Hörður Axel: Það skiptir öllu máli í Reykjanesbæ að vinna þessa leiki Atli Arason skrifar 22. janúar 2021 23:00 Haukar - Keflavík Domino´s deild karla vetur 2020 - 2021 körfubolti KKÍ Hörður Axel Vilhjálmsson, fyrirliði Keflavíkur átti fínan leik í kvöld þegar Keflvíkingar unnu baráttuna um Reykjanesbæ gegn Njarðvík í Ljónagryfjunni er liðin mættust í Dominos-deildinni, lokatölur 77-90. Hörður setti niður tíu stig, tók þrjú fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Sigurinn í kvöld var Herði gífurlega mikilvægur. „Þetta skiptir fólkið hérna máli, ekki bara leikmennina. Þetta skiptir báðum bæjarfélögum máli og hefur gert það síðan ég man eftir mér. Margir sem ég hitti í vikunni voru að tala um að við höfðum verið að standa okkur mjög vel hingað til en það allt myndi ekki skipta neinu máli ef við myndum tapa hérna í dag. Það skiptir öllu máli í Reykjanesbæ að vinna þessa leiki,” sagði Hörður í viðtali strax eftir leik. Keflavík var með forskot í leiknum allt frá fyrstu mínútu en Njarðvíkingar náðu nokkru sinnum að komast aftur inn í leikinn og gera hann spennandi. Hörður var ánægður með sigurinn í þessum óvenjulegu aðstæðum. „Ég er sáttur við sigurinn. Það er mjög skrítið að spila Keflavík-Njarðvík og enginn í húsinu. Maður er vanur því að fá extra fiðring fyrir þessum leik þar sem að allur bærinn er á staðnum. Umfram allt er ég mjög sáttur að vinna leikinn. Ég er sáttur að við náðum að halda sjó þegar þeir koma með þetta áhlaup sitt sem við gerðum á sama tíma illa að hleypa þeim inn í leikinn,” sagði Hörður áður en hann bætti við, „Við vorum skynsamir, mjög skynsamir til að byrja með. Við bjuggum til gott forskot og komum þeim í villuvandræði, sem ég persónulega var að leitast eftir. Því þá eru þeir í eltingarleik út frá því og þurfa að skipta inn á mun minni leikmönnum inn í teig, miðað við þá sem byrjuðu inn á. Við vorum líka skynsamir að róa leikinn niður þegar að þeir komu með áhlaupið sitt. Við fundum réttu opnanir og Valur kemur svo með tvo stóra þrista sem slekkur svolítið í þessu hjá þeim.” Það er spilað mjög þétt í Dominos-deildunum, bæði karla og kvenna, um þessar mundir. Ásamt því að vera leikmaður karlaliðs Keflavíkur er Hörður Axel líka aðstoðarþjálfari kvennaliðsins. Næsti leikur karlaliðs Keflavíkur er toppslagur gegn Grindavík á mánudaginn næstkomandi en það eru einu tvö liðin í deildinni sem hafa 100% árangur eftir fjórar umferðir. Hörður er þó langt frá því að vera kominn með hugan að þessum toppslag, þó það sé ekki nema þrír dagar í hann. „Ég var að einbeita mér af þessum leik í dag, svo á ég leik á morgun með kvennaliðinu gegn Val. Ég fæ ekki að komast lengra en einn dag í einu í þessari geðveiki sem þetta er akkúrat núna, 4-5 leikir í viku. Ég ætla byrja á því að klára Val á morgunn í kvenna og svo hugsa ég um Grindavík,” sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum með stórt bros á vör. Körfubolti Dominos-deild karla Keflavík ÍF Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 77-90 | Keflavík vann slaginn um Reykjanesbæ Keflavík vann erkifjendur og nágranna sína í Njarðvík er liðin mættust í Ljónagryfjunni í kvöld. Lokatölur 90-77 sem þýðir að Keflavík er komið á topp Dominos-deildar karla. 22. janúar 2021 22:00 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Sjá meira
Hörður setti niður tíu stig, tók þrjú fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Sigurinn í kvöld var Herði gífurlega mikilvægur. „Þetta skiptir fólkið hérna máli, ekki bara leikmennina. Þetta skiptir báðum bæjarfélögum máli og hefur gert það síðan ég man eftir mér. Margir sem ég hitti í vikunni voru að tala um að við höfðum verið að standa okkur mjög vel hingað til en það allt myndi ekki skipta neinu máli ef við myndum tapa hérna í dag. Það skiptir öllu máli í Reykjanesbæ að vinna þessa leiki,” sagði Hörður í viðtali strax eftir leik. Keflavík var með forskot í leiknum allt frá fyrstu mínútu en Njarðvíkingar náðu nokkru sinnum að komast aftur inn í leikinn og gera hann spennandi. Hörður var ánægður með sigurinn í þessum óvenjulegu aðstæðum. „Ég er sáttur við sigurinn. Það er mjög skrítið að spila Keflavík-Njarðvík og enginn í húsinu. Maður er vanur því að fá extra fiðring fyrir þessum leik þar sem að allur bærinn er á staðnum. Umfram allt er ég mjög sáttur að vinna leikinn. Ég er sáttur að við náðum að halda sjó þegar þeir koma með þetta áhlaup sitt sem við gerðum á sama tíma illa að hleypa þeim inn í leikinn,” sagði Hörður áður en hann bætti við, „Við vorum skynsamir, mjög skynsamir til að byrja með. Við bjuggum til gott forskot og komum þeim í villuvandræði, sem ég persónulega var að leitast eftir. Því þá eru þeir í eltingarleik út frá því og þurfa að skipta inn á mun minni leikmönnum inn í teig, miðað við þá sem byrjuðu inn á. Við vorum líka skynsamir að róa leikinn niður þegar að þeir komu með áhlaupið sitt. Við fundum réttu opnanir og Valur kemur svo með tvo stóra þrista sem slekkur svolítið í þessu hjá þeim.” Það er spilað mjög þétt í Dominos-deildunum, bæði karla og kvenna, um þessar mundir. Ásamt því að vera leikmaður karlaliðs Keflavíkur er Hörður Axel líka aðstoðarþjálfari kvennaliðsins. Næsti leikur karlaliðs Keflavíkur er toppslagur gegn Grindavík á mánudaginn næstkomandi en það eru einu tvö liðin í deildinni sem hafa 100% árangur eftir fjórar umferðir. Hörður er þó langt frá því að vera kominn með hugan að þessum toppslag, þó það sé ekki nema þrír dagar í hann. „Ég var að einbeita mér af þessum leik í dag, svo á ég leik á morgun með kvennaliðinu gegn Val. Ég fæ ekki að komast lengra en einn dag í einu í þessari geðveiki sem þetta er akkúrat núna, 4-5 leikir í viku. Ég ætla byrja á því að klára Val á morgunn í kvenna og svo hugsa ég um Grindavík,” sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum með stórt bros á vör.
Körfubolti Dominos-deild karla Keflavík ÍF Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 77-90 | Keflavík vann slaginn um Reykjanesbæ Keflavík vann erkifjendur og nágranna sína í Njarðvík er liðin mættust í Ljónagryfjunni í kvöld. Lokatölur 90-77 sem þýðir að Keflavík er komið á topp Dominos-deildar karla. 22. janúar 2021 22:00 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 77-90 | Keflavík vann slaginn um Reykjanesbæ Keflavík vann erkifjendur og nágranna sína í Njarðvík er liðin mættust í Ljónagryfjunni í kvöld. Lokatölur 90-77 sem þýðir að Keflavík er komið á topp Dominos-deildar karla. 22. janúar 2021 22:00