Facebook og Google eru blóðsugur Ólafur Hauksson skrifar 28. janúar 2021 12:00 Kæmist íslenskt fyrirtæki upp með að skila ekki krónu í skatt af 4 milljarða króna tekjum hér á landi? Að sjálfsögðu ekki. En það gera Facebook, Google og Youtube. Fjögurra milljarða króna árstekjur þeirra frá Íslandi skila ekki krónu til samneyslunnar. Þessi erlendu netfyrirtæki eru blóðsugur á íslensku efnahagslífi. Fyrst og fremst draga þau máttinn úr íslenskum fjölmiðlum og ógna þannig lýðræðislegri umræðu. Facebook, Google og Youtube eru vissulega áhrifaríkir og þægilegir auglýsingamiðlar. Þess vegna vilja Íslendingar eiga viðskipti við þau. En vegna skattfríðindanna er samkeppnisstaða þeirra óhemju sterk. Þau geta selt þjónustuna á miklu hagstæðara verði en innlendir fjölmiðlar, sem þurfa að skila opinberum gjöldum af öllum umsvifum sínum, allt frá staðgreiðsluskatti og tryggingagjaldi til virðisaukaskatts. Þar fyrir utan eru svo öll hin gjöldin, þar sem framlög í lífeyrissjóði vega þyngst. Undirboð sem veikja lýðræðislega umræðu Samantekt Hagstofunnar um tekjur af fjölmiðlum og skyldri starfsemi 2019 sýnir hvernig erlendu netveiturnar hafa jafnt og þétt aukið tekjur sínar hér á landi. Árið 2015 höfðu Facebook og Google 1,5 milljarð króna í tekjur. Fjórum árum síðar, 2019, höfðu þau þrefaldað umsvifin hér og þénuðu tæplega 3,9 milljarða króna. Á sama tíma hafa auglýsingatekjur innlendra fjölmiðla jafnt og þétt dregist saman. Það er auðvitað fáránlegt að þessar erlendu netveitur skuli komast upp með að grafa undan innlendum fjölmiðlum með stórkostlegum undirboðum auglýsinga í skjóli skattleysis. Þessar netveitur koma ekki í stað upplýstrar umræðu í innlendum fjölmiðlum. Aðhald fjölmiðla að stjórnvöldum er einn grundvallarþáttur lýðræðis. Veiking þeirra grefur því undan lýðræðinu. Stjórnvöld hafa sýnt þessari vondu stöðu fálæti, nema helst Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Hún hefur lagt til að rétta hlut innlendra fjölmiðla með stuðningi ríkisins og að skattleggja erlendu stórfyrirtækin. Ríkisstyrktir auglýsingatímar á Rúv Í umræðunni um bága stöðu einkarekinna fjölmiðla má ekki líta framhjá umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Með milljarða króna ríkisstyrk tekst Rúv að skapa sér sterka stöðu sem síðan trekkir að auglýsendur á kostnað keppinautanna. Auglýsingatímar Rúv eru í raun niðurgreiddir, ekki ósvipað og auglýsingapláss erlendu netfyrirtækjanna er niðurgreitt með skattfrelsinu. Ef ekki væri fyrir ríkisstyrkinn þyrfti Rúv að selja auglýsingatíma á mun hærra verði. Sá er þó auðvitað munurinn á Rúv og erlendu netveitunum að Rúv er hlekkur í hinni lýðræðislegu umræðu. Leiðin til að jafna stöðuna gagnvart Rúv Lagt hefur verið til að Rúv verði bannað að selja auglýsingar. Þá myndi hagur einkarekinna fjölmiðla batna. Miklu einfaldara er að skylda Rúv til að selja auglýsingatímana á raunverði, þ.e. án ríkisstyrksins. Það myndi jafna samkeppnisstöðuna svo um munar. Um leið myndi það tryggja að sjónvarp og útvarp verði áfram eftirsóknarverðir auglýsingamiðlar. Milljarðurinn sem vantar Ef Facebook, Google og Youtube skiluðu virðisaukaskatti af starfsemi sinni hér á landi, þá næmi fjárhæðin tæpum milljarði króna miðað við umsvifin 2019. Á sama tíma sjá sumir ofsjónum yfir tillögu um að styrkja einkarekna fjölmiðla um 400 milljónir króna á ári. Samkeppnisstaðan myndi batna verulega ef netveiturnar yrðu skattlagðar um þennan milljarð og hann notaður til að styðja innlenda fjölmiðla. Það vefst ekki fyrir erlendum stórfyrirtækjum sem það kjósa að skila virðisaukaskatti hér á landi. Apple gerir það fyrir iCloud þjónustu og Amazon Web Services gerir það. Airbnb skilar virðisaukaskatti af eigin þjónustu en ekki sjálfu leiguverðinu. Facebook tryggir ekki upplýsta umræðu Auðvitað eiga þessi erlendu fyrirtæki að greiða skatt af umsvifum sínum hér á landi. Ísland virðist ekki þess megnugt að skattleggja þau, eða að áhugi stjórnvalda til þess er ekki nægilegur. Evrópusambandið hefur lengi kallað eftir því að erlendar netveitur skili sköttum af þjónustu sem þær selja í löndum þess. Fyrirtækin kjósa hins vegar að gera það ekki og eiga þannig frítt spil með skaðlegum undirborðum. Væntanlega styttist í að böndum verði komið á þessi sníkjudýr, þó ekki væri nema til að hemja skaðleg áhrif þeirra á lýðræðið. Eitt er víst, það verður seint hægt að treysta á Facebook, Twitter, Youtube eða Instagram til að tryggja upplýsta umræðu sem byggir á vinnuhefðum blaðamennsku. Slíka blaðamennsku er ekki hægt að stunda ef neinni alvöru ef fjölmiðlar hafa ekki tekjur. Höfundur er almannatengill og fyrrverandi blaðamaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Samfélagsmiðlar Facebook Google Fjölmiðlar Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Sjá meira
Kæmist íslenskt fyrirtæki upp með að skila ekki krónu í skatt af 4 milljarða króna tekjum hér á landi? Að sjálfsögðu ekki. En það gera Facebook, Google og Youtube. Fjögurra milljarða króna árstekjur þeirra frá Íslandi skila ekki krónu til samneyslunnar. Þessi erlendu netfyrirtæki eru blóðsugur á íslensku efnahagslífi. Fyrst og fremst draga þau máttinn úr íslenskum fjölmiðlum og ógna þannig lýðræðislegri umræðu. Facebook, Google og Youtube eru vissulega áhrifaríkir og þægilegir auglýsingamiðlar. Þess vegna vilja Íslendingar eiga viðskipti við þau. En vegna skattfríðindanna er samkeppnisstaða þeirra óhemju sterk. Þau geta selt þjónustuna á miklu hagstæðara verði en innlendir fjölmiðlar, sem þurfa að skila opinberum gjöldum af öllum umsvifum sínum, allt frá staðgreiðsluskatti og tryggingagjaldi til virðisaukaskatts. Þar fyrir utan eru svo öll hin gjöldin, þar sem framlög í lífeyrissjóði vega þyngst. Undirboð sem veikja lýðræðislega umræðu Samantekt Hagstofunnar um tekjur af fjölmiðlum og skyldri starfsemi 2019 sýnir hvernig erlendu netveiturnar hafa jafnt og þétt aukið tekjur sínar hér á landi. Árið 2015 höfðu Facebook og Google 1,5 milljarð króna í tekjur. Fjórum árum síðar, 2019, höfðu þau þrefaldað umsvifin hér og þénuðu tæplega 3,9 milljarða króna. Á sama tíma hafa auglýsingatekjur innlendra fjölmiðla jafnt og þétt dregist saman. Það er auðvitað fáránlegt að þessar erlendu netveitur skuli komast upp með að grafa undan innlendum fjölmiðlum með stórkostlegum undirboðum auglýsinga í skjóli skattleysis. Þessar netveitur koma ekki í stað upplýstrar umræðu í innlendum fjölmiðlum. Aðhald fjölmiðla að stjórnvöldum er einn grundvallarþáttur lýðræðis. Veiking þeirra grefur því undan lýðræðinu. Stjórnvöld hafa sýnt þessari vondu stöðu fálæti, nema helst Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Hún hefur lagt til að rétta hlut innlendra fjölmiðla með stuðningi ríkisins og að skattleggja erlendu stórfyrirtækin. Ríkisstyrktir auglýsingatímar á Rúv Í umræðunni um bága stöðu einkarekinna fjölmiðla má ekki líta framhjá umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Með milljarða króna ríkisstyrk tekst Rúv að skapa sér sterka stöðu sem síðan trekkir að auglýsendur á kostnað keppinautanna. Auglýsingatímar Rúv eru í raun niðurgreiddir, ekki ósvipað og auglýsingapláss erlendu netfyrirtækjanna er niðurgreitt með skattfrelsinu. Ef ekki væri fyrir ríkisstyrkinn þyrfti Rúv að selja auglýsingatíma á mun hærra verði. Sá er þó auðvitað munurinn á Rúv og erlendu netveitunum að Rúv er hlekkur í hinni lýðræðislegu umræðu. Leiðin til að jafna stöðuna gagnvart Rúv Lagt hefur verið til að Rúv verði bannað að selja auglýsingar. Þá myndi hagur einkarekinna fjölmiðla batna. Miklu einfaldara er að skylda Rúv til að selja auglýsingatímana á raunverði, þ.e. án ríkisstyrksins. Það myndi jafna samkeppnisstöðuna svo um munar. Um leið myndi það tryggja að sjónvarp og útvarp verði áfram eftirsóknarverðir auglýsingamiðlar. Milljarðurinn sem vantar Ef Facebook, Google og Youtube skiluðu virðisaukaskatti af starfsemi sinni hér á landi, þá næmi fjárhæðin tæpum milljarði króna miðað við umsvifin 2019. Á sama tíma sjá sumir ofsjónum yfir tillögu um að styrkja einkarekna fjölmiðla um 400 milljónir króna á ári. Samkeppnisstaðan myndi batna verulega ef netveiturnar yrðu skattlagðar um þennan milljarð og hann notaður til að styðja innlenda fjölmiðla. Það vefst ekki fyrir erlendum stórfyrirtækjum sem það kjósa að skila virðisaukaskatti hér á landi. Apple gerir það fyrir iCloud þjónustu og Amazon Web Services gerir það. Airbnb skilar virðisaukaskatti af eigin þjónustu en ekki sjálfu leiguverðinu. Facebook tryggir ekki upplýsta umræðu Auðvitað eiga þessi erlendu fyrirtæki að greiða skatt af umsvifum sínum hér á landi. Ísland virðist ekki þess megnugt að skattleggja þau, eða að áhugi stjórnvalda til þess er ekki nægilegur. Evrópusambandið hefur lengi kallað eftir því að erlendar netveitur skili sköttum af þjónustu sem þær selja í löndum þess. Fyrirtækin kjósa hins vegar að gera það ekki og eiga þannig frítt spil með skaðlegum undirborðum. Væntanlega styttist í að böndum verði komið á þessi sníkjudýr, þó ekki væri nema til að hemja skaðleg áhrif þeirra á lýðræðið. Eitt er víst, það verður seint hægt að treysta á Facebook, Twitter, Youtube eða Instagram til að tryggja upplýsta umræðu sem byggir á vinnuhefðum blaðamennsku. Slíka blaðamennsku er ekki hægt að stunda ef neinni alvöru ef fjölmiðlar hafa ekki tekjur. Höfundur er almannatengill og fyrrverandi blaðamaður
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun