„Hefur örugglega setið í leikmönnum sem hafa verið hérna lengi og mér sömuleiðis“ Anton Ingi Leifsson skrifar 1. febrúar 2021 22:30 Daníel Guðni messar yfir sínum mönnum vísir/daníel Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur var auðvitað mjög sáttur með sitt lið í kvöld en Grindvíkingar lönduðu sigri gegn Stjörnunni á heimavelli í HS-Orku höllinni. „Við voru þægilega inni í leiknum allan fyrri hálfleikinn en þeir enda hann á að skora þrist og komast yfir fyrir hálfleikinn. Við ræðum saman í hálfleik, yfirvegað og á rólegu nótunum, um að gera hlutina bara almennilega,“ sagði Daníel Guðni í samtali við Vísi eftir leik. Grindvíkingar leiddu með 8 stigum eftir fyrsta leikhluta en Stjörnumenn sóttu á og komust yfir með síðasta skoti fyrri hálfleiksins. „Við vildum sækja betur á þá inn í teig, við vorum að flýta okkur of mikið því við vildum halda þessu þokkalega hægu og á okkar tempói. Við vorum að gera varnarmistök með samskiptaleysi en það ætti að vera auðvelt að laga það því við erum allir með munn og eyru og getum talað saman. Það gekk betur í seinni hálfleik.“ Grindavík og Stjarnan hafa ýmsar baráttur háð síðustu tímabilin og það er alltaf hasar og læti þegar þau mætast. „Það er alltaf þessi rígur á milli þessara liða og það hefur örugglega setið í leikmönnum sem hafa verið hérna lengi og mér sömuleiðis. Mér finnst mjög gaman að vinna leiki og sérstaklega Stjörnuna þegar maður er hér í Grindavík. Það eru ýmsar sögur í gegnum tíðina eftir leiki í úrslitum.“ Grindvíkingar mættu með hálf vængbrotið lið til leiks í kvöld en Dagur Kár Jónsson er frá vegna meiðsla og Eric Wise á við meiðsli að stríða í baki. „Mér fannst Eric ná að klára þetta ágætlega hér í kvöld, skoraði einhver 12-14 stig og ná nokkrum góðum fráköstum í endann. Það er bara vel og svo þurfum við að sjá hvenær Dagur kemur inn í þetta aftur og taka stöðuna þá,“ en Daníel átti von á því að Grindvíkingar fengju nánari upplýsingar um meiðsli Dags Kár á morgun. Dominos-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 93-89 | Frábær endurkoma Grindavíkur Grindavík er komið með 10 stig í Domino´s deildinni eftir seiglusigur á Stjörnunni í HS-Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Lokatölur 93-89 og liðin nú jöfn að stigum í 2.-3.sæti deildarinnar. 1. febrúar 2021 21:54 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
„Við voru þægilega inni í leiknum allan fyrri hálfleikinn en þeir enda hann á að skora þrist og komast yfir fyrir hálfleikinn. Við ræðum saman í hálfleik, yfirvegað og á rólegu nótunum, um að gera hlutina bara almennilega,“ sagði Daníel Guðni í samtali við Vísi eftir leik. Grindvíkingar leiddu með 8 stigum eftir fyrsta leikhluta en Stjörnumenn sóttu á og komust yfir með síðasta skoti fyrri hálfleiksins. „Við vildum sækja betur á þá inn í teig, við vorum að flýta okkur of mikið því við vildum halda þessu þokkalega hægu og á okkar tempói. Við vorum að gera varnarmistök með samskiptaleysi en það ætti að vera auðvelt að laga það því við erum allir með munn og eyru og getum talað saman. Það gekk betur í seinni hálfleik.“ Grindavík og Stjarnan hafa ýmsar baráttur háð síðustu tímabilin og það er alltaf hasar og læti þegar þau mætast. „Það er alltaf þessi rígur á milli þessara liða og það hefur örugglega setið í leikmönnum sem hafa verið hérna lengi og mér sömuleiðis. Mér finnst mjög gaman að vinna leiki og sérstaklega Stjörnuna þegar maður er hér í Grindavík. Það eru ýmsar sögur í gegnum tíðina eftir leiki í úrslitum.“ Grindvíkingar mættu með hálf vængbrotið lið til leiks í kvöld en Dagur Kár Jónsson er frá vegna meiðsla og Eric Wise á við meiðsli að stríða í baki. „Mér fannst Eric ná að klára þetta ágætlega hér í kvöld, skoraði einhver 12-14 stig og ná nokkrum góðum fráköstum í endann. Það er bara vel og svo þurfum við að sjá hvenær Dagur kemur inn í þetta aftur og taka stöðuna þá,“ en Daníel átti von á því að Grindvíkingar fengju nánari upplýsingar um meiðsli Dags Kár á morgun.
Dominos-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 93-89 | Frábær endurkoma Grindavíkur Grindavík er komið með 10 stig í Domino´s deildinni eftir seiglusigur á Stjörnunni í HS-Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Lokatölur 93-89 og liðin nú jöfn að stigum í 2.-3.sæti deildarinnar. 1. febrúar 2021 21:54 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 93-89 | Frábær endurkoma Grindavíkur Grindavík er komið með 10 stig í Domino´s deildinni eftir seiglusigur á Stjörnunni í HS-Orku höllinni í Grindavík í kvöld. Lokatölur 93-89 og liðin nú jöfn að stigum í 2.-3.sæti deildarinnar. 1. febrúar 2021 21:54