Ísafjarðarbær á eina íbúð á hverja þrjátíu íbúa Heimir Már Pétursson skrifar 9. febrúar 2021 12:02 Ísafjarðarbær á í dag 27 íbúðir í húsnæði Hlífar sem sést aftan við sjúkrahúsið á þessari mynd. Stöð 2/Egill Formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar segir óeðlilegt að bærinn eigi hlutfallslega fleiri félagslegar íbúðir en önnur bæjarfélög en bærinn stefni að því að selja hundrað íbúðir í eigu bæjarins sem og íbúðir fyrir aldraða til óhagnaðardrifinna félaga. Afraksturinn yrði meðal annars notaður til að auka framboð á húsnæði fyrir aldraða. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynda meirihluta í Ísafjarðarbæ. Daníel Jakobsson oddviti Sjálfstæðismanna og formaður bæjarráðs segir að við sameiningu sveitarfélaga í Ísafjarðarbæ hafi bærinn átt 190 íbúðir sem smátt og smátt hafi fækkað niður í eitt hundrað. Nú eigi bærinn eina íbúð á hverja þrjátíu íbúa í bænum. Um tuttugu prósent þeirra megi skilgreina sem félagslegar íbúðir. Daníel segir áform um sölu þessarra íbúða ekki á skjön við stefnu stjórnvalda og verkalýðshreyfingar um uppbyggingu almennra íbúða á betri kjörum til þeirra lægst launuðu. Daníel Jakobsson formaður bæjarráðs segir sölu íbúða í eigu bæjarins geta skapað hátt á þrjá milljarða í tekjur fyrir bæinn. Þær tekjur yrðu meðal annars nýttar til að fjölga leiguíbúðum fyrir aldraða.Stöð 2/Baldur „Þar erum við í raun og veru að horfa til þess að taka á okkur sama hlutverk og ríkið er að gera. Að bjóða þeim sem eru í íbúðunum í dag að kaupa þær af okkur. Annað hvort með hlutdeildarláni frá bænum eða þá að bærinn fjármagni það sem upp á vanti. Þannig að þeir íbúar sem eru í þeim væru kannski að eignast íbúðirnar fyrir minni mánaðrlegar greiðslu en þeir eru að greiða okkur í leigu í dag,“ segir Daníel. Svipað sé upp á teningnum varðandi þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Í dag eigi bærinn 27 íbúðir af sjötíu og tveimur fyrir eldri borgara í húsi Hlífar. „Varðandi íbúðirnar fyrir eldri borgara er hugmyndin að finna einhvern kaupanda sem hefur þessi markmið sem þú lýstir áðan. Þannig að það verði virkur leigumarkaður fyrir eldri borgara í þessu húsi,“ segir Daníel. Stefnt sé að því að selja til óhagnaðardrifinna félaga. Nú sé lögð meiri áhersla á heimaþjónustu og síðan taki hjúkrunarheimilin við. Formaður bæjarráðs segir Ísafjarðarbæ eiga fleiri íbúðir miðað við höfðatölu en nokkurt annað sveitarfélag. Létta þurfi á rekstri bæjarins og auka svigrúm til fjárfestinga.Stöð 2/Egill Málið sé hins vegar allt á frumstigi og óvíst hvort slíkir kaupendur finnist en málið verði tekið fyrir í bæjarstjórn í næstu viku. Áfram yrði stefnt að því að ákveðin fjöldi almennra íbúða yrði innan félagslegra íbúðakerfsins annað hvort með eignarhaldi bæjarins eða leigusamningum. „Það er alla vega ekki æskilegt í mínum huga að það sé einhver að kaupa sem ætli annað hvort að segja leigunni upp eða hækka leiguna umtalsvert,“ segir formaður bæjarráðs. Þessar hugmyndir séu ekki eingöngu drifnar af fjármögnun á nýju knattspyrnuhúsi sem kosti um 600 milljóir króna, sömu upphæð og bærinn hafi til fjárfestinga á hverju ári að jafnaði. Heldur til að minnka umfang rekstrar bæjarins. Sala eigna gæti fært bænum hátt á þriðja milljarð króna. „Það er engin ástæða fyrir Ísafjarðarbæ að eiga miklu, miklu fleiri félagslegar íbúðir en nokkuð annað sveitarfélag eftir höfðatölu. Þannig að verkefnið er í raun og veru kannski bara að straumlínulaga aðeins hjá okkur reksturinn til að geta sótt fram,“ segir Daníel Jakobsson. Ísafjarðarbær Húsnæðismál Eldri borgarar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynda meirihluta í Ísafjarðarbæ. Daníel Jakobsson oddviti Sjálfstæðismanna og formaður bæjarráðs segir að við sameiningu sveitarfélaga í Ísafjarðarbæ hafi bærinn átt 190 íbúðir sem smátt og smátt hafi fækkað niður í eitt hundrað. Nú eigi bærinn eina íbúð á hverja þrjátíu íbúa í bænum. Um tuttugu prósent þeirra megi skilgreina sem félagslegar íbúðir. Daníel segir áform um sölu þessarra íbúða ekki á skjön við stefnu stjórnvalda og verkalýðshreyfingar um uppbyggingu almennra íbúða á betri kjörum til þeirra lægst launuðu. Daníel Jakobsson formaður bæjarráðs segir sölu íbúða í eigu bæjarins geta skapað hátt á þrjá milljarða í tekjur fyrir bæinn. Þær tekjur yrðu meðal annars nýttar til að fjölga leiguíbúðum fyrir aldraða.Stöð 2/Baldur „Þar erum við í raun og veru að horfa til þess að taka á okkur sama hlutverk og ríkið er að gera. Að bjóða þeim sem eru í íbúðunum í dag að kaupa þær af okkur. Annað hvort með hlutdeildarláni frá bænum eða þá að bærinn fjármagni það sem upp á vanti. Þannig að þeir íbúar sem eru í þeim væru kannski að eignast íbúðirnar fyrir minni mánaðrlegar greiðslu en þeir eru að greiða okkur í leigu í dag,“ segir Daníel. Svipað sé upp á teningnum varðandi þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Í dag eigi bærinn 27 íbúðir af sjötíu og tveimur fyrir eldri borgara í húsi Hlífar. „Varðandi íbúðirnar fyrir eldri borgara er hugmyndin að finna einhvern kaupanda sem hefur þessi markmið sem þú lýstir áðan. Þannig að það verði virkur leigumarkaður fyrir eldri borgara í þessu húsi,“ segir Daníel. Stefnt sé að því að selja til óhagnaðardrifinna félaga. Nú sé lögð meiri áhersla á heimaþjónustu og síðan taki hjúkrunarheimilin við. Formaður bæjarráðs segir Ísafjarðarbæ eiga fleiri íbúðir miðað við höfðatölu en nokkurt annað sveitarfélag. Létta þurfi á rekstri bæjarins og auka svigrúm til fjárfestinga.Stöð 2/Egill Málið sé hins vegar allt á frumstigi og óvíst hvort slíkir kaupendur finnist en málið verði tekið fyrir í bæjarstjórn í næstu viku. Áfram yrði stefnt að því að ákveðin fjöldi almennra íbúða yrði innan félagslegra íbúðakerfsins annað hvort með eignarhaldi bæjarins eða leigusamningum. „Það er alla vega ekki æskilegt í mínum huga að það sé einhver að kaupa sem ætli annað hvort að segja leigunni upp eða hækka leiguna umtalsvert,“ segir formaður bæjarráðs. Þessar hugmyndir séu ekki eingöngu drifnar af fjármögnun á nýju knattspyrnuhúsi sem kosti um 600 milljóir króna, sömu upphæð og bærinn hafi til fjárfestinga á hverju ári að jafnaði. Heldur til að minnka umfang rekstrar bæjarins. Sala eigna gæti fært bænum hátt á þriðja milljarð króna. „Það er engin ástæða fyrir Ísafjarðarbæ að eiga miklu, miklu fleiri félagslegar íbúðir en nokkuð annað sveitarfélag eftir höfðatölu. Þannig að verkefnið er í raun og veru kannski bara að straumlínulaga aðeins hjá okkur reksturinn til að geta sótt fram,“ segir Daníel Jakobsson.
Ísafjarðarbær Húsnæðismál Eldri borgarar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira