ESPN: Man City ætlar að reyna við Messi en fara allt aðra leið en PSG Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2021 13:00 Brotið á Lionel Messi í leik Barcelona og Real Betis í spænska boltanum um helgina. EPA-EFE/Julio Munoz Manchester City hefur ekki gefið upp vonina um að ná í Lionel Messi á frjálsri sölu í sumar ef marka má heimildir bandaríska íþróttamiðilsins ESPN. Samkvæmt frétt ESPN þá ætlar Manchester City hins vegar að sýna þolinmæði í þessu máli og bíða þar til í mars eða apríl til að kanna stöðuna á argentínska snillingnum. Hinn 33 ára gamli Lionel Messi rennur út á samningi í júní og hefur mátt ræða við önnur lið síðan 1. janúar síðastliðinn. Það leit út að Manchester City væri í forystunni í kapphlaupinu um undirskrift Messi í ágúst í fyrra þegar hann bað um að fá að fara frá Barcelona. Man City have not given up on signing Lionel Messi, according to ESPN pic.twitter.com/q9gbitaO2H— Goal (@goal) February 8, 2021 Það hefur minna heyrst af Messi málum hjá Manchester City síðan þá. Aðra sögu hefur verið að segja af franska félaginu Paris Saint-Germain. Paris Saint-Germain hefur látið það vel í ljós að félagið ætli að reyna að semja við Messi í lok tímabilsins. Það lítur út fyrir að leið Manchester City sé miklu líklegri til árangurs en sú hjá PSG. Heimildarmenn ESPN hjá Barcelona segja að það sé miklu skynsamlegra að gera eins og City sem er að leyfa tímabilinu hjá Barcelona að þróast og tala frekar við Messi seinna í vor. „PSG er að gera mistök í sinni aðferðafræði,“ sagði einn heimildarmaðurinn við ESPN en annar sagði: „Leo er ekki hrifinn af öllum fjaðrafokinu í fjölmiðlum og er jafnvel enn minna hrifinn af því sem PSG menn eru að láta frá sér.“ They just wanted the best view of Messi's free kicks pic.twitter.com/5KplV7P7Q2— ESPN FC (@ESPNFC) February 3, 2021 Það gæti líka haft mikil áhrif á framtíð Lionel Messi hjá Barcelona hver fagnar sigri í forsetakosningum félagsins í mars. Barcelona liðið er í ágætis gír þessa dagana. Liðið er taplaust í ellefu síðustu deildarleikjum, vann sinn sjöunda deildarleik í röð á sunnudaginn, er komið í undanúrslit spænska bikarsins þar sem liðið mætir Sevilla og fram undan er síðan fyrri leikurinn á móti Paris Saint-Germain í sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar. Sá leikur er í næstu viku. A #SuperBowl broadcast in Spain officially listed Messi as the of (via @vamos) pic.twitter.com/vq0qYKgv09— ESPN FC (@ESPNFC) February 8, 2021 Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira
Samkvæmt frétt ESPN þá ætlar Manchester City hins vegar að sýna þolinmæði í þessu máli og bíða þar til í mars eða apríl til að kanna stöðuna á argentínska snillingnum. Hinn 33 ára gamli Lionel Messi rennur út á samningi í júní og hefur mátt ræða við önnur lið síðan 1. janúar síðastliðinn. Það leit út að Manchester City væri í forystunni í kapphlaupinu um undirskrift Messi í ágúst í fyrra þegar hann bað um að fá að fara frá Barcelona. Man City have not given up on signing Lionel Messi, according to ESPN pic.twitter.com/q9gbitaO2H— Goal (@goal) February 8, 2021 Það hefur minna heyrst af Messi málum hjá Manchester City síðan þá. Aðra sögu hefur verið að segja af franska félaginu Paris Saint-Germain. Paris Saint-Germain hefur látið það vel í ljós að félagið ætli að reyna að semja við Messi í lok tímabilsins. Það lítur út fyrir að leið Manchester City sé miklu líklegri til árangurs en sú hjá PSG. Heimildarmenn ESPN hjá Barcelona segja að það sé miklu skynsamlegra að gera eins og City sem er að leyfa tímabilinu hjá Barcelona að þróast og tala frekar við Messi seinna í vor. „PSG er að gera mistök í sinni aðferðafræði,“ sagði einn heimildarmaðurinn við ESPN en annar sagði: „Leo er ekki hrifinn af öllum fjaðrafokinu í fjölmiðlum og er jafnvel enn minna hrifinn af því sem PSG menn eru að láta frá sér.“ They just wanted the best view of Messi's free kicks pic.twitter.com/5KplV7P7Q2— ESPN FC (@ESPNFC) February 3, 2021 Það gæti líka haft mikil áhrif á framtíð Lionel Messi hjá Barcelona hver fagnar sigri í forsetakosningum félagsins í mars. Barcelona liðið er í ágætis gír þessa dagana. Liðið er taplaust í ellefu síðustu deildarleikjum, vann sinn sjöunda deildarleik í röð á sunnudaginn, er komið í undanúrslit spænska bikarsins þar sem liðið mætir Sevilla og fram undan er síðan fyrri leikurinn á móti Paris Saint-Germain í sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar. Sá leikur er í næstu viku. A #SuperBowl broadcast in Spain officially listed Messi as the of (via @vamos) pic.twitter.com/vq0qYKgv09— ESPN FC (@ESPNFC) February 8, 2021
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sjá meira