Mótmælendur handteknir við dómshúsið í Moskvu Samúel Karl Ólason skrifar 2. febrúar 2021 11:11 Lögreglan er með mikinn viðbúnað við dómshúsið þar sem réttað er yfir Navalní. AP/Alexander Zemlianichenko Minnst 237 mótmælendur hafa verið handteknir fyrir utan dómshúsið þar sem réttarhöld yfir Alexei Navalní standa nú yfir. Þar á meðal eru blaðamenn. Yfirvöld í Rússlandi hafa farið fram á að Navalní verði fangelsaður fyrir að brjóta gegn skilorðsdómi frá 2014. Fangelsismálayfirvöld segja að það hafi hann gert með því að fara til Þýskalands síðasta sumar og halda til þar. Hann var handtekinn vegna þessa þegar hann sneri aftur til Rússlands þann 17. janúar. Navalní hafði þá verið í Þýskalandi frá því í sumar, eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok í Rússlandi. Fjölskylda hans og bandamenn fluttu hann í dái til Þýskalands. Alexei Navalní ræðir við lögmann sinn í dómsal.AP/Dómstóll Moskvu Blaðamenn sem sitja réttarhöldin segja að Navalní hafi sagt saksóknurum að hann hafi verið í dái og spurt hvernig hann hafi átt að láta vita af því að hann væri að fara til Þýskalands. Eftir að hann vaknaði og var á gjörgæslu hafi hann sent sjúkragögn, heimilisfang sitt í Þýskalandi og upplýsingar um hvernig hægt væri að ná í sig til fangelsismálayfirvalda Rússlands. Farið hefur verið fram á að Navalní verði gert að sitja í fangelsi í þrjú og hálft ár. Frekar má lesa um málaferlin gegn Navalní, og önnur, hér að neðan. Sjá einnig: Saksóknarar segja fangelsiskröfu sanngjarna Samkvæmt eftirlitsaðila hafa minnst 237 verið handteknir við dómshúsið. Interfax fréttaveitan segir að þar að auki hafi viti sem rætt var við séð lögregluþjóna handtaka ungt fólk á neðanjarðarlestarstöð nærri dómshúsinu. Svo virðist sem að ungt fólk hafi verið handtekið vegna gruns um að þau hafi ætlað að taka þátt í mótmælum. TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir Maríu Sakarovu, talsmanni utanríkisráðuneytis Rússlands, að vera erlendra erindreka við réttarhöldin yfir „bloggaranum Alexei Navalní“, eins og hann er kallaður, sé til marks um að afskipti þeirra af málefnum Rússlands og jafnvel tilraun til að beita dómara málsins þrýstingi. Fréttaveitan hefur einnig eftir talsmanni Vladimírs Pútin, forseta, að sá fylgist ekki með málaferlunum. Talsmaðurinn, Dmitry Peskov, nefnir Navalní ekki á nafn og kallar hann „fangann“. Hann segist vonast til þess að mál fangans muni ekki koma niður á samskiptum Rússlands og Evrópusambandsins. Hér má sjá tíst blaðamanns New York Times, þar sem hann segir lögregluþjóna handtaka mótmælendur nánast um leið og þeir mæta fyrir utan dómshúsið. Don t think @navalny supporters stand any chance of mounting any kind of protest in the vicinity of Moscow City Court today. More than 100 have been detained already, according to @OvdInfo. Some are detained right away: We have been waiting for you! one police officer told one. pic.twitter.com/FSLvuDbPbN— Ivan Nechepurenko (@INechepurenko) February 2, 2021 Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Fleiri en fimm þúsund handteknir í Rússlandi: Fangelsi að fyllast í Moskvu Þeim fer enn fjölgandi sem hafa verið handtekin í Rússlandi vegna mótmælanna sem þar standa yfir víða um landið. Þúsundir Rússa sem þátt taka í mótmælunum krefjast þess að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny verði látinn laus úr haldi og að Pútín Rússlandsforseti segi af sér. Þegar þetta er skrifað höfðu fleiri en fimm þúsund þegar verið handtekin fyrir þátttöku sína í mótmælunum í 86 borgum víðsvegar um Rússland. Þar af hafa flest verið handtekin í Moskvu og Pétursborg. Hafa samskipti lögreglu og mótmælenda í mörgum tilfellum verið ofbeldisfull. 1. febrúar 2021 00:01 Segist vera eigandi hinnar umdeildu Svartahafshallar Rússneski auðjöfurinn Arkadí Rotenberg segist vera eigandi stærðarinnar hallar við strendur Svartahafs sem gagnrýnendur Vladimírs Pútín Rússlandsforseta hafa sagt þann síðarnefnda eiga. 30. janúar 2021 14:51 Áfrýjun Navalnís hafnað og bandamenn ákærðir Áfrýjunardómstóll í Moskvu hefur hafnað kröfu rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní um að gæsluvarðhaldsúrskurður hans verði felldur niður. Þá hafa bandamenn Navalnís verið ákærðir vegna mótmæla sem haldin voru um síðustu helgi og til stendur að halda þá næstu. 28. janúar 2021 15:55 Biden og Pútín ræddust við í síma: Ber ekki alveg saman um efnið Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Talsmönnum forsetanna ber ekki fullkomlega saman um hvaða mál voru til umræðu en Washington Post segir Biden hafa tjáð Pútín að Bandaríkin myndu verja sig gegn „óvinveittum aðgerðum“ af hálfu Rússlands. 26. janúar 2021 21:06 Spörkuð harkalega í jörðina og kærir lögreglu Rússnesk kona, sem lögregluþjónn sparkaði harkalega niður á mótmælum í St. Pétursborg á laugardaginn, ætlar að leggja fram kæru gegn lögregluþjóninum. Myndband af atvikinu þegar sparkað var í konuna var í mikilli dreifingu á netinu um helgina. 26. janúar 2021 09:32 Navalní segist ekki ætla að svipta sig lífi í fangelsi Tugir þúsunda Rússa komu saman við mótmæli víðsvegar um Rússlands í gær. Þar af hittust einhverjir í allt að fimmtíu gráðu frosti. Rúmlega þrjú þúsund þeirra voru handteknir af lögreglu sem mætti mótmælendum víða af hörku. 24. janúar 2021 08:30 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Yfirvöld í Rússlandi hafa farið fram á að Navalní verði fangelsaður fyrir að brjóta gegn skilorðsdómi frá 2014. Fangelsismálayfirvöld segja að það hafi hann gert með því að fara til Þýskalands síðasta sumar og halda til þar. Hann var handtekinn vegna þessa þegar hann sneri aftur til Rússlands þann 17. janúar. Navalní hafði þá verið í Þýskalandi frá því í sumar, eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok í Rússlandi. Fjölskylda hans og bandamenn fluttu hann í dái til Þýskalands. Alexei Navalní ræðir við lögmann sinn í dómsal.AP/Dómstóll Moskvu Blaðamenn sem sitja réttarhöldin segja að Navalní hafi sagt saksóknurum að hann hafi verið í dái og spurt hvernig hann hafi átt að láta vita af því að hann væri að fara til Þýskalands. Eftir að hann vaknaði og var á gjörgæslu hafi hann sent sjúkragögn, heimilisfang sitt í Þýskalandi og upplýsingar um hvernig hægt væri að ná í sig til fangelsismálayfirvalda Rússlands. Farið hefur verið fram á að Navalní verði gert að sitja í fangelsi í þrjú og hálft ár. Frekar má lesa um málaferlin gegn Navalní, og önnur, hér að neðan. Sjá einnig: Saksóknarar segja fangelsiskröfu sanngjarna Samkvæmt eftirlitsaðila hafa minnst 237 verið handteknir við dómshúsið. Interfax fréttaveitan segir að þar að auki hafi viti sem rætt var við séð lögregluþjóna handtaka ungt fólk á neðanjarðarlestarstöð nærri dómshúsinu. Svo virðist sem að ungt fólk hafi verið handtekið vegna gruns um að þau hafi ætlað að taka þátt í mótmælum. TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir Maríu Sakarovu, talsmanni utanríkisráðuneytis Rússlands, að vera erlendra erindreka við réttarhöldin yfir „bloggaranum Alexei Navalní“, eins og hann er kallaður, sé til marks um að afskipti þeirra af málefnum Rússlands og jafnvel tilraun til að beita dómara málsins þrýstingi. Fréttaveitan hefur einnig eftir talsmanni Vladimírs Pútin, forseta, að sá fylgist ekki með málaferlunum. Talsmaðurinn, Dmitry Peskov, nefnir Navalní ekki á nafn og kallar hann „fangann“. Hann segist vonast til þess að mál fangans muni ekki koma niður á samskiptum Rússlands og Evrópusambandsins. Hér má sjá tíst blaðamanns New York Times, þar sem hann segir lögregluþjóna handtaka mótmælendur nánast um leið og þeir mæta fyrir utan dómshúsið. Don t think @navalny supporters stand any chance of mounting any kind of protest in the vicinity of Moscow City Court today. More than 100 have been detained already, according to @OvdInfo. Some are detained right away: We have been waiting for you! one police officer told one. pic.twitter.com/FSLvuDbPbN— Ivan Nechepurenko (@INechepurenko) February 2, 2021
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Fleiri en fimm þúsund handteknir í Rússlandi: Fangelsi að fyllast í Moskvu Þeim fer enn fjölgandi sem hafa verið handtekin í Rússlandi vegna mótmælanna sem þar standa yfir víða um landið. Þúsundir Rússa sem þátt taka í mótmælunum krefjast þess að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny verði látinn laus úr haldi og að Pútín Rússlandsforseti segi af sér. Þegar þetta er skrifað höfðu fleiri en fimm þúsund þegar verið handtekin fyrir þátttöku sína í mótmælunum í 86 borgum víðsvegar um Rússland. Þar af hafa flest verið handtekin í Moskvu og Pétursborg. Hafa samskipti lögreglu og mótmælenda í mörgum tilfellum verið ofbeldisfull. 1. febrúar 2021 00:01 Segist vera eigandi hinnar umdeildu Svartahafshallar Rússneski auðjöfurinn Arkadí Rotenberg segist vera eigandi stærðarinnar hallar við strendur Svartahafs sem gagnrýnendur Vladimírs Pútín Rússlandsforseta hafa sagt þann síðarnefnda eiga. 30. janúar 2021 14:51 Áfrýjun Navalnís hafnað og bandamenn ákærðir Áfrýjunardómstóll í Moskvu hefur hafnað kröfu rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní um að gæsluvarðhaldsúrskurður hans verði felldur niður. Þá hafa bandamenn Navalnís verið ákærðir vegna mótmæla sem haldin voru um síðustu helgi og til stendur að halda þá næstu. 28. janúar 2021 15:55 Biden og Pútín ræddust við í síma: Ber ekki alveg saman um efnið Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Talsmönnum forsetanna ber ekki fullkomlega saman um hvaða mál voru til umræðu en Washington Post segir Biden hafa tjáð Pútín að Bandaríkin myndu verja sig gegn „óvinveittum aðgerðum“ af hálfu Rússlands. 26. janúar 2021 21:06 Spörkuð harkalega í jörðina og kærir lögreglu Rússnesk kona, sem lögregluþjónn sparkaði harkalega niður á mótmælum í St. Pétursborg á laugardaginn, ætlar að leggja fram kæru gegn lögregluþjóninum. Myndband af atvikinu þegar sparkað var í konuna var í mikilli dreifingu á netinu um helgina. 26. janúar 2021 09:32 Navalní segist ekki ætla að svipta sig lífi í fangelsi Tugir þúsunda Rússa komu saman við mótmæli víðsvegar um Rússlands í gær. Þar af hittust einhverjir í allt að fimmtíu gráðu frosti. Rúmlega þrjú þúsund þeirra voru handteknir af lögreglu sem mætti mótmælendum víða af hörku. 24. janúar 2021 08:30 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Fleiri en fimm þúsund handteknir í Rússlandi: Fangelsi að fyllast í Moskvu Þeim fer enn fjölgandi sem hafa verið handtekin í Rússlandi vegna mótmælanna sem þar standa yfir víða um landið. Þúsundir Rússa sem þátt taka í mótmælunum krefjast þess að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny verði látinn laus úr haldi og að Pútín Rússlandsforseti segi af sér. Þegar þetta er skrifað höfðu fleiri en fimm þúsund þegar verið handtekin fyrir þátttöku sína í mótmælunum í 86 borgum víðsvegar um Rússland. Þar af hafa flest verið handtekin í Moskvu og Pétursborg. Hafa samskipti lögreglu og mótmælenda í mörgum tilfellum verið ofbeldisfull. 1. febrúar 2021 00:01
Segist vera eigandi hinnar umdeildu Svartahafshallar Rússneski auðjöfurinn Arkadí Rotenberg segist vera eigandi stærðarinnar hallar við strendur Svartahafs sem gagnrýnendur Vladimírs Pútín Rússlandsforseta hafa sagt þann síðarnefnda eiga. 30. janúar 2021 14:51
Áfrýjun Navalnís hafnað og bandamenn ákærðir Áfrýjunardómstóll í Moskvu hefur hafnað kröfu rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalní um að gæsluvarðhaldsúrskurður hans verði felldur niður. Þá hafa bandamenn Navalnís verið ákærðir vegna mótmæla sem haldin voru um síðustu helgi og til stendur að halda þá næstu. 28. janúar 2021 15:55
Biden og Pútín ræddust við í síma: Ber ekki alveg saman um efnið Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Talsmönnum forsetanna ber ekki fullkomlega saman um hvaða mál voru til umræðu en Washington Post segir Biden hafa tjáð Pútín að Bandaríkin myndu verja sig gegn „óvinveittum aðgerðum“ af hálfu Rússlands. 26. janúar 2021 21:06
Spörkuð harkalega í jörðina og kærir lögreglu Rússnesk kona, sem lögregluþjónn sparkaði harkalega niður á mótmælum í St. Pétursborg á laugardaginn, ætlar að leggja fram kæru gegn lögregluþjóninum. Myndband af atvikinu þegar sparkað var í konuna var í mikilli dreifingu á netinu um helgina. 26. janúar 2021 09:32
Navalní segist ekki ætla að svipta sig lífi í fangelsi Tugir þúsunda Rússa komu saman við mótmæli víðsvegar um Rússlands í gær. Þar af hittust einhverjir í allt að fimmtíu gráðu frosti. Rúmlega þrjú þúsund þeirra voru handteknir af lögreglu sem mætti mótmælendum víða af hörku. 24. janúar 2021 08:30