Í gær höfðu þeir betur gegn Svíþjóð í úrslitaleiknum eftir jafnan og spennandi leik en fyrir tveimur árum rúlluðu þeir yfir Norðmenn á heimavelli í Herning.
Danska þjóðin hefur fylgst vel með heimsmeistaramótinu og danska ríkisútvarpið hefur greint frá því að 2,6 milljónir fylgdust með úrslitaleiknum í gær.
Leikurinn var bæði sýndur á DR og TV 2 í Danmörku en tölurnar svara til að nærri annar hver sem er eldri en þriggja ára hafi fylgst með leiknum.
Nokkuð bættist í eftir að lokaflautið gall því rúmlega 2,9 milljónir fylgdust með verðlauna afhendingunni og fjörinu að leik loknum.
Danska liðið hélt heim á leið í dag en ekki er hægt að halda neina hátíð fyrir liðið vegna kórónuveirureglna.
Tillykke med VM-guldet! 2,6 mio. tv-seere så VM-finalen søndag aften på DR1 eller TV 2. Det svarer til næsten hver anden dansker over 3 år. Da slutfløjtet lød var 2,9 mio. seere på plads bag skærmene for at tage del i festlighederne. 482K lyttede til LIGA på P3 i løbet af dagen pic.twitter.com/zo8gNQIAim
— DR Medieforskning (@DRforskerne) February 1, 2021