Ekki lengur vísindaskáldskapur Edda Sif Pind Aradóttir skrifar 27. janúar 2021 08:01 Þó að þörfin á stóraukinni verðmætasköpun í íslensku samfélagi sé brýn er ekki þar með sagt að lausn vandans felist í því að hlaupa hraðar og stökkva hærra. Við getum valið að virkja frekar hugvitið til að smíða nýtt leikkerfi sem kollvarpar fyrra skipulagi. Við getum valið að byggja markvisst upp fjórðu útflutningsstoðina á grunni grænnar, loftslagsvænnar nýsköpunar. Nýsköpunarferlið er jafnkvikt og það er óútreiknanlegt. Á mörkum hins ómögulega skapast gjarnan fjöldi tækifæra til viðbótar við fyrirfram ákveðin markmið sem ekki voru fyrirséð við upphaf vegferðarinnar. Carbfix nýsköpunarverkefnið, sem á rætur sínar að rekja til 2006, fólst meðal annars í þróun á tækni sem hraðar náttúrlegri bindingu koldíoxíðs í bergi með það að markmiði að sporna gegn loftslagsvánni og draga úr útblæstri. Nokkrum árum síðar varð ljóst að beita mætti sömu tækni til að minnka losun brennisteinsvetnis með langtum umhverfisvænni hætti og lægri kostnaði en með hefðbundnum iðnaðarferlum. Í kjölfar enn frekari nýsköpunar getum við nú jafnframt samkeyrt Carbfix kolefnisförgunartæknina við loftsugutækni fyrirtækja eins og Climeworks sem fanga koldíoxíð beint úr andrúmslofti og breytt gamalli losun í stein. Fyrir ekki svo mörgum árum hefði slíkt talist til vísindaskáldskapar. Grænt hugvit sem fjórða útflutningsstoðin Nýr loftslagsvænn kolefnisförgunariðnaður sem byggir á íslensku hugviti getur orðið mikilvægur hluti fjórðu útflutningsstoðarinnar. Samhliða því að farga CO2 beint frá orku-, iðju- og lofthreinsiverum má farga CO2 sem flutt yrði hingað með skipum sem ganga fyrir endurnýjanlegum orkugjafa. Þannig næðist verulegt stærðarhagræði auk þess sem samlegðaráhrif gætu skapast við framleiðslu innlends rafeldsneytis á borð við vetni og metanól sem skipin gætu flutt á markaði erlendis í bakaleiðinni. Kolefnisneikvætt Ísland um miðja öld? Metnaðarfull markmið stjórnvalda um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040 kalla á að nýtt leikkerfi verði smíðað um t.d. neyslumynstur, samgöngur, orku- og iðnaðarframleiðslu og endurvinnslu úrgangs. Þó að flestar lausnanna sem þarf að innleiða séu þegar til er ljóst að með nýsköpun og hringrásarhagkerfishugsun að leiðarljósi má hámarka árangur og lágmarka kostnað. Með markvissri nýsköpun getum við skapað kolefnisneikvætt samfélag ekki síðar en um miðbik aldarinnar og þangað verðum við að stefna. Áskoranirnar sem við höfum staðið frammi fyrir á undanförnum misserum vegna heimsfaraldurs Covid-19 hafa reynt á. Þær blikna þó í samanburði við þær geigvænlegu hamfarir sem vofa yfir ef okkur tekst ekki að stöðva hlýnun jarðar. Sláum tvær flugur í einu höggi. Sköpum okkur tækifæri og verðmæti úr því sem ekki var til með dug, þor og framsækna nýsköpun að leiðarljósi samhliða því að ná aðdáunarverðum árangri í loftslagsmálum. Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Loftslagsmál Nýsköpun Edda Sif Aradóttir Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Þó að þörfin á stóraukinni verðmætasköpun í íslensku samfélagi sé brýn er ekki þar með sagt að lausn vandans felist í því að hlaupa hraðar og stökkva hærra. Við getum valið að virkja frekar hugvitið til að smíða nýtt leikkerfi sem kollvarpar fyrra skipulagi. Við getum valið að byggja markvisst upp fjórðu útflutningsstoðina á grunni grænnar, loftslagsvænnar nýsköpunar. Nýsköpunarferlið er jafnkvikt og það er óútreiknanlegt. Á mörkum hins ómögulega skapast gjarnan fjöldi tækifæra til viðbótar við fyrirfram ákveðin markmið sem ekki voru fyrirséð við upphaf vegferðarinnar. Carbfix nýsköpunarverkefnið, sem á rætur sínar að rekja til 2006, fólst meðal annars í þróun á tækni sem hraðar náttúrlegri bindingu koldíoxíðs í bergi með það að markmiði að sporna gegn loftslagsvánni og draga úr útblæstri. Nokkrum árum síðar varð ljóst að beita mætti sömu tækni til að minnka losun brennisteinsvetnis með langtum umhverfisvænni hætti og lægri kostnaði en með hefðbundnum iðnaðarferlum. Í kjölfar enn frekari nýsköpunar getum við nú jafnframt samkeyrt Carbfix kolefnisförgunartæknina við loftsugutækni fyrirtækja eins og Climeworks sem fanga koldíoxíð beint úr andrúmslofti og breytt gamalli losun í stein. Fyrir ekki svo mörgum árum hefði slíkt talist til vísindaskáldskapar. Grænt hugvit sem fjórða útflutningsstoðin Nýr loftslagsvænn kolefnisförgunariðnaður sem byggir á íslensku hugviti getur orðið mikilvægur hluti fjórðu útflutningsstoðarinnar. Samhliða því að farga CO2 beint frá orku-, iðju- og lofthreinsiverum má farga CO2 sem flutt yrði hingað með skipum sem ganga fyrir endurnýjanlegum orkugjafa. Þannig næðist verulegt stærðarhagræði auk þess sem samlegðaráhrif gætu skapast við framleiðslu innlends rafeldsneytis á borð við vetni og metanól sem skipin gætu flutt á markaði erlendis í bakaleiðinni. Kolefnisneikvætt Ísland um miðja öld? Metnaðarfull markmið stjórnvalda um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040 kalla á að nýtt leikkerfi verði smíðað um t.d. neyslumynstur, samgöngur, orku- og iðnaðarframleiðslu og endurvinnslu úrgangs. Þó að flestar lausnanna sem þarf að innleiða séu þegar til er ljóst að með nýsköpun og hringrásarhagkerfishugsun að leiðarljósi má hámarka árangur og lágmarka kostnað. Með markvissri nýsköpun getum við skapað kolefnisneikvætt samfélag ekki síðar en um miðbik aldarinnar og þangað verðum við að stefna. Áskoranirnar sem við höfum staðið frammi fyrir á undanförnum misserum vegna heimsfaraldurs Covid-19 hafa reynt á. Þær blikna þó í samanburði við þær geigvænlegu hamfarir sem vofa yfir ef okkur tekst ekki að stöðva hlýnun jarðar. Sláum tvær flugur í einu höggi. Sköpum okkur tækifæri og verðmæti úr því sem ekki var til með dug, þor og framsækna nýsköpun að leiðarljósi samhliða því að ná aðdáunarverðum árangri í loftslagsmálum. Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar