ÍBV og Haukar mætast í fyrri leik dagsins klukkan 17.50 en ÍBV er í fimmta sætinu með sjö stig á meðan Haukar eru í sjöunda sætinu með fjögur.
Síðari leikur kvöldsins er svo einkar áhugaverður er Fram heimsækir Stjörnuna í Garðabæ.
Fram lá illa gegn KA/Þór um helgina en liðin eru í þriðja og fjórða sæti deildarinnar, bæði með átta stig eftir átta leiki.
Allar beinar útsendingar dagsins sem og næstu daga má sjá með því að smella hér.

Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.