagði Benedikt í Domino's Körfuboltakvöldi í gær. Hann hefur trú á KR í vetur. „Ég held þeir þurfi ekkert marga menn. Þetta eru eintómir landsliðsmenn þarna líka. Maður heyrir að þeir séu búnir að semja við einn Evrópumann og bæta hugsanlega við fleirum. Ég held það væri sniðugt hjá þeim að byrja á einum og sjá hvernig þetta verður.“ KR er í 7. sæti Domino's deildarinnar með tvö stig eftir þrjá leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Hetti í DHL-höllinni á fimmtudaginn. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla KR Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Darri Freyr: Þetta var persónulegra en aðrir leikir „Þetta var að sjálfsögðu mjög sætur sigur, þetta var persónulegra en aðrir leikir en að sama skapi þurftum við að horfa á þennan leik einsog hvern annan leik og halda þeirri uppbyggingu áfram sem við erum byrjaðir á,” sagði Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, hæst ánægður með sigurinn á Val í kvöld er liðin mættust í Domino's deild karla. 18. janúar 2021 23:08 Finnur Freyr: Kaninn hjá KR var munurinn á liðunum KR vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í kvöld á móti Val. Mikið var rætt og ritað fyrir leik um mörg vistaskipti KR-inga í Vals liðið. Leikurinn endaði 71 - 80 KR í vil og var Finnur Freyr þjálfari Vals þungur á brún eftir leikinn. 18. janúar 2021 22:32 Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 71-80 | KR-ingarnir í Val töpuðu gegn gömlu félögunum Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox mættu KR í fyrsta sinn eftir vistaskiptin til Vals í sumar. Þá stýrði Finnur Freyr Stefánsson Val í fyrsta sinn gegn KR, liðinu sem hann gerði fimm sinnum að Íslandsmeisturum. 18. janúar 2021 22:51 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira
Darri Freyr: Þetta var persónulegra en aðrir leikir „Þetta var að sjálfsögðu mjög sætur sigur, þetta var persónulegra en aðrir leikir en að sama skapi þurftum við að horfa á þennan leik einsog hvern annan leik og halda þeirri uppbyggingu áfram sem við erum byrjaðir á,” sagði Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, hæst ánægður með sigurinn á Val í kvöld er liðin mættust í Domino's deild karla. 18. janúar 2021 23:08
Finnur Freyr: Kaninn hjá KR var munurinn á liðunum KR vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í kvöld á móti Val. Mikið var rætt og ritað fyrir leik um mörg vistaskipti KR-inga í Vals liðið. Leikurinn endaði 71 - 80 KR í vil og var Finnur Freyr þjálfari Vals þungur á brún eftir leikinn. 18. janúar 2021 22:32
Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 71-80 | KR-ingarnir í Val töpuðu gegn gömlu félögunum Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox mættu KR í fyrsta sinn eftir vistaskiptin til Vals í sumar. Þá stýrði Finnur Freyr Stefánsson Val í fyrsta sinn gegn KR, liðinu sem hann gerði fimm sinnum að Íslandsmeisturum. 18. janúar 2021 22:51