Mega hvorki spila á heimavelli né nota nýja íslenska leikmanninn sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2021 15:45 Ingibjörg Sigurðardóttir fagnar bikarmeistaratitlinum á forsíðu Verdens Gang. Verdens Gang Ingibjörg Sigurðardóttir og félagar hjá Noregsmeisturum Vålerenga eru búnar að missa heimaleik sinn í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar vegna kórónuveirunnar. Vålerenga mætir danska félaginu Bröndby í 32 liða úrslitum keppninnar og áttu leikirnir að fara fram í desember, einn á heimavelli Vålerenga og annar á heimavelli Bröndby. Það varð að fresta leikjunum þá vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í báðum löndum. Leikirnir voru fyrst settir báðir á í febrúar en nú er orðið ljóst að það mun bara fara fram einn leikur. Vålerenga getur ekki spilað leikinn á heimavelli sínum í Osló og hefur því orðið að gefa eftir heimaleikinn sinn. Það fer því bara fram einn leikur og hann verður spilaður á heimavelli danska félagsins í Kaupmannahöfn í næstu viku. Vålerenga reyndi líka án árangurs að fá undanþágu fyrir íslensku knattspyrnukonuna Amöndu Andradóttur sem kom til félagsins frá danska félaginu Nordsjælland á dögunum en hún verður ekki lögleg fyrr en 25. febrúar. Vålerenga hefur misst leikmenn úr meistaraliði sínu en getur ekki notað nýja leikmenn. Það má því helst enginn meiðast á næstunni ef liðið ætlar að eiga í lið á móti Bröndby. Da er det altså klart:16-delsfinalene spilles over ett oppgjør i Danmark! https://t.co/wHI2RmUTwL— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) February 1, 2021 „Í hinum fullkomnna heimi hefðum við spilað leikina heima og að heiman en það var ekki mögulegt núna. Við verðum því bara að undirbúa okkur undir þennan eina leik í Danmörku. Það kom á daginn að það væri ekki raunhæft að spila fyrri leikinn í Noregi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar,“ sagði Eli Landsem, íþróttastjóri Vålerenga á heimasíðu norska félagsins. Vålerenga reyndi eins og áður sagði að fá undanþágu fyrir Amöndu Andradóttur og þrjá aðra nýja leikmenn liðsins en hún fékkst ekki og því verður hópur norska liðsins þunnskipaður í þessum leik. „Sem betur fer eigum við sextán góða leikmenn sem eru tilbúnir í þennan leik og gætu komið okkur áfram í keppninni,“ sagði Landsem. Ingibjörg Sigurðardóttir fer þar fremst í flokki en hún átti frábær fyrsta tímabil með Vålerenga, vann tvöfalt og var kosin leikmaður ársins af norsku úrvalsdeildinni sjálfri. Nå er jeg veldig stolt over å bli en del av VålerengaVelkommen, Amanda https://t.co/gXCizsxVmz— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) December 21, 2020 Norski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Vålerenga mætir danska félaginu Bröndby í 32 liða úrslitum keppninnar og áttu leikirnir að fara fram í desember, einn á heimavelli Vålerenga og annar á heimavelli Bröndby. Það varð að fresta leikjunum þá vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í báðum löndum. Leikirnir voru fyrst settir báðir á í febrúar en nú er orðið ljóst að það mun bara fara fram einn leikur. Vålerenga getur ekki spilað leikinn á heimavelli sínum í Osló og hefur því orðið að gefa eftir heimaleikinn sinn. Það fer því bara fram einn leikur og hann verður spilaður á heimavelli danska félagsins í Kaupmannahöfn í næstu viku. Vålerenga reyndi líka án árangurs að fá undanþágu fyrir íslensku knattspyrnukonuna Amöndu Andradóttur sem kom til félagsins frá danska félaginu Nordsjælland á dögunum en hún verður ekki lögleg fyrr en 25. febrúar. Vålerenga hefur misst leikmenn úr meistaraliði sínu en getur ekki notað nýja leikmenn. Það má því helst enginn meiðast á næstunni ef liðið ætlar að eiga í lið á móti Bröndby. Da er det altså klart:16-delsfinalene spilles over ett oppgjør i Danmark! https://t.co/wHI2RmUTwL— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) February 1, 2021 „Í hinum fullkomnna heimi hefðum við spilað leikina heima og að heiman en það var ekki mögulegt núna. Við verðum því bara að undirbúa okkur undir þennan eina leik í Danmörku. Það kom á daginn að það væri ekki raunhæft að spila fyrri leikinn í Noregi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar,“ sagði Eli Landsem, íþróttastjóri Vålerenga á heimasíðu norska félagsins. Vålerenga reyndi eins og áður sagði að fá undanþágu fyrir Amöndu Andradóttur og þrjá aðra nýja leikmenn liðsins en hún fékkst ekki og því verður hópur norska liðsins þunnskipaður í þessum leik. „Sem betur fer eigum við sextán góða leikmenn sem eru tilbúnir í þennan leik og gætu komið okkur áfram í keppninni,“ sagði Landsem. Ingibjörg Sigurðardóttir fer þar fremst í flokki en hún átti frábær fyrsta tímabil með Vålerenga, vann tvöfalt og var kosin leikmaður ársins af norsku úrvalsdeildinni sjálfri. Nå er jeg veldig stolt over å bli en del av VålerengaVelkommen, Amanda https://t.co/gXCizsxVmz— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) December 21, 2020
Norski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira