Þýskur nýnasisti dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða stjórnmálamann Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2021 12:00 Stephan Ernst í dómsal í gær. Getty/Kai Pfaffenbach Þýskur nýnasisti sem myrti stjórnmálamanninn Walter Lübcke, meðlimi í stjórnmálaflokki Angelu Merkel kanslara Þýskalands, var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi vegna morðsins. Lübcke var skotinn í höfuðið fyrir utan heimili sitt í júní 2019. Stephan Ernst viðurkenndi fljótt að hafa myrt Lübcke sem hafði talað fyrir réttindum innflytjenda og hælisleitenda. Hann dró játningu sína þó til baka skömmu seinna en játaði svo aftur við réttarhöldin síðasta sumar. Sjá einnig: Viðurkenndi öðru sinni að hafa myrt ríkisstjórann Annar maður sem grunaður var um aðilda að morðinu var sýknaður af ákæru vegna morðsins en dæmdur á skilorð vegna vopnalagabrota. Samkvæmt frétt DW var Ernst, sem er 47 ára gamall, kunnugur lögreglu. Sem táningur kom hann rörasprengju fyrir í kjallara nágranna síns af tyrkneskum uppruna. Hann stækk íslamskan bænaprest árið 1993 og árið 1993 kom hann annarri rörasprengju fyrir í bíl fyrir utan hýbýli hælisleitenda. Árið 2009 var hann í hópi nýnasista sem réðust á mótmæli vinstri sinnaðra aðgerðarsinna í Dortmund. Ernst var einnig ákærður fyrir að stinga flóttamann frá Írak árið 2016. Hann var þó sýknaður af þeirri ákæru. DW segir Ernst mögulega tilheyra NSU, samtökum nýnasista, en meðlimir þeirra hafa verið sakaðir um morð, sprengjuárásir og aðra glæpi á undanförnum árum. Eins og fram kemur í grein New York Times hefur ljósi verið varpað á að fjarhægri öfgamenn hafi komið sér fyrir innan öryggisstofnanna í Þýskalandi. Þar á meðal í sérsveitum hers Þýskalands og lögreglu. Dieter Killmer, saksóknari, sagði við réttarhöldin gegn Ernst að dómstólar Þýskalands þyrftu að senda skýr skilaboð til öfgamanna eins og hans. Þá sagði hann við blaðamenn eftir að hann flutti lokaræðu sína í síðustu viku að miklvægt væri að tryggja að fleiri mönnum dytti ekki í hug að myrða stjórnmálamenn og aðra. Í kjölfar morðs Lübcke voru fjölmargar árásir gerðar af fjarhægri öfgamönnum í Þýskalandi. Þar á meðal var reynt að sprengja upp bænahús gyðinga í Halle og þá skaut maður níu manns sem í Hanau. Þar var um að ræða Þjóðverja sem hefðu búið í Þýskalandi í margar kynslóðir en áttu ættir sínar að rekja til Tyrklands. Þýskaland Tengdar fréttir Meintir morðingjar Lübcke mættu fyrir dóm Réttarhöld yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um morðið á þýska stjórnmálamanninum Walter Lübcke hófust í dag. 16. júní 2020 10:28 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Stephan Ernst viðurkenndi fljótt að hafa myrt Lübcke sem hafði talað fyrir réttindum innflytjenda og hælisleitenda. Hann dró játningu sína þó til baka skömmu seinna en játaði svo aftur við réttarhöldin síðasta sumar. Sjá einnig: Viðurkenndi öðru sinni að hafa myrt ríkisstjórann Annar maður sem grunaður var um aðilda að morðinu var sýknaður af ákæru vegna morðsins en dæmdur á skilorð vegna vopnalagabrota. Samkvæmt frétt DW var Ernst, sem er 47 ára gamall, kunnugur lögreglu. Sem táningur kom hann rörasprengju fyrir í kjallara nágranna síns af tyrkneskum uppruna. Hann stækk íslamskan bænaprest árið 1993 og árið 1993 kom hann annarri rörasprengju fyrir í bíl fyrir utan hýbýli hælisleitenda. Árið 2009 var hann í hópi nýnasista sem réðust á mótmæli vinstri sinnaðra aðgerðarsinna í Dortmund. Ernst var einnig ákærður fyrir að stinga flóttamann frá Írak árið 2016. Hann var þó sýknaður af þeirri ákæru. DW segir Ernst mögulega tilheyra NSU, samtökum nýnasista, en meðlimir þeirra hafa verið sakaðir um morð, sprengjuárásir og aðra glæpi á undanförnum árum. Eins og fram kemur í grein New York Times hefur ljósi verið varpað á að fjarhægri öfgamenn hafi komið sér fyrir innan öryggisstofnanna í Þýskalandi. Þar á meðal í sérsveitum hers Þýskalands og lögreglu. Dieter Killmer, saksóknari, sagði við réttarhöldin gegn Ernst að dómstólar Þýskalands þyrftu að senda skýr skilaboð til öfgamanna eins og hans. Þá sagði hann við blaðamenn eftir að hann flutti lokaræðu sína í síðustu viku að miklvægt væri að tryggja að fleiri mönnum dytti ekki í hug að myrða stjórnmálamenn og aðra. Í kjölfar morðs Lübcke voru fjölmargar árásir gerðar af fjarhægri öfgamönnum í Þýskalandi. Þar á meðal var reynt að sprengja upp bænahús gyðinga í Halle og þá skaut maður níu manns sem í Hanau. Þar var um að ræða Þjóðverja sem hefðu búið í Þýskalandi í margar kynslóðir en áttu ættir sínar að rekja til Tyrklands.
Þýskaland Tengdar fréttir Meintir morðingjar Lübcke mættu fyrir dóm Réttarhöld yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um morðið á þýska stjórnmálamanninum Walter Lübcke hófust í dag. 16. júní 2020 10:28 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Meintir morðingjar Lübcke mættu fyrir dóm Réttarhöld yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um morðið á þýska stjórnmálamanninum Walter Lübcke hófust í dag. 16. júní 2020 10:28