„Hin miklu tíðindi“ eru þau að nú er kona varaforseti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. janúar 2021 20:05 Í sögulegu samhengi eru stærstu tíðindin, að mati Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands, þau að nú er Kamala Harris fyrsta konan til að gegna embætti varaforseta Bandaríkjanna. Vísir/EPA Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, óskar nýjum forseta Bandaríkjanna velfarnaðar nú þegar hann hefur tekið við embætti. Guðni hyggur að meiri áhersla verði lögð meðal annars á loftslagsmál og jafnréttismál í tíð nýrrar ríkisstjórnar í Bandaríkjunum frá því sem var í stjórnartíð Trump. Guðni segir ein stærstu tíðindin vera þau að í fyrsta sinn sé það nú kona sem gegni embætti varaforseta. „Þetta er alltaf sögulegur viðburður og ekki kemur nú á óvart að hinn nýi forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, hafi lagt áherslu á einingu og samstöðu. Það eru svona þau atriði sem rata helst á blað þegar forsetaefni og aðstoðarfólk fara að semja ávarp af þessu tagi,“ sagði Guðni í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Forsetinn var spurður hvort hann ætti von á því að bjartari tímar væru framundan í Bandaríkjunum en nokkur sundrung hefur ríkt meðal þjóðarinnar í aðdraganda stjórnarskiptanna. „Við skulum að minnsta kosti vona það. Síðastliðin ár hafa einkennst af aukinni sundrungu og því er auðvitað áhyggjuefni að línurnar verða miklu skarpari og deilurnar illvígari og það er verkefni nýs forseta og annarra ráðamanna vestra að snúa því frekar í þá vegu að fólk haldi áfram að takast á en deili með orðum og geri ekki mótherja eða fólk á öndverðu meiði að svörnum óvinum sem eigi ekkert gott skilið. Og það verður verkefni þessa forseta að brúa bil og byggja brýr og hvetja til sátta frekar en sundrungar,“ sagði Guðni. Hann segir það liggja í augum uppi að í embætti forseta Bandaríkjanna hafi orð mikil áhrif. „Því meiri sem völdin eru því meira vægi hafa orðin og þá er brýnt að sá eða sú sem er á valdastóli þar vestra geri sér grein fyrir því.“ Sjálfur hitti Guðni aldrei Donald Trump, að minnsta kosti ekki á einkafundi, á meðan sá síðarnefndi gegndi embætti Bandaríkjaforseta. „Ég var einu sinni á samkomu, við viðburð þar sem við vorum í sama sal, þegar þess var minnst að hundrað ár voru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldar,“ sagði Guðni, en sá viðburður fór fram í París. Guðni átti aftur á móti stuttan fund með Mike Pence varaforseta þegar hann heimsótti Ísland árið 2019. Guðni Th. Jóhannesson átti fund í Höfða með Mike Pence, sem lét af embætti varaforseta Bandaríkjanna í dag, þegar hann sótti Ísland heim árið 2019.Vísir/Elín Margrét „Ég óska Biden alls velfarnaðar og hygg að það sé hið eina rétta, rétt eins og ég óskaði Donald Trump velfarnaðar þegar hann tók við embætti á sínum tíma,“ sagði Guðni. „Ég hygg nú að hvað okkur hér á Íslandi varði, þá munum við sjá að það munu aðrir vindar blása og ná hingað til lands. Það verður önnur afstaða til umhverfismála, það verður aukin áhersla á kynjajafnrétti, og kannski svo ég skjóti því hér inn í, að í sögulegu ljósi þá eru hin miklu tíðindi ekki síður þau að nú er varaforseti Bandaríkjanna kona, Kamala Harris, og það eru mikil og góð tíðindi að það hafi gerst núna í fyrsta sinn,“ sagði Guðni. Joe Biden Bandaríkin Forseti Íslands Reykjavík síðdegis Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Upplifði að hann hefði dáið eftir stunguárás í sumarbústað Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Sjá meira
„Þetta er alltaf sögulegur viðburður og ekki kemur nú á óvart að hinn nýi forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, hafi lagt áherslu á einingu og samstöðu. Það eru svona þau atriði sem rata helst á blað þegar forsetaefni og aðstoðarfólk fara að semja ávarp af þessu tagi,“ sagði Guðni í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Forsetinn var spurður hvort hann ætti von á því að bjartari tímar væru framundan í Bandaríkjunum en nokkur sundrung hefur ríkt meðal þjóðarinnar í aðdraganda stjórnarskiptanna. „Við skulum að minnsta kosti vona það. Síðastliðin ár hafa einkennst af aukinni sundrungu og því er auðvitað áhyggjuefni að línurnar verða miklu skarpari og deilurnar illvígari og það er verkefni nýs forseta og annarra ráðamanna vestra að snúa því frekar í þá vegu að fólk haldi áfram að takast á en deili með orðum og geri ekki mótherja eða fólk á öndverðu meiði að svörnum óvinum sem eigi ekkert gott skilið. Og það verður verkefni þessa forseta að brúa bil og byggja brýr og hvetja til sátta frekar en sundrungar,“ sagði Guðni. Hann segir það liggja í augum uppi að í embætti forseta Bandaríkjanna hafi orð mikil áhrif. „Því meiri sem völdin eru því meira vægi hafa orðin og þá er brýnt að sá eða sú sem er á valdastóli þar vestra geri sér grein fyrir því.“ Sjálfur hitti Guðni aldrei Donald Trump, að minnsta kosti ekki á einkafundi, á meðan sá síðarnefndi gegndi embætti Bandaríkjaforseta. „Ég var einu sinni á samkomu, við viðburð þar sem við vorum í sama sal, þegar þess var minnst að hundrað ár voru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldar,“ sagði Guðni, en sá viðburður fór fram í París. Guðni átti aftur á móti stuttan fund með Mike Pence varaforseta þegar hann heimsótti Ísland árið 2019. Guðni Th. Jóhannesson átti fund í Höfða með Mike Pence, sem lét af embætti varaforseta Bandaríkjanna í dag, þegar hann sótti Ísland heim árið 2019.Vísir/Elín Margrét „Ég óska Biden alls velfarnaðar og hygg að það sé hið eina rétta, rétt eins og ég óskaði Donald Trump velfarnaðar þegar hann tók við embætti á sínum tíma,“ sagði Guðni. „Ég hygg nú að hvað okkur hér á Íslandi varði, þá munum við sjá að það munu aðrir vindar blása og ná hingað til lands. Það verður önnur afstaða til umhverfismála, það verður aukin áhersla á kynjajafnrétti, og kannski svo ég skjóti því hér inn í, að í sögulegu ljósi þá eru hin miklu tíðindi ekki síður þau að nú er varaforseti Bandaríkjanna kona, Kamala Harris, og það eru mikil og góð tíðindi að það hafi gerst núna í fyrsta sinn,“ sagði Guðni.
Joe Biden Bandaríkin Forseti Íslands Reykjavík síðdegis Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Upplifði að hann hefði dáið eftir stunguárás í sumarbústað Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Sjá meira