Fótbolti

Hörður í hóp eftir tæp­lega tveggja ára meiðsli

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Hörður horfir fram á bjartari tíma eftir erfið meiðsli undanfarin ár.
Hörður horfir fram á bjartari tíma eftir erfið meiðsli undanfarin ár. Jonathan Moscrop/Getty Images

Hörður Björgvin Magnússon var í leikmannahópi Panathinaikos í fyrsta sinn í tæp tvö ár, en kom ekki við sögu. Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í vörn Panathinaikos, sem vann 1-2 gegn AEK í næstsíðustu umferð grísku úrvalsdeildarinnar.

Hörður hefur glímt við mikil meiðsli á sínum ferli og verið frá keppni síðan hann sleit krossband í hné þann 25. september 2023. Hann var langt kominn í endurhæfingarferlinu, en þurfti síðan að gangast undir aðra aðgerð síðasta haust.

Í dag var Hörður í leikmannahópi Panathinaikos í 1-2 sigri gegn AEK. Argentínumaðurinn Erik Lamela kom heimamönnum AEK yfir undir lok fyrri hálfleiks en Azzedine Ounahi og Karol Swiderski skoruðu mörk Panathinaikos í upphafi seinni hálfleiks.

Sigurinn tryggði Panathinaikos annað sæti deildarinnar en liðið á ekki möguleika á titlinum þó ein umferð sé eftir óspiluð. Olympacios varð grískur meistari með yfirburðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×