Mikilvægur sigur hjá Alberti og félögum á meðan Guðlaugur Victor mátti þola súrt tap Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. febrúar 2021 15:15 Albert og félagar unnu góðan sigur í dag. ANP Sport/Getty Images Albert Guðmundsson og AZ Alkmaar vann mikilvægan sigur í Evrópubaráttunni í Hollandi. Á sama tíma eru Guðlaugur Victor Pálsson og samherjar hans í Darmstadt að sogast niður í fallbaráttu þýsku B-deildarinnar. Þá hentu Hólmbert Aron Friðjónsson og hans menn í Brescia frá sér 3-0 forystu í ítölsku B-deildinni. Albert var í byrjunarliði AZ er liðið heimsótti FC Emmen í hollensku úrvalsdeildinni. Lék hann rúmar 90 mínútur á hægri væng liðsins í dag en var tekinn af velli í uppbótartíma leiksins. Eina mark leiksins skoraði Yukinari Sugawara á 71. mínútu og tryggði gestunum í AZ þar með stigin þrjú. Albert og félagar eru nú í 4. sæti deildarinnar með 40 stig en þar fyrir ofan eru Vitesse með 42, PSV Einhoven með 43 og svo Ajax á toppi deildarinnar með 50 stig. Öll liðin eiga leik til góða á AZ. Guðlaugur Victor lék allan leikinn á miðri miðju Darmstadt sem tapaði 2-1 á eins súran hátt og hægt er gegn Nürnberg. Gestirnir höfðu komist yfir um miðbik síðari hálfleiks en Fabian Holland jafnaði metin fyrir Darmstadt úr vítaspyrnu á 90. mínútu leiksins. Þegar þrjár mínútur voru svo komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Nicolai Rapp sjálfsmark og gestirnir fóru með 2-1 sigur af hólmi. Guðlaugur Victor og félagar eru nú í 13. sæti af 18 með 22 stig eftir 20 leiki, fimm stigum fyrir ofan fallsæti. Guðlaugur Victor Pálsson hefur leikið vel með Darmstadt þrátt fyrir að liðinu hafi gengið illa.MYND/STÖÐ 2 SPORT Þá hentu Hólmbert Aron Friðjónsson og hans menn í Brescia frá sér 3-0 forystu í ítölsku B-deildinni er liðið gerði 3-3 jafntefli við Cittadella. Staðan var 3-1 þegar Hólmbert Aron kom inn af bekknum á 75. mínútu en því miður skoruðu gestirnir tvívegis í kjölfarið og lauk leiknum með jafntefli. Brescia er í 14. sæti ítölsku B-deildarinnar með 22 stig að loknum 21 leik, rétt fyrir ofan fallsæti. Birkir Bjarnason var ekki í leikmannahóp Brescia í dag. Fótbolti Hollenski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira
Þá hentu Hólmbert Aron Friðjónsson og hans menn í Brescia frá sér 3-0 forystu í ítölsku B-deildinni. Albert var í byrjunarliði AZ er liðið heimsótti FC Emmen í hollensku úrvalsdeildinni. Lék hann rúmar 90 mínútur á hægri væng liðsins í dag en var tekinn af velli í uppbótartíma leiksins. Eina mark leiksins skoraði Yukinari Sugawara á 71. mínútu og tryggði gestunum í AZ þar með stigin þrjú. Albert og félagar eru nú í 4. sæti deildarinnar með 40 stig en þar fyrir ofan eru Vitesse með 42, PSV Einhoven með 43 og svo Ajax á toppi deildarinnar með 50 stig. Öll liðin eiga leik til góða á AZ. Guðlaugur Victor lék allan leikinn á miðri miðju Darmstadt sem tapaði 2-1 á eins súran hátt og hægt er gegn Nürnberg. Gestirnir höfðu komist yfir um miðbik síðari hálfleiks en Fabian Holland jafnaði metin fyrir Darmstadt úr vítaspyrnu á 90. mínútu leiksins. Þegar þrjár mínútur voru svo komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Nicolai Rapp sjálfsmark og gestirnir fóru með 2-1 sigur af hólmi. Guðlaugur Victor og félagar eru nú í 13. sæti af 18 með 22 stig eftir 20 leiki, fimm stigum fyrir ofan fallsæti. Guðlaugur Victor Pálsson hefur leikið vel með Darmstadt þrátt fyrir að liðinu hafi gengið illa.MYND/STÖÐ 2 SPORT Þá hentu Hólmbert Aron Friðjónsson og hans menn í Brescia frá sér 3-0 forystu í ítölsku B-deildinni er liðið gerði 3-3 jafntefli við Cittadella. Staðan var 3-1 þegar Hólmbert Aron kom inn af bekknum á 75. mínútu en því miður skoruðu gestirnir tvívegis í kjölfarið og lauk leiknum með jafntefli. Brescia er í 14. sæti ítölsku B-deildarinnar með 22 stig að loknum 21 leik, rétt fyrir ofan fallsæti. Birkir Bjarnason var ekki í leikmannahóp Brescia í dag.
Fótbolti Hollenski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira