Johnson fer til Skotlands vegna vaxandi kröfu um sjálfstæði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. janúar 2021 23:15 Boris Johnson mun á morgun ferðast til Skotlands vegna vaxandi kröfu um sjálfstæði Skotlands. Nicola Sturgeon hefur gagnrýnt ákvörðun hans um að ferðast og segir það slæmt fordæmi vegna faraldursins. Vísir/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun á morgun ferðast til Skotlands vegna vaxandi kröfu Skota um að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði landsins fari fram. Johnson hefur verið mjög mótfallinn þeirri hugmynd og er gert ráð fyrir að hann muni berjast hart gegn því að Skotar yfirgefi ríkið. Undanfarin fimm ár hafa samskipti Skotlands og Bretlands farið versnandi meðal annars vegna Brexit, viðbragða breskra stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum og ítrekaðrar kröfu skoskra stjórnvalda um að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um skoskt sjálfstæði. Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, hefur gagnrýnt Johnson harðlega undanfarna mánuði vegna viðbragða yfirvalda við faraldrinum. Johnson svaraði því að hluta í dag þegar hann sagði Skotland græða mikið á því að vera hluti af Bretlandi þar sem Skotar fengju skjótt og öruggt aðgengi að bóluefni Oxford háskóla sem nú er í dreifingu. „Við höfum tekið okkur á til þess að ráða niðurlögum veirunnar,“ sagði Johnson í dag. „Samvinna allra á Bretlandi í þessum faraldri er einmitt það sem Skotar kölluðu eftir og það er það sem við höfum einblínt á.“ Sturgeon benti hins vegar á það í dag að það skyti skökku við að forsætisráðherrann predikaði um aðgerðir vegna faraldursins en ætlaði nú að ferðast frá Lundúnum til Skotlands og spurði hvort heimsóknin væri virkilega nauðsynleg og sagði hana ekki gott fordæmi. Sturgeon hefur lýst því yfir að hún vonist til þess að flokkur hennar, skoski þjóðarflokkurinn, tryggi sér meirihluta í skosku þingkosningunum í maí næstkomandi. Það myndi gefa henni umboð til þess að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Kjósi Skotar að lýsa yfir sjálfstæði þýðir það að Bretland missir nærri þriðjung landssvæðis síns og nærri tíu prósent íbúa. Johnson, sem þyrfti að samþykkja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram, hefur sagt ítrekað að ónauðsynlegt sé að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu eftir að Skotar kusu gegn sjálfstæði árið 2014. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2014 greiddu 55 prósent kjósenda gegn sjálfstæði og 45 prósent kjósenda með. Hins vegar vildi meirihluti Skota vera áfram í Evrópusambandinu, þegar þjóðaratkvæðagreiðslan um Brexit fór fram, og síðan þá hafa skoskir þjóðernissinnar krafist nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Bretland Brexit Skotland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segist aldrei hafa verið vissari um sjálfstæði Skotlands Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, segist „aldrei hafa verið eins viss“ um að sjálfstæði Skotlands verði að veruleika eins og nú. Búist er við því að Sturgeon muni fjalla um það í ræðu sinni á ársfundi Skoska þjóðarflokksins að stuðningur við sjálfstæði Skotlands sé nú „viðvarandi og njóti meirihlutastuðnings,“ að því er BBC greinir frá þar sem vitnað er í ræðu Sturgeon sem hún mun flytja á ársfundi á mánudaginn. 28. nóvember 2020 09:35 Mun nýta vikuna í að krefjast nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, ítrekaði í dag á skoska þinginu að hún hyggðist krefjast þess að haldin yrði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi. 17. desember 2019 23:30 „Skotland getur ekki verið fangelsað af Bretlandi“ Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, sagði að Skotland geti ekki verið fangelsað í Bretlandi gegn vilja þess af bresku ríkisstjórninni. 15. desember 2019 11:24 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Sjá meira
Undanfarin fimm ár hafa samskipti Skotlands og Bretlands farið versnandi meðal annars vegna Brexit, viðbragða breskra stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum og ítrekaðrar kröfu skoskra stjórnvalda um að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um skoskt sjálfstæði. Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, hefur gagnrýnt Johnson harðlega undanfarna mánuði vegna viðbragða yfirvalda við faraldrinum. Johnson svaraði því að hluta í dag þegar hann sagði Skotland græða mikið á því að vera hluti af Bretlandi þar sem Skotar fengju skjótt og öruggt aðgengi að bóluefni Oxford háskóla sem nú er í dreifingu. „Við höfum tekið okkur á til þess að ráða niðurlögum veirunnar,“ sagði Johnson í dag. „Samvinna allra á Bretlandi í þessum faraldri er einmitt það sem Skotar kölluðu eftir og það er það sem við höfum einblínt á.“ Sturgeon benti hins vegar á það í dag að það skyti skökku við að forsætisráðherrann predikaði um aðgerðir vegna faraldursins en ætlaði nú að ferðast frá Lundúnum til Skotlands og spurði hvort heimsóknin væri virkilega nauðsynleg og sagði hana ekki gott fordæmi. Sturgeon hefur lýst því yfir að hún vonist til þess að flokkur hennar, skoski þjóðarflokkurinn, tryggi sér meirihluta í skosku þingkosningunum í maí næstkomandi. Það myndi gefa henni umboð til þess að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Kjósi Skotar að lýsa yfir sjálfstæði þýðir það að Bretland missir nærri þriðjung landssvæðis síns og nærri tíu prósent íbúa. Johnson, sem þyrfti að samþykkja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram, hefur sagt ítrekað að ónauðsynlegt sé að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu eftir að Skotar kusu gegn sjálfstæði árið 2014. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2014 greiddu 55 prósent kjósenda gegn sjálfstæði og 45 prósent kjósenda með. Hins vegar vildi meirihluti Skota vera áfram í Evrópusambandinu, þegar þjóðaratkvæðagreiðslan um Brexit fór fram, og síðan þá hafa skoskir þjóðernissinnar krafist nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu.
Bretland Brexit Skotland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segist aldrei hafa verið vissari um sjálfstæði Skotlands Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, segist „aldrei hafa verið eins viss“ um að sjálfstæði Skotlands verði að veruleika eins og nú. Búist er við því að Sturgeon muni fjalla um það í ræðu sinni á ársfundi Skoska þjóðarflokksins að stuðningur við sjálfstæði Skotlands sé nú „viðvarandi og njóti meirihlutastuðnings,“ að því er BBC greinir frá þar sem vitnað er í ræðu Sturgeon sem hún mun flytja á ársfundi á mánudaginn. 28. nóvember 2020 09:35 Mun nýta vikuna í að krefjast nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, ítrekaði í dag á skoska þinginu að hún hyggðist krefjast þess að haldin yrði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi. 17. desember 2019 23:30 „Skotland getur ekki verið fangelsað af Bretlandi“ Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, sagði að Skotland geti ekki verið fangelsað í Bretlandi gegn vilja þess af bresku ríkisstjórninni. 15. desember 2019 11:24 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Sjá meira
Segist aldrei hafa verið vissari um sjálfstæði Skotlands Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, segist „aldrei hafa verið eins viss“ um að sjálfstæði Skotlands verði að veruleika eins og nú. Búist er við því að Sturgeon muni fjalla um það í ræðu sinni á ársfundi Skoska þjóðarflokksins að stuðningur við sjálfstæði Skotlands sé nú „viðvarandi og njóti meirihlutastuðnings,“ að því er BBC greinir frá þar sem vitnað er í ræðu Sturgeon sem hún mun flytja á ársfundi á mánudaginn. 28. nóvember 2020 09:35
Mun nýta vikuna í að krefjast nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, ítrekaði í dag á skoska þinginu að hún hyggðist krefjast þess að haldin yrði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi. 17. desember 2019 23:30
„Skotland getur ekki verið fangelsað af Bretlandi“ Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, sagði að Skotland geti ekki verið fangelsað í Bretlandi gegn vilja þess af bresku ríkisstjórninni. 15. desember 2019 11:24