Vítaklúður Alfreðs hjálpaði Neuer að jafna met Kahn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. janúar 2021 23:02 Vítaspyrna Alfreðs fór forgörðum um helgina og Neuer hélt hreinu í 196. deildarleik sínum á ferlinum. Getty/Sven Hoppe Manuel Neuer, markvörður Bayern München og þýska landsliðsins, jafnaði um helgina met Oliver Kahn yfir fjölda leikja án þess að fá á sig mark. Getur hann þakkað Alfreð Finnbogasyni fyrir að þurfa ekki að bíða lengur. Bayern vann 0-1 útisigur á Augsburg um helgina. Robert Lewandowski skoraði mark Þýsklands- og Evrópumeistaranna úr vítaspyrnu þegar þrettán mínútur voru liðnar af leiknum. Alfreð fékk gullið tækifæri til að jafna metin er Augsburg fékk vítaspyrnu þegar tæpar fimmtán mínútur lifðu leiks. Alfreð brenndi af og leiknum lauk með 1-0 sigri Bæjara. Þar með hefur hinn 34 ára gamli Manuel Neuer spilað 196 deildarleiki án þess að fá á sig mark. Bæjurum hefur gengið illa að halda marki sínu hreinu það sem af er tímabili en þetta var aðeins í þriðja skipti sem þeim tekst það í deildinni. Þó Neuer hafi leikið í treyju Bayern að því virðist í ár og öld þá hóf hann ferilinn með Schalke 04 og gekk á endanum í raðir meistaranna árið 2011. Það má segja að snemma hafi verið ljóst í hvað stefndi en á sinni fyrstu leiktíð í þýsku úrvalsdeildinni þá hélt markvörðurinn magnaði marki sínu hreinu í alls 13 af 27 leikjum. Síðan þá hafa 183 leikir bæst við þar sem hann fær ekki á sig mark. 1 9 6 clean sheets @Manuel_Neuer has equalled @OliverKahn's record for the most Bundesliga clean sheets #MiaSanMia pic.twitter.com/03jh7gb3qs— FC Bayern English (@FCBayernEN) January 20, 2021 Það er því aðeins tímaspursmál hvenær Neuer bætir met goðsagnarinnar Oliver Kahn sem lék einnig á sínum tíma með Bayern sem og þýska landsliðinu. Fótbolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Vítaspyrna Alfreðs í stöngina gegn Bayern | Jón Daði spilaði í sigri Alfreð Finnbogason klúðraði vítaspyrnu er Augsburg tapaði 0-1 fyrir þýsku meisturunum í Bayern Munchen í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 20. janúar 2021 21:24 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Fleiri fréttir Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti Sjá meira
Bayern vann 0-1 útisigur á Augsburg um helgina. Robert Lewandowski skoraði mark Þýsklands- og Evrópumeistaranna úr vítaspyrnu þegar þrettán mínútur voru liðnar af leiknum. Alfreð fékk gullið tækifæri til að jafna metin er Augsburg fékk vítaspyrnu þegar tæpar fimmtán mínútur lifðu leiks. Alfreð brenndi af og leiknum lauk með 1-0 sigri Bæjara. Þar með hefur hinn 34 ára gamli Manuel Neuer spilað 196 deildarleiki án þess að fá á sig mark. Bæjurum hefur gengið illa að halda marki sínu hreinu það sem af er tímabili en þetta var aðeins í þriðja skipti sem þeim tekst það í deildinni. Þó Neuer hafi leikið í treyju Bayern að því virðist í ár og öld þá hóf hann ferilinn með Schalke 04 og gekk á endanum í raðir meistaranna árið 2011. Það má segja að snemma hafi verið ljóst í hvað stefndi en á sinni fyrstu leiktíð í þýsku úrvalsdeildinni þá hélt markvörðurinn magnaði marki sínu hreinu í alls 13 af 27 leikjum. Síðan þá hafa 183 leikir bæst við þar sem hann fær ekki á sig mark. 1 9 6 clean sheets @Manuel_Neuer has equalled @OliverKahn's record for the most Bundesliga clean sheets #MiaSanMia pic.twitter.com/03jh7gb3qs— FC Bayern English (@FCBayernEN) January 20, 2021 Það er því aðeins tímaspursmál hvenær Neuer bætir met goðsagnarinnar Oliver Kahn sem lék einnig á sínum tíma með Bayern sem og þýska landsliðinu.
Fótbolti Þýski boltinn Tengdar fréttir Vítaspyrna Alfreðs í stöngina gegn Bayern | Jón Daði spilaði í sigri Alfreð Finnbogason klúðraði vítaspyrnu er Augsburg tapaði 0-1 fyrir þýsku meisturunum í Bayern Munchen í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 20. janúar 2021 21:24 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Fleiri fréttir Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti Sjá meira
Vítaspyrna Alfreðs í stöngina gegn Bayern | Jón Daði spilaði í sigri Alfreð Finnbogason klúðraði vítaspyrnu er Augsburg tapaði 0-1 fyrir þýsku meisturunum í Bayern Munchen í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 20. janúar 2021 21:24