Daníel var seldur frá KA til Helsingborg um mitt sumar 2019 en náði ekki að stimpla sig inn í Svíþjóð og kom við sögu í aðeins sex deildarleikjum fyrir Helsingborg.
Hann lék sem lánsmaður með FH í Pepsi-Max deildinni á síðustu leiktíð en hefur nú gert þriggja ára samning við Akureyrarliðið sem hafnaði í sjöunda sæti Pepsi-Max deildarinnar á síðustu leiktíð.
Daníel hefur leikið 51 leik í efstu deild hér á landi og gert í þeim sjö mörk. Þá á hann nítján landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.