Veik börn vandamál? Valgerður Sigurðardóttir skrifar 6. febrúar 2021 17:36 Það er fyrir löngu orðið óásættanlegt að börn í Fossvogsskóla séu veik af því einu að dvelja í skólanum. Því miður er það er veruleiki sumra barna sem stunda nám við Fossvogsskóla. Nú er svo komið að foreldrar eru að gefast upp, þeirra eina lausn er að selja eigur sínar og flytja til þess að börn þeirra geti stundað nám í húsnæði sem ekki er heilsuspillandi. Þrátt fyrir það sem Reykjavíkurborg hefur gert þá eru börn enn veik. Vandamálið er mygla í húsnæðinu Það er sama á hvern er bent, hvorki nemendaverndarráð eða heilsugæslan getur leyst þetta mál. Því vandinn er ekki veik börn heldur húsnæðið. Reykjavíkurborg ein getur leyst þann mygluvanda sem er í Fossvogsskóla. Á vefsíðu Reykjavíkurborgar segir um skóla- og frístundaráð: „Gætir þess að leikskólar, grunnskólar, frístunda- og félagsmiðstöðvar og frístundaheimili á vegum borgarinnar búi við fullnægjandi húsnæði og að annar aðbúnaður sé fyrir hendi.“ Kennarar og börn búa ekki að fullnægjandi húsnæði í Fossvogsskóla, foreldrar hafa orðið að berjast fyrir því að húsnæðið sé rannsakað á viðunandi hátt, berjast fyrir sjálfsögðum réttindum barna sinna. Það er skýr skylda okkar sem sitjum í skóla- og frístundaráði að bregðast við þegar upp koma mál líkt og í Fossvogsskóla. Í september var gert samkomulag við foreldra um að ráðast í frekari þrif og sýnatökur. Foreldrar hafa ekkert fengið að vita eftir þær sýnatökur þrátt fyrir óskir um það. Það verður að vera meiri samvinna þegar jafn alvarlegt mál líkt og þetta kemur upp, það er ótækt að foreldrar fái ekki svör og veik börn geta ekki beðið. Getur mygla haft meiri áhrif Sú vitneskja að mygla hefur alvarleg áhrif á heilsufar okkar er sem betur fer tekin alvarlega. Orkuveituhúsið er gott dæmi um alvarleika þess þegar upp kemur mygla, þar kom upp mygla í húsnæði í eigu dótturfyrirtækis Reykjavíkurborgar og var hluti af húsnæðinu dæmdur ónýtur. Hvers vegna þegar mygla finnst í leik- og grunnskólum Reykjavíkur er ekki farin sama leið og gert var með Orkuveituhúsið? Getur verið að hluti af þeim vanda sem er í skólakerfinu, lækkandi einkunnir ásamt fjölgandi greiningum geti verið út af því að húsnæðið sem börnin okkar eru í sé heilsuspillandi? Í það minnsta var betri árangur barna í Fossvogsskóla eftirtektarverður á samræmdu prófum þegar þau voru ekki lengur í gamla húsnæðinu þar sem fundist hafði mygla. Getur verið að mygla eigi stærri þátt í líðan barnanna okkar en við gerum okkur grein fyrir? Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla - og menntamál Valgerður Sigurðardóttir Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Það er fyrir löngu orðið óásættanlegt að börn í Fossvogsskóla séu veik af því einu að dvelja í skólanum. Því miður er það er veruleiki sumra barna sem stunda nám við Fossvogsskóla. Nú er svo komið að foreldrar eru að gefast upp, þeirra eina lausn er að selja eigur sínar og flytja til þess að börn þeirra geti stundað nám í húsnæði sem ekki er heilsuspillandi. Þrátt fyrir það sem Reykjavíkurborg hefur gert þá eru börn enn veik. Vandamálið er mygla í húsnæðinu Það er sama á hvern er bent, hvorki nemendaverndarráð eða heilsugæslan getur leyst þetta mál. Því vandinn er ekki veik börn heldur húsnæðið. Reykjavíkurborg ein getur leyst þann mygluvanda sem er í Fossvogsskóla. Á vefsíðu Reykjavíkurborgar segir um skóla- og frístundaráð: „Gætir þess að leikskólar, grunnskólar, frístunda- og félagsmiðstöðvar og frístundaheimili á vegum borgarinnar búi við fullnægjandi húsnæði og að annar aðbúnaður sé fyrir hendi.“ Kennarar og börn búa ekki að fullnægjandi húsnæði í Fossvogsskóla, foreldrar hafa orðið að berjast fyrir því að húsnæðið sé rannsakað á viðunandi hátt, berjast fyrir sjálfsögðum réttindum barna sinna. Það er skýr skylda okkar sem sitjum í skóla- og frístundaráði að bregðast við þegar upp koma mál líkt og í Fossvogsskóla. Í september var gert samkomulag við foreldra um að ráðast í frekari þrif og sýnatökur. Foreldrar hafa ekkert fengið að vita eftir þær sýnatökur þrátt fyrir óskir um það. Það verður að vera meiri samvinna þegar jafn alvarlegt mál líkt og þetta kemur upp, það er ótækt að foreldrar fái ekki svör og veik börn geta ekki beðið. Getur mygla haft meiri áhrif Sú vitneskja að mygla hefur alvarleg áhrif á heilsufar okkar er sem betur fer tekin alvarlega. Orkuveituhúsið er gott dæmi um alvarleika þess þegar upp kemur mygla, þar kom upp mygla í húsnæði í eigu dótturfyrirtækis Reykjavíkurborgar og var hluti af húsnæðinu dæmdur ónýtur. Hvers vegna þegar mygla finnst í leik- og grunnskólum Reykjavíkur er ekki farin sama leið og gert var með Orkuveituhúsið? Getur verið að hluti af þeim vanda sem er í skólakerfinu, lækkandi einkunnir ásamt fjölgandi greiningum geti verið út af því að húsnæðið sem börnin okkar eru í sé heilsuspillandi? Í það minnsta var betri árangur barna í Fossvogsskóla eftirtektarverður á samræmdu prófum þegar þau voru ekki lengur í gamla húsnæðinu þar sem fundist hafði mygla. Getur verið að mygla eigi stærri þátt í líðan barnanna okkar en við gerum okkur grein fyrir? Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun