Skoðun

Hús­næðis­mál unga fólksins!

Hjörtur Aðalsteinsson skrifar

Gerð er krafa um að ungt fólk eigi til 10-15% af kaupverði íbúðar en illa gengur hjá fólki á leigumarkaði að ná því marki.

Á sama tíma eru peningar launþega notaðir til þess að fjármagna leigufélög eins og Bjarg og þangað er ráðnir starfsmenn til umsýslu sem hækka leigufjárhæðina.

Unga fólkið neyðist til leigja þannig íbúðir og greiða niður allt kostnaðarverð íbúðarinnar á einhverjum áratugum og eiga enga eign þegar þau fara á eftirlaun.

Væri ekki nær lagi að ungt fólk fengi 100% lán til kaupa á fyrstu íbúð með sömu fjármögnun og notuð eru til þess að fjármagna leigufélög og þar með ætti unga fólkið skuldlausa eign við starfslok og losnar líka undan að greiða launakostnað við umsýslu leiguíbúða?

Höfundur er umsjónarmaður fasteigna Langholtsskóla.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×