Guð blessi Ísland Gunnar Smári Egilsson skrifar 21. janúar 2021 17:47 Ég held ég myndi frekar lesa allt lesmál heimsins en sjálfsréttlætingu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem Einar Kárason hefur samviskusamlega ritað upp eftir honum. Einu sinni var sagt um svona ævisögu að þar hefði trúgjarnasti maður landsins skrifað upp eftir þeim lygnasta, en sú bók var reyndar bæði skemmtileg og skapandi kvik eins og lífið sjálft. Sjálfsréttlætingarviðtöl og -greinar Jóns frá Hruni hafa hins vegar verið eins og sjálfsvorkunnarsífr særðs stolts, sem raus upp úr gömlum boxara á elliheimili, sem hefur fengið of mörg og of þung högg á ferlinum, en vill sannfæra okkur um að ef dómarinn hefði ekki stoppað þennan bardagann, ef þessi boxarinn hefði ekki beitt brögðum og ef hitt og þetta hefði ekki gerst þá væri hann enn heimsmeistari og elskaður af öllum. Ef Jón kaupir ekki sjálfur öll eintökin af málsvörn sinni spái ég sölu upp á sex eintök. En þar sem frétta- og skoðanamiðlar hafa birt þá kafla í bókinni sem snúa að mér, sem mér sýnist varla vera meira en brotabrotabrot af bókinni, vil ég svara því sem Jón segir þar. Úr því hann heldur að hann geti áunnið sér í það minnsta vorkunn og stuðning þeirra sem er í nöp við mig með því að tala illa um mig. Og líklega lesa fleiri en sex Viðskiptablaðið og dv.is, sem birt hafa þessi skrif, svo kannski verð ég að benda því fólki á rangindin. Sameining fyrirtækja delluhugmynd Jón reynir í bókinni að kenna mér um fall Dagsbrúnar, sem var félag saman sett úr fjölmiðlafyrirtækinu 365, símafyrirtækinu Vodafone og tölvufyrirtækinu Kögun. Þetta var samsuða sem byggð var í kringum þá kenningu að þetta þrennt ætti að fara saman; tækni, samskipti og fjölmiðlun. Ég lærði seinna að kenninguna má rekja til sameiningar deilda hjá Goldman Sachs bankanum, sem strax fóru í að sameina fyrirtæki sem deildirnar höfðu sinnt áður sérstaklega. Þetta var sem sé delluhugmynd í grunninn. Og hún hitti aðra delluhugmynd, sem var kannski séríslensk; að hvert þessar félaga, 365, Vodafone, Kögun, væru of lítil á íslenskum hlutabréfamarkaði svo fjárfestar (lesist: Lífeyrissjóðir) hefðu á þeim áhuga. Dagsbrún var því stofnuð með það markmið að þenja út efnahagsreikninginn með sameiningum og kaupum á fyrirtækjum, stækka hratt. Þessi stefna var mörkuð í samþykktum stjórnar löngu áður en ég varð forstjóri félagsins. Líka sú ákvörðun að kaupa prentsmiðju í Bretlandi, sem var tækifæri sem Landsbankinn hafði reynt að selja ýmsum svokölluðum fjárfestum á Íslandi. Vildi kaupa eignir athyglinnar vegna Ástæða þess að Jón hafði áhuga á prentsmiðju í London var að hann gældi við að stofna Fréttablaðið þar, koma með hávaða inn á fjölmiðlamarkaðinn í sínum heimabæ vitandi að fjölmiðlar voru eins og flugfélög og rótgrónar stofnanir á borð við hina aldagömlu dótabúð Hamley’s það sem kallað er trophy-eignir, eignir sem skila meiri athygli en hagnaði eða arði. fjárglæframenn eins og Jón hafa alla tíð notað svona trophy-eignir, sem vekja á þeim athygli og opna fyrir þeim fleiri dyr (lesist: fleiri og stærri lán). Af sömu ástæðu vildi Jón kaupa hið aldagamla útgáfufyrirtæki Berlingske í Kaupmannahöfn, en hann var þá nýbúinn að kaupa Magasin du Nord, enn eina trophy-eignina til að vekja á sér athygli. Það er því alrangt hjá Jóni að hann hafi reynt fyrir sér í fjölmiðlum í útlöndum vegna þess að ég hafi heilaþvegið hann. Hann vildi vekja á sér athygli. Kauptilboðið í Berlingske var framkvæmt til að uppfylla þá þörf. Tilboðið var básúnað og sú tilkynning látin fylgja að ef Dagsbrún næði ekki að kaupa þetta forna útgáfufyrirtæki með fjöldann allan af vandræðaeignum, blöðum í langvarandi taprekstri eða í stöðnun með engar batahorfur, myndu hið íslenska fyrirtæki hefja útgáfu á fríblaði í Danmörku sem borið yrði í öll hús. Þessi taktík leiddi til þess að þegar einhver ólánsmaðurinn keypti Berlingske þá höfðu öll stóru útgáfufyrirtækin í Danmörku undirbúið sig fyrir komu Nyhedsavisen inn á markaðinn, svo úr varð stórkostlegt blóðbað þar sem allir ætluðu að svelta hina í gröfina. Jón Ásgeir vildi stofna blað í Danmörku Nokkru áður hafði ég reiknað fyrir Jón hvað myndi kosta að gefa út Fréttablað í London. Ég man ekki tölurnar, en kostnaðurinn við að stofnsetja fríblað sem borið er í hús í svo stórri borg, þar sem í raun er ekki sterk hefð fyrir útburði áskriftarblaða, var stjarnfræðilegur. Og áætlaður kostnaður við Nyhedsavisen þar til auglýsingar færu að standa undir útgerðinni, var alltaf umtalsverður og augljóslega óviss; ef auglýsendur tæki þessum kosti vel yrði stofnostnaðurinn minni en ef berjast þyrfti á móti tregðu og/eða mikilli samkeppni yrði stofnkostnaðurinn mikill og miklu meiri. Og það voru Jón og félagar hans í fjárfestingum sem tóku ákvörðunina að stökkva, ekki ég. Ég var aðeins starfsmaður á plani, eins og sagt er. Ég var ekki að fara að stofna dagblað í Danmörku, til þess átti ég enga peninga og ég var auk þess ekki Dani. Dagblöð eru menningarlegt fyrirbrigði og það þarf mikla innsýn inn í samfélagið til að geta byggt blað úr engu. Og mikla peninga. Ekki hægt að treysta Jóni Mitt framlag var því fyrst og fremst að finna áhöfnina sem gat framkvæmt þetta verkefni. Ég réð fyrrum aðstoðarframkvæmdastjóra Metro á heimsvísu, sem áður hafði verið framkvæmdastjóri Jyllands-Posten, til að stýra aðgerðinni, yfirmann auglýsingasölu Metro í Evrópu sem sölustjóra og einn besta blaðamann Danmerkur sem ritstjóra. Þrátt fyrir að þetta væri magnað teymi var það ekki dýrt, þessir menn sáu möguleikana á Fréttablaðsmódelinu og vildu fyrir alla muni taka þátt í ævintýrinu. Ég stofnaði síðan dreifingarfyrirtæki með danska póstinum, sem lagði til fé en líka lykla að fjölbýlishúsum. Það er því alrangt sem Jón heldur fram að ég hafi verið voða vitlaus og ekki fattað að það þyrfti lykla til að dreifa Nyhedsavisen í miðju Kaupmannahafnar. Ég vissi allt um það og fékk því Post Danmark að stofnun Nyhedsavisen, en póstfólkið sá fyrir sér uppbyggingu dreififyrirtækis, líkt og Póstdreifing hafði orðið til undir Fréttablaðinu. Stóru útgáfufyrirtækin kærðu hins vegar þennan samning til samkeppnisyfirvalda og um haustið 2006, stuttu áður en ráðgert var að hefja útgáfu Nyhedsavisen úrskurðuðu þau að danski pósturinn mætti ekki deila lyklunum með nýja félaginu. Þá þurfti að taka ákvörðun um að hrökkva eða stökkva; að byggja upp dreifingarfyrirtæki frá grunni eða hætta við útgáfuna. Þó Jón vilji nú segja að hann hefði átt að taka ákvörðun um hrökk, þá tók hann samt ákvörðun um stökk. Ég fór hins vegar með framkvæmdastjóra Nyhedsavisen til hans í London því ég vildi að Jón lofaði honum því beint og milliliðalaust að hann myndi standa við stóru orðin um að bakka upp stofnun blaðsins með peningum. Þegar þarna var komið hafði ég lært að það var ekki hægt að treysta orði sem Jón sagði og ég ætlaði ekki að lofa öðru fólki neinu fyrir hans orð. Morgunblaðið á undir högg að sækja Þannig er nú það. En hvað var ég blaðamaðurinn að gera í þessum verkefnum? Og hvers vegna treysti ég ekki Jóni? Hér er sagan af því: Ég hafði unnið sem blaðamaður og ritstjóri og varð svo auk þess framkvæmdastjóri við endurreisn Fréttablaðsins, sem Jón segist hafa byggt upp einn og óstuddur í málsvörn sinni. Líklega mætti stytta bókina í: Allt sem gekk upp var mér að þakka, allt sem mislukkaðist var öðrum um að kenna. Endurreisn Fréttablaðsins var bæði fjárhagslegt ævintýr og samfélagslegt góðverk. Sjálfstæðisflokkurinn og Davíð Oddsson höfðu þá áratuginn á undan svínbeygt allt fjölmiðlaumhverfið undir sig; flokksblöðin voru horfin, ritstjórar Morgunblaðsins höfðu lagt niður andóf sitt við forystuna, vildarvinir Davíðs búnir að kaupa DV, flokkurinn hafði náð svo til öllum völdum á Ríkisútvarpinu og það voru uppi plön að nýta ógnarskuldir Jón Ólafssonar til að ná Norðurljósum undir innvígða og innmúraða flokksmenn. Fréttablaðið eyðilagði þetta allt. Blaðið tók miðjuna á auglýsingamarkaði af Mogga sem seig ofan í taprekstur sem hann hefur ekki enn náð sér upp úr og Fréttablaðið varð vettvangur fyrir gagnrýni á stjórnvöld og flokkinn og fjölbreytilegri raddir úr samfélaginu en Sjálfstæðisflokkurinn leyfði í sínum miðlum. Innvígðir og innmúraðir Mér var á þessum tíma reglulega sagt frá heimsóknum Sjálfstæðisflokksmanna til eigenda blaðsins með það erindi að það gengi ekki að hafa þennan mann sem ritstjóra, hann væri hatramur andstæðingur flokksins, hættulegur, leiðinlegur og alls konar. Ég veit ekki hvað eigendum og stjórn gekk til með því að sparka mér upp, eins og sagt er (það er að færa mig í stöðu sem var ofar í hírarkíunni en þar sem ég gerði minni skaða í ritstjórn á útbreiddasta dagblaði landsins). Þegar ég færði mig upp um eitt þrep réð ég Kára Jónasson sem ritstjóra Fréttablaðsins. En þegar mér var sparkað enn ofar var innvígði og innmúraði Sjálfstæðisflokksmaðurinn Ari Edvald ráðinn forstjóri fjölmiðlafyrirtækisins. Og hann réð svo Þorstein Pálsson, sem þá var enn innmúraður og innvígður flokksmaður, sem ritstjóra. Kannski hefði ég átt að streitast á móti og berjast fyrir að fá að vera ritstjóri. En ég hafði engar forsendur til þess. Ég réð í raun litlu um stefnu fyrirtækisins, hún var mörkuð af hagsmunum eigendanna, þörf þeirra fyrir pólitískan stuðning og/eða frið eða þörf fyrir trophy-eignir til að opna dyr að dýpri fjárhirslum. Ég hefði getað reynt að byggja upp andstöðu meðal blaðamanna, en fannst ég ekki hafa neinn rétt til biðja þá um að hætta lifibrauði sínu í einhverri vonlausri vörn fyrir mína stöðu. Alltaf það sem hentaði Jóni best Ég tók því að mér þau verkefni sem mér voru boðin; að stýra fjölmiðlafyrirtækinu fyrst og svo Dagsbrún. Þótt ég hafi reynt að átta mig á hvernig best væri að reka ólíka fjölmiðla saman í einu fyrirtæki (drepa eitraða fyrirtækjamenningu Norðurljósa, nýta styrk auglýsingadeildar Fréttablaðsins, byggja upp visi.is sem miðstöð alls efnis o.s.frv.) þá var það ekki mín hugmynd að skella þessu saman. Það gerði Jón og Pálmi í Fons í samningum við Jón Ólafsson, ég hafði alltaf á tilfinningunni að það hafi verið gert á fylleríi. Og lendingin varð sú sem hentaði þessum bokkum best; ekki fyrirtækinu, ekki starfsfólkinu, ekki miðlunum, engum nema þeim. Og enn síður var það mín hugmynd að skella fjölmiðlum saman við símafyrirtæki, sem bjó til endalaus vandamál vegna ólíks kúltúrs og þess að fjölmiðlafólkið vildi nýta sér dreifikerfi fjarskiptafyrirtækisins og fjarskiptafólkið helst gefa fjölmiðlana til sinna viðskiptavina. Ég spurði Jón að því hvaðan þessi slæma hugmynd hefði komið, að kaupa Vodafone og bræða 365 þar inn. Hann sagðist hafa lesið grein í tímariti um hvað það væri sniðugt að keyra saman fjölmiðla og fjarskipti. Og helst líka tæknifyrirtæki. Þið getið spurt stjórnendur Vodafone og Stöðvar 2 í dag hvað þetta er snjallt. Að fá eitthvað út úr þessu Ég var kominn upp í Dagsbrún til að framkvæma ákvörðun eigenda og stjórnar um að þenja út efnahagsreikninginn, sameina og kaupa allskonar fyrirtæki sem sett höfðu verið á matseðilinn: Kögun, Senu, prentsmiðju í Bretlandi, Saga film o.s.frv. Þetta gekk hratt og vel, ekki bara vegna þess að ég er góður verkmaður heldur vegna þess að þótt ég væri forstjóri þá höfðu eigendurnir sett með mér starfandi stjórnarformann, svo það væri hægt að hafa virkt eftirlit með mér, en líka nokkra verkaskiptingu. Þótt ég hafi náð samningum um kaupin á bresku prentsmiðjunni þá sá stjórnarformaðurinn og framkvæmdastjóri fjármálasviðs um fráganginn á samningunum, meðal annars með því að kaupa fokdýra þjónustu af Baugi í London, sem þá gerði út á að vera hæfur til ráðgjafar fyrir aðra fjárfesta um fyrirtækjakaup. Þessir samningar reyndust mikið grín, mig minnir að skuldir prentsmiðjunnar hafi verið vanmetnar um vel yfir milljarð. Sérfræði Jóns er nefnilega að benda á hluti og segja: Mig langar í svona. Hann kaupir flest of dýrt, er lélegur í samningum, hirðir ekki um frágang, fylgist ekkert með rekstrinum, er ómögulegt að selja nokkuð frá sér sem hann kemst yfir og verður svo alveg gáttaður þegar allt fer ekki að óskum. Spilaborgin féll með skelfilegum afleiðingum Þá kem ég megin atriði máls. Þegar fulltrúar eigenda í stjórn Dagsbrúnar samþykktu að þenja út efnahagsreikninginn var lagt fram hlutafjárloforð á móti fyrirsjáanlegri aukningu skulda,. Planið var líklega að útþensla fyrirtækisins myndi hækka verð hlutabréfanna og eigendurnir gætu þá farið í bankann og tekið enn meiri lán út á bréfin og lagt það fé inn í Dagsbrún sem nýtt hlutafé. Þannig gerðust kaupin á Eyrinni og gerast enn. Það var haft eftir Jóni þegar Ísland var að keyra inn í Hrunið að ástandið væri orðið svo slæmt að nú fengi maður ekki lengur lán fyrir eigin fénu. Þegar ég áttaði mig á hvers kyns svikamylla þetta var tók það mig langan tíma að meðtaka umfang hennar. Og þegar Jón vísar til þess að ég hafi talað illa um fyrirtæki hans eftir Hrun eða í aðdraganda þess þá er hann líklega að vísa til þess að ég benti á þá augljósu en ótrúlegu staðreynd að Jón og fjölmörg fyrirtæki á hans vegum höfðu dregið að sér um 1000 milljarða króna út úr bankakerfinu. Þetta var þá um helmingur af lífeyriseignum landsmanna, svo ótrúleg upphæð að hvorki venjulegt né óvenjulegt fólk getur skilið hana nokkrum eðlilegum skilningi. Þegar spilaborgin féll, féll hún yfir íslenskt samfélag með ömurlegum afleiðingum fyrir þúsundir og þúsundir heimila. En ekki Jón. Hann er í svo góðum málum að fjölmiðlar bera nú út óhróður hans og í kvöld verður gert hlé á dagskrá Ríkissjónvarpsins svo koma megi að málsvörn hans. Jón Ásgeir og Davíð skópu hrunið saman Þegar Íslandskreppan litla skall á um páskana 2006 var búið að þenja Dagsbrún út, en eigendurnir höfðu ekki greitt inn hlutafjárloforð sín. Og um páskana féllu öll íslensk hlutabréf, og þar með Dagsbrún. Og Dagsbrún meira en önnur, því efnahagsreikningurinn hafði verið þaninn út skuldamegin en eigendurnir ekki skilað inn hlutafénu eignamegin. Og þeir gerðu það ekki, heldur leystu félagið upp til að fela slóðina, til að komast hjá því að gengið yrði á loforðin, sem voru innheimtanleg með fógetavaldi eins og hver önnur skuldaviðurkenning. Þessi undanskot undan hlutafjárloforðum voru ástæða falls Dagsbrúnar þarna um vorið, en Dagsbrún hefði fallið hvort sem er þegar stóra Íslandskreppan skall á, sjálft Hrunið 2008 sem Jón Ásgeir var aðalhöfundur að ásamt Davíð Oddssyni. Það er næstum fyndið að þessir fjandvinir skuli í sameiningu hafa búið til skrímslið sem þandist út árin fyrir Hrun. Davíð sem leiðtogi þeirra sem felldu niður regluverk og eftirlit með fyrirtækjum og fjármálalífi og lækkuðu skatta á fjármagnseigendur svo auður þeirra blés út. Og Jón Ásgeir, sem foringi fjárglæframannanna sem nýttu sér sköpunarverk Davíðs, sem ýtti undir glórulausa þenslu bankakerfisins og ægivöld hinna svokölluðu eignarhaldsfélaga yfir atvinnulífi og í raun samfélaginu öllu. Eftir Hrun kenndi Davíð fjárglæframönnunum um en fjárglæframennirnir reglunum eða skort á þeim. Svona er Ísland í dag, fyndið eins og farsi saminn af einhverjum kaldhæðnum grínara. Árás að áeggjan Einars? Ég efast um að nokkuð fyndið sé í bókinni sem varaþingmaður Samfylkingarinnar skrifar upp eftir Jóni. Þessi klausa um mig og einkaþotuna, sem ég fékk far með, ber þessi ekki merki. Þótt ég þykist vita að Jón er maður sem gengur með blæðandi stolt um bæinn, held ég að hann hefði ekki krækt í þessa frásögn nema fyrir áeggjan Einars Kárasonar þingmanns, sem hefur fundið þetta snjall leikur til að kasta rýrð á mig, Sósíalistaflokkinn eða bara sósíalismann almennt. Einar er einn af þeim Samfylkingarmönnum sem ætíð eru fremstir í árásum á sósíalismann, svo ákafur að auðvaldið getur hallað sér aftur á meðan kratarnir berja niður réttinda- og frelsisbaráttu hinna kúguðu. Það er nefnilega svo aumt, og aumara en ég trúi að Jón sé orðinn, að bjóða manni far árið 2006 en segja svo að sá hafi ekki nennt að hreyfa sig nema fá undir sig drossíur og einkaþotur. Þekkjandi til þeirra Einars og Jóns vil ég trúa að hvorugur þeirra sé svona lélegur einn og sér, heldur hafi þeir þurft að nugga lélegu hliðum sínum saman vel og lengi til að falla niður á þetta stig. Ausið upp úr grautarpottum Þrátt fyrir heitstrengingar Íslendinga um aldrei aftur Hrun; þá erum við á hraðleið inn í það næsta. Og eins og ég hef tekið mér allt aðra stöðu nú, gæti mín á að vera ekki í liði með Jóni og hans nótum, eins langt frá þeim og hægt er að komast; þá hefur Einar Kárason valið sér sama liðið og síðast. Fyrir síðasta Hrun skrifaði hann sjálfsréttlætingar- og sjálfvorkunnarbók Jóns Ólafssonar og nú, fyrir næsta hrun, kemur hann með sömu bók um Jón Ásgeir Jóhannesson. Jón verður í Ríkisútvarpinu í kvöld og líklega í Fréttablaðinu um helgina, ætli Einar verði ekki í Kiljunni og líklega í Mogganum um helgina, að ausa upp úr grautapottum sínum; graut sjálfsréttlætingar í bland við svívirðingar með of stórum skammti af sjálfsvorkunnartárum út á.Jón er nú stjórnarformaður Skeljungs og hefur boðað útrás á Bretlandsmarkað. Vinir hans úr FL-Group eru nú með töglin og hagldirnar í Kvikubanka, TM, Lykli, Símanum og fleiri félögum, eru líklegustu kaupendurnir að ráðandi hlut í Íslandsbanka. Jón metur stöðuna þannig að þjóðin sé búin að gleyma Hruninu og tilbúið í að taka hann upp og knúsa hann, þótt hann hafi kúkað á sig. Það að þurfa að sjá hann í öllum fjölmiðlum næstu daga er ekki aðeins farsakennt heldur eins byrjun á lokakaflanum í hryllingsmynd. Það eina sem hægt er að segja við þessu er setningin sem Geir H. Haarde sagði þegar hryllingurinn frammi fyrir síðasta Hruni hríslaðist um hann, þau skemmdarverk sem Jón hafði orðið valdur af ásamt vinum sínum með stórkostlegum fjárglæfrum, sýndarviðskiptum og stjórnlausum austri peninga úr bankakerfinu: Guð blessi Ísland. Höfundur er blaðamaður, fyrrverandi forstjóri Dagsbrúnar og ritstjóri Fréttablaðsins með meiru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Fjölmiðlar Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Ég held ég myndi frekar lesa allt lesmál heimsins en sjálfsréttlætingu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem Einar Kárason hefur samviskusamlega ritað upp eftir honum. Einu sinni var sagt um svona ævisögu að þar hefði trúgjarnasti maður landsins skrifað upp eftir þeim lygnasta, en sú bók var reyndar bæði skemmtileg og skapandi kvik eins og lífið sjálft. Sjálfsréttlætingarviðtöl og -greinar Jóns frá Hruni hafa hins vegar verið eins og sjálfsvorkunnarsífr særðs stolts, sem raus upp úr gömlum boxara á elliheimili, sem hefur fengið of mörg og of þung högg á ferlinum, en vill sannfæra okkur um að ef dómarinn hefði ekki stoppað þennan bardagann, ef þessi boxarinn hefði ekki beitt brögðum og ef hitt og þetta hefði ekki gerst þá væri hann enn heimsmeistari og elskaður af öllum. Ef Jón kaupir ekki sjálfur öll eintökin af málsvörn sinni spái ég sölu upp á sex eintök. En þar sem frétta- og skoðanamiðlar hafa birt þá kafla í bókinni sem snúa að mér, sem mér sýnist varla vera meira en brotabrotabrot af bókinni, vil ég svara því sem Jón segir þar. Úr því hann heldur að hann geti áunnið sér í það minnsta vorkunn og stuðning þeirra sem er í nöp við mig með því að tala illa um mig. Og líklega lesa fleiri en sex Viðskiptablaðið og dv.is, sem birt hafa þessi skrif, svo kannski verð ég að benda því fólki á rangindin. Sameining fyrirtækja delluhugmynd Jón reynir í bókinni að kenna mér um fall Dagsbrúnar, sem var félag saman sett úr fjölmiðlafyrirtækinu 365, símafyrirtækinu Vodafone og tölvufyrirtækinu Kögun. Þetta var samsuða sem byggð var í kringum þá kenningu að þetta þrennt ætti að fara saman; tækni, samskipti og fjölmiðlun. Ég lærði seinna að kenninguna má rekja til sameiningar deilda hjá Goldman Sachs bankanum, sem strax fóru í að sameina fyrirtæki sem deildirnar höfðu sinnt áður sérstaklega. Þetta var sem sé delluhugmynd í grunninn. Og hún hitti aðra delluhugmynd, sem var kannski séríslensk; að hvert þessar félaga, 365, Vodafone, Kögun, væru of lítil á íslenskum hlutabréfamarkaði svo fjárfestar (lesist: Lífeyrissjóðir) hefðu á þeim áhuga. Dagsbrún var því stofnuð með það markmið að þenja út efnahagsreikninginn með sameiningum og kaupum á fyrirtækjum, stækka hratt. Þessi stefna var mörkuð í samþykktum stjórnar löngu áður en ég varð forstjóri félagsins. Líka sú ákvörðun að kaupa prentsmiðju í Bretlandi, sem var tækifæri sem Landsbankinn hafði reynt að selja ýmsum svokölluðum fjárfestum á Íslandi. Vildi kaupa eignir athyglinnar vegna Ástæða þess að Jón hafði áhuga á prentsmiðju í London var að hann gældi við að stofna Fréttablaðið þar, koma með hávaða inn á fjölmiðlamarkaðinn í sínum heimabæ vitandi að fjölmiðlar voru eins og flugfélög og rótgrónar stofnanir á borð við hina aldagömlu dótabúð Hamley’s það sem kallað er trophy-eignir, eignir sem skila meiri athygli en hagnaði eða arði. fjárglæframenn eins og Jón hafa alla tíð notað svona trophy-eignir, sem vekja á þeim athygli og opna fyrir þeim fleiri dyr (lesist: fleiri og stærri lán). Af sömu ástæðu vildi Jón kaupa hið aldagamla útgáfufyrirtæki Berlingske í Kaupmannahöfn, en hann var þá nýbúinn að kaupa Magasin du Nord, enn eina trophy-eignina til að vekja á sér athygli. Það er því alrangt hjá Jóni að hann hafi reynt fyrir sér í fjölmiðlum í útlöndum vegna þess að ég hafi heilaþvegið hann. Hann vildi vekja á sér athygli. Kauptilboðið í Berlingske var framkvæmt til að uppfylla þá þörf. Tilboðið var básúnað og sú tilkynning látin fylgja að ef Dagsbrún næði ekki að kaupa þetta forna útgáfufyrirtæki með fjöldann allan af vandræðaeignum, blöðum í langvarandi taprekstri eða í stöðnun með engar batahorfur, myndu hið íslenska fyrirtæki hefja útgáfu á fríblaði í Danmörku sem borið yrði í öll hús. Þessi taktík leiddi til þess að þegar einhver ólánsmaðurinn keypti Berlingske þá höfðu öll stóru útgáfufyrirtækin í Danmörku undirbúið sig fyrir komu Nyhedsavisen inn á markaðinn, svo úr varð stórkostlegt blóðbað þar sem allir ætluðu að svelta hina í gröfina. Jón Ásgeir vildi stofna blað í Danmörku Nokkru áður hafði ég reiknað fyrir Jón hvað myndi kosta að gefa út Fréttablað í London. Ég man ekki tölurnar, en kostnaðurinn við að stofnsetja fríblað sem borið er í hús í svo stórri borg, þar sem í raun er ekki sterk hefð fyrir útburði áskriftarblaða, var stjarnfræðilegur. Og áætlaður kostnaður við Nyhedsavisen þar til auglýsingar færu að standa undir útgerðinni, var alltaf umtalsverður og augljóslega óviss; ef auglýsendur tæki þessum kosti vel yrði stofnostnaðurinn minni en ef berjast þyrfti á móti tregðu og/eða mikilli samkeppni yrði stofnkostnaðurinn mikill og miklu meiri. Og það voru Jón og félagar hans í fjárfestingum sem tóku ákvörðunina að stökkva, ekki ég. Ég var aðeins starfsmaður á plani, eins og sagt er. Ég var ekki að fara að stofna dagblað í Danmörku, til þess átti ég enga peninga og ég var auk þess ekki Dani. Dagblöð eru menningarlegt fyrirbrigði og það þarf mikla innsýn inn í samfélagið til að geta byggt blað úr engu. Og mikla peninga. Ekki hægt að treysta Jóni Mitt framlag var því fyrst og fremst að finna áhöfnina sem gat framkvæmt þetta verkefni. Ég réð fyrrum aðstoðarframkvæmdastjóra Metro á heimsvísu, sem áður hafði verið framkvæmdastjóri Jyllands-Posten, til að stýra aðgerðinni, yfirmann auglýsingasölu Metro í Evrópu sem sölustjóra og einn besta blaðamann Danmerkur sem ritstjóra. Þrátt fyrir að þetta væri magnað teymi var það ekki dýrt, þessir menn sáu möguleikana á Fréttablaðsmódelinu og vildu fyrir alla muni taka þátt í ævintýrinu. Ég stofnaði síðan dreifingarfyrirtæki með danska póstinum, sem lagði til fé en líka lykla að fjölbýlishúsum. Það er því alrangt sem Jón heldur fram að ég hafi verið voða vitlaus og ekki fattað að það þyrfti lykla til að dreifa Nyhedsavisen í miðju Kaupmannahafnar. Ég vissi allt um það og fékk því Post Danmark að stofnun Nyhedsavisen, en póstfólkið sá fyrir sér uppbyggingu dreififyrirtækis, líkt og Póstdreifing hafði orðið til undir Fréttablaðinu. Stóru útgáfufyrirtækin kærðu hins vegar þennan samning til samkeppnisyfirvalda og um haustið 2006, stuttu áður en ráðgert var að hefja útgáfu Nyhedsavisen úrskurðuðu þau að danski pósturinn mætti ekki deila lyklunum með nýja félaginu. Þá þurfti að taka ákvörðun um að hrökkva eða stökkva; að byggja upp dreifingarfyrirtæki frá grunni eða hætta við útgáfuna. Þó Jón vilji nú segja að hann hefði átt að taka ákvörðun um hrökk, þá tók hann samt ákvörðun um stökk. Ég fór hins vegar með framkvæmdastjóra Nyhedsavisen til hans í London því ég vildi að Jón lofaði honum því beint og milliliðalaust að hann myndi standa við stóru orðin um að bakka upp stofnun blaðsins með peningum. Þegar þarna var komið hafði ég lært að það var ekki hægt að treysta orði sem Jón sagði og ég ætlaði ekki að lofa öðru fólki neinu fyrir hans orð. Morgunblaðið á undir högg að sækja Þannig er nú það. En hvað var ég blaðamaðurinn að gera í þessum verkefnum? Og hvers vegna treysti ég ekki Jóni? Hér er sagan af því: Ég hafði unnið sem blaðamaður og ritstjóri og varð svo auk þess framkvæmdastjóri við endurreisn Fréttablaðsins, sem Jón segist hafa byggt upp einn og óstuddur í málsvörn sinni. Líklega mætti stytta bókina í: Allt sem gekk upp var mér að þakka, allt sem mislukkaðist var öðrum um að kenna. Endurreisn Fréttablaðsins var bæði fjárhagslegt ævintýr og samfélagslegt góðverk. Sjálfstæðisflokkurinn og Davíð Oddsson höfðu þá áratuginn á undan svínbeygt allt fjölmiðlaumhverfið undir sig; flokksblöðin voru horfin, ritstjórar Morgunblaðsins höfðu lagt niður andóf sitt við forystuna, vildarvinir Davíðs búnir að kaupa DV, flokkurinn hafði náð svo til öllum völdum á Ríkisútvarpinu og það voru uppi plön að nýta ógnarskuldir Jón Ólafssonar til að ná Norðurljósum undir innvígða og innmúraða flokksmenn. Fréttablaðið eyðilagði þetta allt. Blaðið tók miðjuna á auglýsingamarkaði af Mogga sem seig ofan í taprekstur sem hann hefur ekki enn náð sér upp úr og Fréttablaðið varð vettvangur fyrir gagnrýni á stjórnvöld og flokkinn og fjölbreytilegri raddir úr samfélaginu en Sjálfstæðisflokkurinn leyfði í sínum miðlum. Innvígðir og innmúraðir Mér var á þessum tíma reglulega sagt frá heimsóknum Sjálfstæðisflokksmanna til eigenda blaðsins með það erindi að það gengi ekki að hafa þennan mann sem ritstjóra, hann væri hatramur andstæðingur flokksins, hættulegur, leiðinlegur og alls konar. Ég veit ekki hvað eigendum og stjórn gekk til með því að sparka mér upp, eins og sagt er (það er að færa mig í stöðu sem var ofar í hírarkíunni en þar sem ég gerði minni skaða í ritstjórn á útbreiddasta dagblaði landsins). Þegar ég færði mig upp um eitt þrep réð ég Kára Jónasson sem ritstjóra Fréttablaðsins. En þegar mér var sparkað enn ofar var innvígði og innmúraði Sjálfstæðisflokksmaðurinn Ari Edvald ráðinn forstjóri fjölmiðlafyrirtækisins. Og hann réð svo Þorstein Pálsson, sem þá var enn innmúraður og innvígður flokksmaður, sem ritstjóra. Kannski hefði ég átt að streitast á móti og berjast fyrir að fá að vera ritstjóri. En ég hafði engar forsendur til þess. Ég réð í raun litlu um stefnu fyrirtækisins, hún var mörkuð af hagsmunum eigendanna, þörf þeirra fyrir pólitískan stuðning og/eða frið eða þörf fyrir trophy-eignir til að opna dyr að dýpri fjárhirslum. Ég hefði getað reynt að byggja upp andstöðu meðal blaðamanna, en fannst ég ekki hafa neinn rétt til biðja þá um að hætta lifibrauði sínu í einhverri vonlausri vörn fyrir mína stöðu. Alltaf það sem hentaði Jóni best Ég tók því að mér þau verkefni sem mér voru boðin; að stýra fjölmiðlafyrirtækinu fyrst og svo Dagsbrún. Þótt ég hafi reynt að átta mig á hvernig best væri að reka ólíka fjölmiðla saman í einu fyrirtæki (drepa eitraða fyrirtækjamenningu Norðurljósa, nýta styrk auglýsingadeildar Fréttablaðsins, byggja upp visi.is sem miðstöð alls efnis o.s.frv.) þá var það ekki mín hugmynd að skella þessu saman. Það gerði Jón og Pálmi í Fons í samningum við Jón Ólafsson, ég hafði alltaf á tilfinningunni að það hafi verið gert á fylleríi. Og lendingin varð sú sem hentaði þessum bokkum best; ekki fyrirtækinu, ekki starfsfólkinu, ekki miðlunum, engum nema þeim. Og enn síður var það mín hugmynd að skella fjölmiðlum saman við símafyrirtæki, sem bjó til endalaus vandamál vegna ólíks kúltúrs og þess að fjölmiðlafólkið vildi nýta sér dreifikerfi fjarskiptafyrirtækisins og fjarskiptafólkið helst gefa fjölmiðlana til sinna viðskiptavina. Ég spurði Jón að því hvaðan þessi slæma hugmynd hefði komið, að kaupa Vodafone og bræða 365 þar inn. Hann sagðist hafa lesið grein í tímariti um hvað það væri sniðugt að keyra saman fjölmiðla og fjarskipti. Og helst líka tæknifyrirtæki. Þið getið spurt stjórnendur Vodafone og Stöðvar 2 í dag hvað þetta er snjallt. Að fá eitthvað út úr þessu Ég var kominn upp í Dagsbrún til að framkvæma ákvörðun eigenda og stjórnar um að þenja út efnahagsreikninginn, sameina og kaupa allskonar fyrirtæki sem sett höfðu verið á matseðilinn: Kögun, Senu, prentsmiðju í Bretlandi, Saga film o.s.frv. Þetta gekk hratt og vel, ekki bara vegna þess að ég er góður verkmaður heldur vegna þess að þótt ég væri forstjóri þá höfðu eigendurnir sett með mér starfandi stjórnarformann, svo það væri hægt að hafa virkt eftirlit með mér, en líka nokkra verkaskiptingu. Þótt ég hafi náð samningum um kaupin á bresku prentsmiðjunni þá sá stjórnarformaðurinn og framkvæmdastjóri fjármálasviðs um fráganginn á samningunum, meðal annars með því að kaupa fokdýra þjónustu af Baugi í London, sem þá gerði út á að vera hæfur til ráðgjafar fyrir aðra fjárfesta um fyrirtækjakaup. Þessir samningar reyndust mikið grín, mig minnir að skuldir prentsmiðjunnar hafi verið vanmetnar um vel yfir milljarð. Sérfræði Jóns er nefnilega að benda á hluti og segja: Mig langar í svona. Hann kaupir flest of dýrt, er lélegur í samningum, hirðir ekki um frágang, fylgist ekkert með rekstrinum, er ómögulegt að selja nokkuð frá sér sem hann kemst yfir og verður svo alveg gáttaður þegar allt fer ekki að óskum. Spilaborgin féll með skelfilegum afleiðingum Þá kem ég megin atriði máls. Þegar fulltrúar eigenda í stjórn Dagsbrúnar samþykktu að þenja út efnahagsreikninginn var lagt fram hlutafjárloforð á móti fyrirsjáanlegri aukningu skulda,. Planið var líklega að útþensla fyrirtækisins myndi hækka verð hlutabréfanna og eigendurnir gætu þá farið í bankann og tekið enn meiri lán út á bréfin og lagt það fé inn í Dagsbrún sem nýtt hlutafé. Þannig gerðust kaupin á Eyrinni og gerast enn. Það var haft eftir Jóni þegar Ísland var að keyra inn í Hrunið að ástandið væri orðið svo slæmt að nú fengi maður ekki lengur lán fyrir eigin fénu. Þegar ég áttaði mig á hvers kyns svikamylla þetta var tók það mig langan tíma að meðtaka umfang hennar. Og þegar Jón vísar til þess að ég hafi talað illa um fyrirtæki hans eftir Hrun eða í aðdraganda þess þá er hann líklega að vísa til þess að ég benti á þá augljósu en ótrúlegu staðreynd að Jón og fjölmörg fyrirtæki á hans vegum höfðu dregið að sér um 1000 milljarða króna út úr bankakerfinu. Þetta var þá um helmingur af lífeyriseignum landsmanna, svo ótrúleg upphæð að hvorki venjulegt né óvenjulegt fólk getur skilið hana nokkrum eðlilegum skilningi. Þegar spilaborgin féll, féll hún yfir íslenskt samfélag með ömurlegum afleiðingum fyrir þúsundir og þúsundir heimila. En ekki Jón. Hann er í svo góðum málum að fjölmiðlar bera nú út óhróður hans og í kvöld verður gert hlé á dagskrá Ríkissjónvarpsins svo koma megi að málsvörn hans. Jón Ásgeir og Davíð skópu hrunið saman Þegar Íslandskreppan litla skall á um páskana 2006 var búið að þenja Dagsbrún út, en eigendurnir höfðu ekki greitt inn hlutafjárloforð sín. Og um páskana féllu öll íslensk hlutabréf, og þar með Dagsbrún. Og Dagsbrún meira en önnur, því efnahagsreikningurinn hafði verið þaninn út skuldamegin en eigendurnir ekki skilað inn hlutafénu eignamegin. Og þeir gerðu það ekki, heldur leystu félagið upp til að fela slóðina, til að komast hjá því að gengið yrði á loforðin, sem voru innheimtanleg með fógetavaldi eins og hver önnur skuldaviðurkenning. Þessi undanskot undan hlutafjárloforðum voru ástæða falls Dagsbrúnar þarna um vorið, en Dagsbrún hefði fallið hvort sem er þegar stóra Íslandskreppan skall á, sjálft Hrunið 2008 sem Jón Ásgeir var aðalhöfundur að ásamt Davíð Oddssyni. Það er næstum fyndið að þessir fjandvinir skuli í sameiningu hafa búið til skrímslið sem þandist út árin fyrir Hrun. Davíð sem leiðtogi þeirra sem felldu niður regluverk og eftirlit með fyrirtækjum og fjármálalífi og lækkuðu skatta á fjármagnseigendur svo auður þeirra blés út. Og Jón Ásgeir, sem foringi fjárglæframannanna sem nýttu sér sköpunarverk Davíðs, sem ýtti undir glórulausa þenslu bankakerfisins og ægivöld hinna svokölluðu eignarhaldsfélaga yfir atvinnulífi og í raun samfélaginu öllu. Eftir Hrun kenndi Davíð fjárglæframönnunum um en fjárglæframennirnir reglunum eða skort á þeim. Svona er Ísland í dag, fyndið eins og farsi saminn af einhverjum kaldhæðnum grínara. Árás að áeggjan Einars? Ég efast um að nokkuð fyndið sé í bókinni sem varaþingmaður Samfylkingarinnar skrifar upp eftir Jóni. Þessi klausa um mig og einkaþotuna, sem ég fékk far með, ber þessi ekki merki. Þótt ég þykist vita að Jón er maður sem gengur með blæðandi stolt um bæinn, held ég að hann hefði ekki krækt í þessa frásögn nema fyrir áeggjan Einars Kárasonar þingmanns, sem hefur fundið þetta snjall leikur til að kasta rýrð á mig, Sósíalistaflokkinn eða bara sósíalismann almennt. Einar er einn af þeim Samfylkingarmönnum sem ætíð eru fremstir í árásum á sósíalismann, svo ákafur að auðvaldið getur hallað sér aftur á meðan kratarnir berja niður réttinda- og frelsisbaráttu hinna kúguðu. Það er nefnilega svo aumt, og aumara en ég trúi að Jón sé orðinn, að bjóða manni far árið 2006 en segja svo að sá hafi ekki nennt að hreyfa sig nema fá undir sig drossíur og einkaþotur. Þekkjandi til þeirra Einars og Jóns vil ég trúa að hvorugur þeirra sé svona lélegur einn og sér, heldur hafi þeir þurft að nugga lélegu hliðum sínum saman vel og lengi til að falla niður á þetta stig. Ausið upp úr grautarpottum Þrátt fyrir heitstrengingar Íslendinga um aldrei aftur Hrun; þá erum við á hraðleið inn í það næsta. Og eins og ég hef tekið mér allt aðra stöðu nú, gæti mín á að vera ekki í liði með Jóni og hans nótum, eins langt frá þeim og hægt er að komast; þá hefur Einar Kárason valið sér sama liðið og síðast. Fyrir síðasta Hrun skrifaði hann sjálfsréttlætingar- og sjálfvorkunnarbók Jóns Ólafssonar og nú, fyrir næsta hrun, kemur hann með sömu bók um Jón Ásgeir Jóhannesson. Jón verður í Ríkisútvarpinu í kvöld og líklega í Fréttablaðinu um helgina, ætli Einar verði ekki í Kiljunni og líklega í Mogganum um helgina, að ausa upp úr grautapottum sínum; graut sjálfsréttlætingar í bland við svívirðingar með of stórum skammti af sjálfsvorkunnartárum út á.Jón er nú stjórnarformaður Skeljungs og hefur boðað útrás á Bretlandsmarkað. Vinir hans úr FL-Group eru nú með töglin og hagldirnar í Kvikubanka, TM, Lykli, Símanum og fleiri félögum, eru líklegustu kaupendurnir að ráðandi hlut í Íslandsbanka. Jón metur stöðuna þannig að þjóðin sé búin að gleyma Hruninu og tilbúið í að taka hann upp og knúsa hann, þótt hann hafi kúkað á sig. Það að þurfa að sjá hann í öllum fjölmiðlum næstu daga er ekki aðeins farsakennt heldur eins byrjun á lokakaflanum í hryllingsmynd. Það eina sem hægt er að segja við þessu er setningin sem Geir H. Haarde sagði þegar hryllingurinn frammi fyrir síðasta Hruni hríslaðist um hann, þau skemmdarverk sem Jón hafði orðið valdur af ásamt vinum sínum með stórkostlegum fjárglæfrum, sýndarviðskiptum og stjórnlausum austri peninga úr bankakerfinu: Guð blessi Ísland. Höfundur er blaðamaður, fyrrverandi forstjóri Dagsbrúnar og ritstjóri Fréttablaðsins með meiru.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun