Tom Brady fær ekki bara hring fyrir sigurinn í Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2021 13:30 Tom Brady fagnar með Vince Lombardi bikarinn eftir sigur Tampa Bay Buccaneers í Super Bowl leiknum á sunnudagskvöldið. AP/David J. Phillip Tom Brady tryggði sér sinn sjöunda Super Bowl hring eftir sannfærandi sigur Tampa Bay Buccaneers á Kansas City Chiefs í Super Bowl á sunnudagskvöldið en það voru ekki einu verðlaun kappans. Tom Brady skilaði Tampa Bay Buccaneers Super Bowl titli á sínu fyrsta tímabili. Þetta var fyrsti titill félagsins í átján ár en liðið hafði ekki komist í úrslitakeppnin síðan 2008 fyrir komu Brady. Brady sýndi enn á ný hversu mikill sigurvegari hann er en enginn annar leikstjórnandi í sögunni hefur unnið fleiri en fjóra NFL-titla. Tom Brady cashes in on Super Bowl bonus after Bucs dominate Chiefs https://t.co/uRylslPvgC— FOX Business (@FoxBusiness) February 8, 2021 Hinn 43 ára gamli Tom Brady gerði tveggja ára samning við Tampa Bay Buccaneers í mars í fyrra og var öruggur með að fá fimmtíu milljónir dollara fyrir þessi tvö tímabil eða rúmlega 6,4 milljarða í íslenskum krónum. Það voru líka bónusgreiðslur í þessum sögulega samningi fyrir mann sem er á 44. og 45. aldursári á meðan samningurinn er í gildi. Auk þess að fá fimmtán milljónir dollara fyrir þetta tímabil og tíu milljónir dollara að auki fyrir að komast í liðið þá fær Brady 2,2 milljónir dollara fyrir að skila Tampa Bay Buccaneers Super Bowl titlinum. Tom Brady s contract this season when including incentives: Salary: $15M Roster bonus: $10M Top 5 in yards & TDs: $1.1M Making playoffs + SB win: $2.2MTotal: $28.3 million. Fitting. pic.twitter.com/aEMUpJYxrk— NFL Update (@MySportsUpdate) February 9, 2021 Brady fékk 500 þúsund dollara fyrir að skila Buccaneers liðinu í úrslitakeppnina, 250 þúsund dollara fyrir hvern sigur í úrslitakeppninni, 500 þúsund dollara fyrir að komast í Super Bowl og loks 500 þúsund Bandaríkjadala fyrir sigurinn í Super Bowl. Brady fær því ekki bara glæsilega hring fyrir sigurinn í Super Bowl heldur einnig 283 milljóna króna bónusgreiðslu. Ekki slæmt fyrir mann á fimmtugsaldri. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Ofurskálin Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira
Tom Brady skilaði Tampa Bay Buccaneers Super Bowl titli á sínu fyrsta tímabili. Þetta var fyrsti titill félagsins í átján ár en liðið hafði ekki komist í úrslitakeppnin síðan 2008 fyrir komu Brady. Brady sýndi enn á ný hversu mikill sigurvegari hann er en enginn annar leikstjórnandi í sögunni hefur unnið fleiri en fjóra NFL-titla. Tom Brady cashes in on Super Bowl bonus after Bucs dominate Chiefs https://t.co/uRylslPvgC— FOX Business (@FoxBusiness) February 8, 2021 Hinn 43 ára gamli Tom Brady gerði tveggja ára samning við Tampa Bay Buccaneers í mars í fyrra og var öruggur með að fá fimmtíu milljónir dollara fyrir þessi tvö tímabil eða rúmlega 6,4 milljarða í íslenskum krónum. Það voru líka bónusgreiðslur í þessum sögulega samningi fyrir mann sem er á 44. og 45. aldursári á meðan samningurinn er í gildi. Auk þess að fá fimmtán milljónir dollara fyrir þetta tímabil og tíu milljónir dollara að auki fyrir að komast í liðið þá fær Brady 2,2 milljónir dollara fyrir að skila Tampa Bay Buccaneers Super Bowl titlinum. Tom Brady s contract this season when including incentives: Salary: $15M Roster bonus: $10M Top 5 in yards & TDs: $1.1M Making playoffs + SB win: $2.2MTotal: $28.3 million. Fitting. pic.twitter.com/aEMUpJYxrk— NFL Update (@MySportsUpdate) February 9, 2021 Brady fékk 500 þúsund dollara fyrir að skila Buccaneers liðinu í úrslitakeppnina, 250 þúsund dollara fyrir hvern sigur í úrslitakeppninni, 500 þúsund dollara fyrir að komast í Super Bowl og loks 500 þúsund Bandaríkjadala fyrir sigurinn í Super Bowl. Brady fær því ekki bara glæsilega hring fyrir sigurinn í Super Bowl heldur einnig 283 milljóna króna bónusgreiðslu. Ekki slæmt fyrir mann á fimmtugsaldri. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Ofurskálin Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira