Lína Móey bíður eftir að heyra frá John Snorra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2021 15:27 John Snorri og Lína Móey þegar hann kom til landsins árið 2017 eftir að hafa toppað K2 að sumarlagi. Lífsspor K2 Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar fjallagarps, hefur sagt vinum fjölskyldunnar frá nýjustu tíðindum sem hún hafi af eiginmanni sínum sem stefnir ótrauður á topp K2. Hún segist hafa ákveðið að setja upplýsingar inn á Facebook til að hughreysta fólk eins og sjálfa sig enda margir áhyggjufullir. Áhyggjurnar eru ekki að ástæðulausu. K2 er talið eitt hættulegasta fjall heims og var toppað í fyrsta skipti að vetrarlagi á dögunum. Það var markmið Johns Snorra að verða fyrstur á toppinn en takist honum afrekið verður hann á meðal þeirra fyrstu. Hann hefur áður toppað fjallið að sumarlagi. Greint var frá því fyrr í dag að búlgarskur fjallgöngumaður hefði farist í fjallinu í dag eftir að hafa hrapað. Hann er annar maðurinn sem ferst í göngu á K2 á undanförnum vikukm. Atanas Skatov, 42 ára, var að skipta um reipi þegar hann hrapaði á leið niður í grunnbúðir. UPDATE from Haris "Sajid is back in camp 3 his oxygen regulator was not working he came back from bottle neck. They...Posted by Lína Móey on Friday, February 5, 2021 Lína Móey sagðist í Facebook-færslu um hádegisbil að einn göngufélaga Johns Snorra væri kominn aftur niður í grunnbúðir þrjú vegna þess að vandræði hefðu komið upp með súrefniskúta hans. Að hans sögn hefðu John Snorri og göngufélagar hans Ali og J Pablo frá Chile verið staðsettir í „Bottleneck“, algengustu leiðinni á topp K2, um klukkan sjö að íslenskum tíma í morgun. Þeirra plan hafi verið að dvelja í grunnbúðum fjögur eftir að hafa toppað fjallið. Lína Móey ræddi við klifurfélaga Johns Snorra sem býr í Ástralíu. Hann sagðist telja að John Snorri muni hafa samband um leið og hann telji sig úr hættu. Þangað til verði hann að einbeita sér að göngunni og öryggi sínu. Þá verði að hafa í huga að rafhlöður endist skemur í miklum kulda sem sé í fjallinu að vetrarlagi. Klukkan í Pakistan er fimm tímum á undan íslenskum tíma. Því er klukkan nú vel farin að ganga níu að kvöldi til. Pakistan Nepal Fjallamennska Íslendingar erlendis John Snorri á K2 Tengdar fréttir John Snorri lagður af stað á toppinn John Snorri Sigurjónsson hefur lagt af stað á toppinn á fjallinu K2 ásamt föruneyti sínu, feðgunum Ali og Sajid. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Johns Snorra í kvöld. 4. febrúar 2021 22:14 Lofar konunni sinni að koma heim Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson segist hafa gefið eiginkonu sinni loforð um að koma heim úr svaðilför sinni. Hann ætlar að taka ákvarðanir sínar í klifrinu út frá því. Það drífur hann áfram að sjá íslenska fánann á toppi K2. 23. nóvember 2020 11:27 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Sjá meira
Áhyggjurnar eru ekki að ástæðulausu. K2 er talið eitt hættulegasta fjall heims og var toppað í fyrsta skipti að vetrarlagi á dögunum. Það var markmið Johns Snorra að verða fyrstur á toppinn en takist honum afrekið verður hann á meðal þeirra fyrstu. Hann hefur áður toppað fjallið að sumarlagi. Greint var frá því fyrr í dag að búlgarskur fjallgöngumaður hefði farist í fjallinu í dag eftir að hafa hrapað. Hann er annar maðurinn sem ferst í göngu á K2 á undanförnum vikukm. Atanas Skatov, 42 ára, var að skipta um reipi þegar hann hrapaði á leið niður í grunnbúðir. UPDATE from Haris "Sajid is back in camp 3 his oxygen regulator was not working he came back from bottle neck. They...Posted by Lína Móey on Friday, February 5, 2021 Lína Móey sagðist í Facebook-færslu um hádegisbil að einn göngufélaga Johns Snorra væri kominn aftur niður í grunnbúðir þrjú vegna þess að vandræði hefðu komið upp með súrefniskúta hans. Að hans sögn hefðu John Snorri og göngufélagar hans Ali og J Pablo frá Chile verið staðsettir í „Bottleneck“, algengustu leiðinni á topp K2, um klukkan sjö að íslenskum tíma í morgun. Þeirra plan hafi verið að dvelja í grunnbúðum fjögur eftir að hafa toppað fjallið. Lína Móey ræddi við klifurfélaga Johns Snorra sem býr í Ástralíu. Hann sagðist telja að John Snorri muni hafa samband um leið og hann telji sig úr hættu. Þangað til verði hann að einbeita sér að göngunni og öryggi sínu. Þá verði að hafa í huga að rafhlöður endist skemur í miklum kulda sem sé í fjallinu að vetrarlagi. Klukkan í Pakistan er fimm tímum á undan íslenskum tíma. Því er klukkan nú vel farin að ganga níu að kvöldi til.
Pakistan Nepal Fjallamennska Íslendingar erlendis John Snorri á K2 Tengdar fréttir John Snorri lagður af stað á toppinn John Snorri Sigurjónsson hefur lagt af stað á toppinn á fjallinu K2 ásamt föruneyti sínu, feðgunum Ali og Sajid. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Johns Snorra í kvöld. 4. febrúar 2021 22:14 Lofar konunni sinni að koma heim Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson segist hafa gefið eiginkonu sinni loforð um að koma heim úr svaðilför sinni. Hann ætlar að taka ákvarðanir sínar í klifrinu út frá því. Það drífur hann áfram að sjá íslenska fánann á toppi K2. 23. nóvember 2020 11:27 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Sjá meira
John Snorri lagður af stað á toppinn John Snorri Sigurjónsson hefur lagt af stað á toppinn á fjallinu K2 ásamt föruneyti sínu, feðgunum Ali og Sajid. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Johns Snorra í kvöld. 4. febrúar 2021 22:14
Lofar konunni sinni að koma heim Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson segist hafa gefið eiginkonu sinni loforð um að koma heim úr svaðilför sinni. Hann ætlar að taka ákvarðanir sínar í klifrinu út frá því. Það drífur hann áfram að sjá íslenska fánann á toppi K2. 23. nóvember 2020 11:27