Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mætir einnig í Sprengisand og mun ræða um bóluefnið og stöðuna á dreifingu þess, umfang faraldursins í Evrópu og ýmislegt annað.
Þá mæta þau Óli Björn Kárason, Drífa Snædal og Smári McCarthy og ræða sölu Íslandsbanka.
Í lok þáttarins ræðir Kristján við Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélags Íslands, um breytingar á viðmiðum um skimun við brjóstakrabba, leghálssýni sem liggja á glámbekk, deilur um félagið og framkvæmd skimana.
Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.