Íþróttaáhugafólk ósátt við áframhaldandi áhorfendabann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. febrúar 2021 14:01 Þessir stuðningsmenn KR þurfa að bíða eitthvað lengur eftir því að geta mætt á leiki liðsins. vísir/bára Áhorfendur verða áfram óheimilaðir á íþróttaviðburðum þegar ný reglugerð um fjöldatakmarkanir tekur gildi á mánudaginn, 8. febrúar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra greindi frá þeim breytingum á sóttvarnareglum sem taka gildi næsta mánudag eftir ríkisstjórnarfund í Ráðherrabústaðnum í morgun. Svandís féllst á allar tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Nýja reglugerðin gildir til 3. mars. Meðal breytinga sem verða gerðar á sóttvarnareglum eru að hámarksfjöldi er varðar sviðslistir, útfarir og fleira fara úr hundrað manns í 150. Þá verða fjöldatakmörk í söfnum og verslunum hækkuð sömuleiðis. Enn verður þó bið á því að áhorfendur fái að mæta á íþróttaviðburði. Þeir hafa verið óheimilaðir frá því í október. Margt íþróttaáhugafólk klórar sér í höfðinu yfir áframhaldandi áhorfendabanni, sérstaklega þar sem fleiri mega vera viðstaddir sviðslistasýningar, og lýsti yfir óánægju sinni á Twitter. Meðal þeirra er Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net. Stundum er erfitt að skilja rök í sóttvarnaraðgerðum. Í innandyrasalnum var verið að auka fjöldatakmarkanir úr 100 í 150. Í utandyra stúkunni sem er miklu stærri mega vera 0 eftir tilslakanir á mánudaginn. #fotboltinet pic.twitter.com/TcoXZ7zTxY— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) February 5, 2021 Jón Stefán Jónsson, íþróttafulltrúi Þórs á Akureyri, er einnig undrandi og spyr sig hvort ÍSÍ hafi ekki reynt að koma hugmyndum sínum á framfæri við stjórnvöld. Jæja það er þá öruggara að fara á krá, í ræktina, í bío en að hleypa 50 manns á íþróttaleik. Hvernig gengur hjá ÍSÍ að koma hugmyndum til þeirra sem þessu stjórna ? Eða var það bara kannski ekki gert ?— Jón Stefán Jónsson (@Jonsi82) February 5, 2021 Hér fyrir neðan má sjá fleiri dæmi um ósátt íþróttaáhugafólk á Twitter. Sterkur endir á vikunni hjá VG:Í gær: Engin netverslun með áfengi á okkar vakt, takk.Í dag: 50% aukning á leyfilegum áhorfendafjölda í leikhúsum en áfram gamla góða núllið á áhorfendur á íþróttaviðburðum.— Daníel Rúnarsson (@danielrunars) February 5, 2021 Þetta hljóta að vera mistök í nýrri reglugerð að fjölga leikhúsgestum, opna bari og skemmtistaði en það megi ekki vera áhorfendur á íþróttakappleikjum. Neita að trúa því að þetta verði svona.— Úlfur Arnar Jökulsson (@UlfurArnar) February 5, 2021 Þvílík vonbrigði — Elfa Björk (@ElfaBSig) February 5, 2021 Þessi brandari hjá Þórólfi og Svandísi er orðinn helvíti þreyttur. Úff.— Henry Birgir (@henrybirgir) February 5, 2021 Vonandi man fólk sem tengist íþróttum, hvernig tekið hefur verið á þessum RISASTÓRA parti af lífinu, næst þegar það gengur inn í kjörklefann. Endilega förum í sleik í leikhúsi en guð forði því að fólk horfi á íþróttir. #MælirFullur— Benedikt Gretarsson (@bennigretars) February 5, 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra greindi frá þeim breytingum á sóttvarnareglum sem taka gildi næsta mánudag eftir ríkisstjórnarfund í Ráðherrabústaðnum í morgun. Svandís féllst á allar tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Nýja reglugerðin gildir til 3. mars. Meðal breytinga sem verða gerðar á sóttvarnareglum eru að hámarksfjöldi er varðar sviðslistir, útfarir og fleira fara úr hundrað manns í 150. Þá verða fjöldatakmörk í söfnum og verslunum hækkuð sömuleiðis. Enn verður þó bið á því að áhorfendur fái að mæta á íþróttaviðburði. Þeir hafa verið óheimilaðir frá því í október. Margt íþróttaáhugafólk klórar sér í höfðinu yfir áframhaldandi áhorfendabanni, sérstaklega þar sem fleiri mega vera viðstaddir sviðslistasýningar, og lýsti yfir óánægju sinni á Twitter. Meðal þeirra er Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net. Stundum er erfitt að skilja rök í sóttvarnaraðgerðum. Í innandyrasalnum var verið að auka fjöldatakmarkanir úr 100 í 150. Í utandyra stúkunni sem er miklu stærri mega vera 0 eftir tilslakanir á mánudaginn. #fotboltinet pic.twitter.com/TcoXZ7zTxY— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) February 5, 2021 Jón Stefán Jónsson, íþróttafulltrúi Þórs á Akureyri, er einnig undrandi og spyr sig hvort ÍSÍ hafi ekki reynt að koma hugmyndum sínum á framfæri við stjórnvöld. Jæja það er þá öruggara að fara á krá, í ræktina, í bío en að hleypa 50 manns á íþróttaleik. Hvernig gengur hjá ÍSÍ að koma hugmyndum til þeirra sem þessu stjórna ? Eða var það bara kannski ekki gert ?— Jón Stefán Jónsson (@Jonsi82) February 5, 2021 Hér fyrir neðan má sjá fleiri dæmi um ósátt íþróttaáhugafólk á Twitter. Sterkur endir á vikunni hjá VG:Í gær: Engin netverslun með áfengi á okkar vakt, takk.Í dag: 50% aukning á leyfilegum áhorfendafjölda í leikhúsum en áfram gamla góða núllið á áhorfendur á íþróttaviðburðum.— Daníel Rúnarsson (@danielrunars) February 5, 2021 Þetta hljóta að vera mistök í nýrri reglugerð að fjölga leikhúsgestum, opna bari og skemmtistaði en það megi ekki vera áhorfendur á íþróttakappleikjum. Neita að trúa því að þetta verði svona.— Úlfur Arnar Jökulsson (@UlfurArnar) February 5, 2021 Þvílík vonbrigði — Elfa Björk (@ElfaBSig) February 5, 2021 Þessi brandari hjá Þórólfi og Svandísi er orðinn helvíti þreyttur. Úff.— Henry Birgir (@henrybirgir) February 5, 2021 Vonandi man fólk sem tengist íþróttum, hvernig tekið hefur verið á þessum RISASTÓRA parti af lífinu, næst þegar það gengur inn í kjörklefann. Endilega förum í sleik í leikhúsi en guð forði því að fólk horfi á íþróttir. #MælirFullur— Benedikt Gretarsson (@bennigretars) February 5, 2021
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sjá meira