Vegrið vantar við tugi kílómetra vegarins um Ísafjarðardjúp Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. janúar 2021 19:23 Rannsókn lögreglu á tildrögum banaslyssins sem varð í Skötufirði á laugardag er ekki lokið. Hálka var á veginum þegar slysið varð og afar lélegt símasamband var á svæðinu. Þá voru engin vegrið við veginn þar sem að bíllinn rann út af og hafnaði í sjónum. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að samkvæmt úttekt sem gerð var við Ísafjarðardjúp árið 2013 vanti vegrið á nokkurra tuga kílómetra kafla, meðal annars í Skötufirði, til að uppfylla núgildandi kröfur. „Það er ómögulegt að segja fyrr en rannsókninni er lokið og þá kemur væntanlega í ljós hversu miklu máli það skipti að þarna var ekki vegrið. Allar okkar öryggisráðstafanir, sem vegrið eru, eru skipta auðvitað máli. Þannig að það skiptir máli,“ sagði G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. En hvers vegna er ekki vegrið á þessum vegarkafla? „Við tókum þennan kafla út í Djúpinu, 120 kílómetra, við tókum þann kafla út árið 2013 og það eru 120 kílómetrar og við fundum út að það þyrfti að vera samkvæmt okkar nýjustu reglum um þessi mál, þá þyrftu að vera 75-80 kílómetrar til viðbótar af vegriðum. Það gerum við ekki í einum vettvangi, sérstaklega ekki í ljósi þess að það kostar um það bil tólf milljónir á kílómetrann að setja upp vegrið, þannig að þetta eru miklar upphæðir sem þarna er um að ræða. Og ekki bara í Djúpinu heldur alls staðar á landinu auðvitað. En við erum samt sem áður löngu byrjuð og erum alltaf að vinna að því að setja upp vegrið þar sem að við teljum að þau þurfi að vera. Og til dæmis í Skötufirðinum, innst að austanverðu, erum við búin að setja upp vegrið,“ svaraði G. Pétur. Nú hefur orðið þetta hræðilega slys, verður forgangsmál að setja upp vegrið þarna núna? „Við auðvitað skoðum alltaf öll slys. En við reynum líka að gera þetta þannig að forgangsraða eftir aðstæðum á hverjum stað og ekki endilega af því það hafi orðið slys heldur líka þar sem aðstæður eru þannig að við reiknum með að það sé mjög hættulegt að það gerist eitthvað, þannig að við höldum okkur við þá forgangsröðun sem við höfum,“ sagði G. Pétur. Umferðaröryggi Banaslys í Skötufirði Samgönguslys Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
„Það er ómögulegt að segja fyrr en rannsókninni er lokið og þá kemur væntanlega í ljós hversu miklu máli það skipti að þarna var ekki vegrið. Allar okkar öryggisráðstafanir, sem vegrið eru, eru skipta auðvitað máli. Þannig að það skiptir máli,“ sagði G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. En hvers vegna er ekki vegrið á þessum vegarkafla? „Við tókum þennan kafla út í Djúpinu, 120 kílómetra, við tókum þann kafla út árið 2013 og það eru 120 kílómetrar og við fundum út að það þyrfti að vera samkvæmt okkar nýjustu reglum um þessi mál, þá þyrftu að vera 75-80 kílómetrar til viðbótar af vegriðum. Það gerum við ekki í einum vettvangi, sérstaklega ekki í ljósi þess að það kostar um það bil tólf milljónir á kílómetrann að setja upp vegrið, þannig að þetta eru miklar upphæðir sem þarna er um að ræða. Og ekki bara í Djúpinu heldur alls staðar á landinu auðvitað. En við erum samt sem áður löngu byrjuð og erum alltaf að vinna að því að setja upp vegrið þar sem að við teljum að þau þurfi að vera. Og til dæmis í Skötufirðinum, innst að austanverðu, erum við búin að setja upp vegrið,“ svaraði G. Pétur. Nú hefur orðið þetta hræðilega slys, verður forgangsmál að setja upp vegrið þarna núna? „Við auðvitað skoðum alltaf öll slys. En við reynum líka að gera þetta þannig að forgangsraða eftir aðstæðum á hverjum stað og ekki endilega af því það hafi orðið slys heldur líka þar sem aðstæður eru þannig að við reiknum með að það sé mjög hættulegt að það gerist eitthvað, þannig að við höldum okkur við þá forgangsröðun sem við höfum,“ sagði G. Pétur.
Umferðaröryggi Banaslys í Skötufirði Samgönguslys Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira