Sjáðu þegar vatnið fór að flæða inn í Háskóla Íslands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. janúar 2021 20:12 Á upptökunni sést hvernig vatnstraumurinn þyngist og meira og meira vatn tekur að flæða. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segist vongóður um að tjón vegna mikils vatnsleka í húsakynnum háskólans í vesturbæ Reykjavíkur í nótt verði bætt. Myndband úr öryggismyndavél sýnir upphaf lekans og hvernig vatn flæddi inn í háskólann. Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í kvöld sagði Jón Atli, sem tekinn var tali í húsakynnum skólans í beinni útsendingu, að málið væri mikið áfall. „Hér erum við á Háskólatorgi, hjarta háskólasvæðisins. Hér eru kennslustofur sem hafa orðið fyrir miklu tjóni og við þurfum að fara í að gera þær upp. Hér eru teppi sem eru ónýt, veggir sem þarf að taka í gegn og það eru hurðar sem eru laskaðar mjög. Þetta er mikið áfall,“ segir Jón Atli. Myndband úr öryggismyndavél fyrir utan háskólann sýnir hvernig vatn hóf að flæða í litlu magni og krafturinn jókst svo til muna, þannig að fljótt flæddi inn í hús háskólans. Myndbandið má sjá hér að ofan. Leita þurfi lausna Gimli, eitt af húsum háskólans, er rafmagnslaust sem stendur. Jón Atli segir að finna þurfi lausn á því og koma rafmagninu á sem allra fyrst. Þá hafi lekinn orðið þess valdandi að breyta hafi þurft áherslum varðandi staðkennslu, sem hefur verið takmörkuð upp á síðkastið. „Við erum í vandræðum. Þetta eru stofurnar hér á Háskólatorgi sem hafa verið notaðar í staðkennslu,“ segir Jón Atli. Hann segir ljóst að nú þurfi að finna aðrar lausnir í staðkennslu, en um þessar mundir fer meirihluti kennslu í háskólanum fram á netinu sökum kórónuveirufaraldursins. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, á vettvangi vatnslekans á háskólasvæðinu í morgun.Vísir/Egill „Það var brugðist hratt við og ég vil þakka starfsfólki Háskóla Íslands, og öllum þeim sem komu að þessu, slökkviliðinu til að mynda fyrir hvað þetta var samhent aðgerð. Mér finnst við hafa gert eins vel og við gátum, miðað við aðstæður sem við bjuggumst alls ekki við að lenda í,“ segir Jón Atli. Aðspurður hvort hann telji að háskólinn fái tjónið bætt, þar sem ríkið tryggir ekki stofnanir sínar, segist Jón Atli bjartsýnn. Hann segir þá ekki liggja fyrir hvort tjónið muni hafa áhrif á rekstur háskólans. „Við erum bjartsýn hvað þetta varðar. Veitur höfðu strax samband og hafa komið hingað og skoðað aðstæður. Við erum að vinna með þeim. Þetta er augljóslega tjón sem varð frá utanaðkomandi aðilum og við viljum vona að það verði bætt. Ef það verður ekki, þá verðum við bara að taka á því þegar þar að kemur en ég er tiltölulega bjartsýnn miðað við hvernig málin hafa þróast og upprunann, að þetta verði bætt,“ segir Jón Atli. Þá hafi verið haft samband við mennta- og menningarmálaráðuneytið vegna málsins. Svörin þaðan hafi verið jákvæð. Vatnsleki í Háskóla Íslands Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Miklar breytingar á starfi á Háskólatorgi og Gimli Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að öll kennsla sem fram hafi farið í húsakynnum Háskólatorgs og Gimli verði nú rafræn. Þá verður jarðhæð í Gimli ónothæf næstu mánuði og sama gildi um fyrirlestrarsali á jarðhæð á Háskólatorgi. 21. janúar 2021 14:29 Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir tjóninu Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir tjóninu sem varð vegna gríðarlegs vatnsleka í fimm byggingum skólans í nótt, að sögn rektors. Hann segir ljóst að tjónið sé gríðarlegt og hafi einmitt orðið í þeim skólastofum sem eru í notkun í kórónuveirufaraldrinum. 21. janúar 2021 10:58 Hafa dælt úr skólanum í hálfan sólarhring Slökkviliðsmenn sem eru að störfum í byggingum Háskóla Íslands eru nú farnir að sjá fyrir endann á aðgerðum á staðnum. Þeir vonast til að lokið verði við að dæla vatni af göngum skólans á næstu klukkutímum. 21. janúar 2021 12:52 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í kvöld sagði Jón Atli, sem tekinn var tali í húsakynnum skólans í beinni útsendingu, að málið væri mikið áfall. „Hér erum við á Háskólatorgi, hjarta háskólasvæðisins. Hér eru kennslustofur sem hafa orðið fyrir miklu tjóni og við þurfum að fara í að gera þær upp. Hér eru teppi sem eru ónýt, veggir sem þarf að taka í gegn og það eru hurðar sem eru laskaðar mjög. Þetta er mikið áfall,“ segir Jón Atli. Myndband úr öryggismyndavél fyrir utan háskólann sýnir hvernig vatn hóf að flæða í litlu magni og krafturinn jókst svo til muna, þannig að fljótt flæddi inn í hús háskólans. Myndbandið má sjá hér að ofan. Leita þurfi lausna Gimli, eitt af húsum háskólans, er rafmagnslaust sem stendur. Jón Atli segir að finna þurfi lausn á því og koma rafmagninu á sem allra fyrst. Þá hafi lekinn orðið þess valdandi að breyta hafi þurft áherslum varðandi staðkennslu, sem hefur verið takmörkuð upp á síðkastið. „Við erum í vandræðum. Þetta eru stofurnar hér á Háskólatorgi sem hafa verið notaðar í staðkennslu,“ segir Jón Atli. Hann segir ljóst að nú þurfi að finna aðrar lausnir í staðkennslu, en um þessar mundir fer meirihluti kennslu í háskólanum fram á netinu sökum kórónuveirufaraldursins. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, á vettvangi vatnslekans á háskólasvæðinu í morgun.Vísir/Egill „Það var brugðist hratt við og ég vil þakka starfsfólki Háskóla Íslands, og öllum þeim sem komu að þessu, slökkviliðinu til að mynda fyrir hvað þetta var samhent aðgerð. Mér finnst við hafa gert eins vel og við gátum, miðað við aðstæður sem við bjuggumst alls ekki við að lenda í,“ segir Jón Atli. Aðspurður hvort hann telji að háskólinn fái tjónið bætt, þar sem ríkið tryggir ekki stofnanir sínar, segist Jón Atli bjartsýnn. Hann segir þá ekki liggja fyrir hvort tjónið muni hafa áhrif á rekstur háskólans. „Við erum bjartsýn hvað þetta varðar. Veitur höfðu strax samband og hafa komið hingað og skoðað aðstæður. Við erum að vinna með þeim. Þetta er augljóslega tjón sem varð frá utanaðkomandi aðilum og við viljum vona að það verði bætt. Ef það verður ekki, þá verðum við bara að taka á því þegar þar að kemur en ég er tiltölulega bjartsýnn miðað við hvernig málin hafa þróast og upprunann, að þetta verði bætt,“ segir Jón Atli. Þá hafi verið haft samband við mennta- og menningarmálaráðuneytið vegna málsins. Svörin þaðan hafi verið jákvæð.
Vatnsleki í Háskóla Íslands Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Miklar breytingar á starfi á Háskólatorgi og Gimli Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að öll kennsla sem fram hafi farið í húsakynnum Háskólatorgs og Gimli verði nú rafræn. Þá verður jarðhæð í Gimli ónothæf næstu mánuði og sama gildi um fyrirlestrarsali á jarðhæð á Háskólatorgi. 21. janúar 2021 14:29 Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir tjóninu Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir tjóninu sem varð vegna gríðarlegs vatnsleka í fimm byggingum skólans í nótt, að sögn rektors. Hann segir ljóst að tjónið sé gríðarlegt og hafi einmitt orðið í þeim skólastofum sem eru í notkun í kórónuveirufaraldrinum. 21. janúar 2021 10:58 Hafa dælt úr skólanum í hálfan sólarhring Slökkviliðsmenn sem eru að störfum í byggingum Háskóla Íslands eru nú farnir að sjá fyrir endann á aðgerðum á staðnum. Þeir vonast til að lokið verði við að dæla vatni af göngum skólans á næstu klukkutímum. 21. janúar 2021 12:52 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Miklar breytingar á starfi á Háskólatorgi og Gimli Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að öll kennsla sem fram hafi farið í húsakynnum Háskólatorgs og Gimli verði nú rafræn. Þá verður jarðhæð í Gimli ónothæf næstu mánuði og sama gildi um fyrirlestrarsali á jarðhæð á Háskólatorgi. 21. janúar 2021 14:29
Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir tjóninu Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir tjóninu sem varð vegna gríðarlegs vatnsleka í fimm byggingum skólans í nótt, að sögn rektors. Hann segir ljóst að tjónið sé gríðarlegt og hafi einmitt orðið í þeim skólastofum sem eru í notkun í kórónuveirufaraldrinum. 21. janúar 2021 10:58
Hafa dælt úr skólanum í hálfan sólarhring Slökkviliðsmenn sem eru að störfum í byggingum Háskóla Íslands eru nú farnir að sjá fyrir endann á aðgerðum á staðnum. Þeir vonast til að lokið verði við að dæla vatni af göngum skólans á næstu klukkutímum. 21. janúar 2021 12:52