„Við máttum ekki alveg við þessu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. janúar 2021 21:00 Isabel Alejandra Díaz, forseti Stúdentaráðs HÍ. Vísir/arnar Forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir að gríðarlegur vatnsleki í skólanum í fyrrinótt sé enn eitt áfallið fyrir nemendur, ofan á erfiðar annir sem undangengnar eru í kórónuveirufaraldrinum. Hreinsunarstarf gekk vel í skólanum í dag. Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands segir í tilkynningu til stúdenta og starfsfólks í dag að skýrari mynd sé að komast á afleiðingar vatnstjónsins. Skrifstofu- og kennslurými á jarðhæð Háskólatorgs og Gimli verði ónothæf næstu mánuði. Þá er vonast til að komið verði á rafmagni og netsambandi í Gimli um helgina. Bóksala stúdenta og Háma á Háskólatorgi opnuðu á ný í dag en ekki er reiknað með að hægt verði að opna Stúdentakjallarann fyrr en á þriðjudag. Isabel Alejandra Díaz forseti Stúdentaráðs segir að það hafi verið mikið áfall að sjá hversu illa útleikið húsnæði skólans er eftir lekann. „En maður var rosalega bjartsýnn fyrir vormisserið, að þetta væri allt að komast í eðlilegt horf eins og maður myndi orða það. Manni líður eins og það sé búið að vera mikil óvissa rosalega lengi út af samfélagsástandinu og mikill rússíbani. Við máttum ekki alveg við þessu. Þannig að þetta er mjög erfitt fyrir HÍ-hjartað,“ segir Isabel. Björgvin Sigmar Stefánsson, verktaki.Vísir/Arnar Björgvin Sigmar Stefánsson, verktaki sem unnið hefur að hreinsunarstarfi í dag, segir verkefnið vandasamt en telur þó að búið sé að ná ágætlega utan um það. „Þetta lítur bara mjög vel út núna á öðrum degi. Þá myndi ég segja að við hefðum náð mjög góðum árangri í því að kortleggja rakann,“ Nú sé mikilvægast að þurrka veggi svo ekki þurfi að rífa þá niður. Af því myndi hljótast mikið rask. En þið hafið séð það svartara en hér? „Jú, jú, við höfum alveg séð það svartara og erum alltaf mjög upplitsdjarfir í þessum verkefnum.“ Vatnsleki í Háskóla Íslands Skóla - og menntamál Reykjavík Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Reyna að koma rafmagni aftur á í dag Hreinsunarstarf og uppbygging heldur áfram í Háskóla Íslands í dag eftir vatnsleka í húsnæði skólans í fyrrinótt. Á meðal verkefna dagsins er að gera við lyftur og koma rafmagni aftur á. Þá var unnt að opna Hámu og Bóksölu stúdenta á ný í morgun - en bið verður á opnun Stúdentakjallarans. 22. janúar 2021 11:32 Sjáðu þegar vatnið fór að flæða inn í Háskóla Íslands Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segist vongóður um að tjón vegna mikils vatnsleka í húsakynnum háskólans í vesturbæ Reykjavíkur í nótt verði bætt. Myndband úr öryggismyndavél sýnir upphaf lekans og hvernig vatn flæddi inn í háskólann. 21. janúar 2021 20:12 Miklar breytingar á starfi á Háskólatorgi og Gimli Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að öll kennsla sem fram hafi farið í húsakynnum Háskólatorgs og Gimli verði nú rafræn. Þá verður jarðhæð í Gimli ónothæf næstu mánuði og sama gildi um fyrirlestrarsali á jarðhæð á Háskólatorgi. 21. janúar 2021 14:29 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands segir í tilkynningu til stúdenta og starfsfólks í dag að skýrari mynd sé að komast á afleiðingar vatnstjónsins. Skrifstofu- og kennslurými á jarðhæð Háskólatorgs og Gimli verði ónothæf næstu mánuði. Þá er vonast til að komið verði á rafmagni og netsambandi í Gimli um helgina. Bóksala stúdenta og Háma á Háskólatorgi opnuðu á ný í dag en ekki er reiknað með að hægt verði að opna Stúdentakjallarann fyrr en á þriðjudag. Isabel Alejandra Díaz forseti Stúdentaráðs segir að það hafi verið mikið áfall að sjá hversu illa útleikið húsnæði skólans er eftir lekann. „En maður var rosalega bjartsýnn fyrir vormisserið, að þetta væri allt að komast í eðlilegt horf eins og maður myndi orða það. Manni líður eins og það sé búið að vera mikil óvissa rosalega lengi út af samfélagsástandinu og mikill rússíbani. Við máttum ekki alveg við þessu. Þannig að þetta er mjög erfitt fyrir HÍ-hjartað,“ segir Isabel. Björgvin Sigmar Stefánsson, verktaki.Vísir/Arnar Björgvin Sigmar Stefánsson, verktaki sem unnið hefur að hreinsunarstarfi í dag, segir verkefnið vandasamt en telur þó að búið sé að ná ágætlega utan um það. „Þetta lítur bara mjög vel út núna á öðrum degi. Þá myndi ég segja að við hefðum náð mjög góðum árangri í því að kortleggja rakann,“ Nú sé mikilvægast að þurrka veggi svo ekki þurfi að rífa þá niður. Af því myndi hljótast mikið rask. En þið hafið séð það svartara en hér? „Jú, jú, við höfum alveg séð það svartara og erum alltaf mjög upplitsdjarfir í þessum verkefnum.“
Vatnsleki í Háskóla Íslands Skóla - og menntamál Reykjavík Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Reyna að koma rafmagni aftur á í dag Hreinsunarstarf og uppbygging heldur áfram í Háskóla Íslands í dag eftir vatnsleka í húsnæði skólans í fyrrinótt. Á meðal verkefna dagsins er að gera við lyftur og koma rafmagni aftur á. Þá var unnt að opna Hámu og Bóksölu stúdenta á ný í morgun - en bið verður á opnun Stúdentakjallarans. 22. janúar 2021 11:32 Sjáðu þegar vatnið fór að flæða inn í Háskóla Íslands Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segist vongóður um að tjón vegna mikils vatnsleka í húsakynnum háskólans í vesturbæ Reykjavíkur í nótt verði bætt. Myndband úr öryggismyndavél sýnir upphaf lekans og hvernig vatn flæddi inn í háskólann. 21. janúar 2021 20:12 Miklar breytingar á starfi á Háskólatorgi og Gimli Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að öll kennsla sem fram hafi farið í húsakynnum Háskólatorgs og Gimli verði nú rafræn. Þá verður jarðhæð í Gimli ónothæf næstu mánuði og sama gildi um fyrirlestrarsali á jarðhæð á Háskólatorgi. 21. janúar 2021 14:29 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Reyna að koma rafmagni aftur á í dag Hreinsunarstarf og uppbygging heldur áfram í Háskóla Íslands í dag eftir vatnsleka í húsnæði skólans í fyrrinótt. Á meðal verkefna dagsins er að gera við lyftur og koma rafmagni aftur á. Þá var unnt að opna Hámu og Bóksölu stúdenta á ný í morgun - en bið verður á opnun Stúdentakjallarans. 22. janúar 2021 11:32
Sjáðu þegar vatnið fór að flæða inn í Háskóla Íslands Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segist vongóður um að tjón vegna mikils vatnsleka í húsakynnum háskólans í vesturbæ Reykjavíkur í nótt verði bætt. Myndband úr öryggismyndavél sýnir upphaf lekans og hvernig vatn flæddi inn í háskólann. 21. janúar 2021 20:12
Miklar breytingar á starfi á Háskólatorgi og Gimli Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að öll kennsla sem fram hafi farið í húsakynnum Háskólatorgs og Gimli verði nú rafræn. Þá verður jarðhæð í Gimli ónothæf næstu mánuði og sama gildi um fyrirlestrarsali á jarðhæð á Háskólatorgi. 21. janúar 2021 14:29