Greind fyrir tilviljun með krabbamein en leitarstöðin fann ekki frumubreytingarnar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. febrúar 2021 11:30 Hanna Lind segir alvarlegt að leitarstöðin hafi ekki séð frumubreytingarnar fyrr en sýnið hennar var endurskoðað. Ísland í dag Hanna Lind Garðarsdóttir 32 ára, tveggja barna móðir fór í skimun hjá leitarmiðstöðinni og fékk þær upplýsingar að engar frumubreytingar hefðu fundist, en fór fyrir tilviljun í millitíðinni líka til kvensjúkdómalæknis sem greindi hana með leghálskrabbamein. „Ég fer semsagt til kvensjúkdómalæknis og ákvað að láta hann taka leghálssýni hjá mér ásamt því að taka lykkjuna.“ Í skoðuninni sér kvensjúkdómalæknirinn húðflipa á leghálsinum og ákveður að skera af honum og senda í greiningu. „Tveimur vikum seinna fékk ég símtal um að það fundust krabbameinsfrumur í þessu.“ Hanna horfði upp á Fanney vinkonu sína berjast við sama krabbamein og lést hún árið 2019, langt fyrir aldur fram. Hanna og hennar vinkonur voru því sérstaklega meðvitaðar um mikilvægi þess að fara í skimun og segist Hanna hafa fengið hálfgert sjokk og þakkar fyrir að hafa farið til kvensjúkdómalæknis sem greindi hana áður en krabbameinið náði að dreifa sér um líkamann. Fékk fréttirnar í gegnum síma Hanna var að stússast fyrir jólin og var nýmætt í heimsókn til ömmu sinnar þegar hún fær fréttirnar um greininguna. „Það er rosalega erfitt að fá þessar upplýsingar í gegnum síma út af því að ég meðtók ekkert af því sem hún sagði.“ Hanna endaði á því að hringja aftur tilbaka til þess að fá frekari upplýsingar og fékk í kjölfarið tölvupóst um næstu skref og segir Hanna þá helgi hafa verið ansi lengi að líða og óvissan hafi verið óþægileg. „Svo hringir læknirinn í mig seinnipartinn á þriðjudeginum og segir mér að það fannst ekkert æxli, sem betur fer.“ Hún er þakklát fyrir að þetta hafi aðeins verið á fyrsta stigi, því þá væri enn hægt að lækna þetta. Hanna fór í keiluskurð viku seinna og svo tók tveggja vikna bið. Eftir keiluskurðinn fær hún svo svar úr leitarskimun Krabbameinsfélagsins, engar frumubreytingar fundust. Hún fékk áfall, enda komin með krabbameinsgreiningu og búin að láta fjarlægja meinið eftir að það sýni hafði verið tekið. „Þetta er ótrúlega skrítið og maður verður náttúrulega reiður yfir þessu.“ Ætti að finnast strax Hanna sendi tölvupóst á leitarstöðina og lét vita af þessum mistökum þeirra og röngu greiningunni á sýninu. Í kjölfarið var sýnið hennar skoðað aftur og fékk hún svo tölvupóst frá þeim hálfum mánuði síðar. „Þá viðurkenna þau að það fundust óeðlilegar breytingar í sýninu sem var tekið núna í nóvember. Að það hafi verið einhverjar frumur, eða einhverjar breytingar utan jaðar sýnisins eins og þau orðuðu það. Þeim þótti það leitt að þetta hefði farið framhjá þeim.“ Hanna upplifir reiði og óvissu meðal kvenna sem standa henni næst. Hún eigi góðar vinkonur sem hafi farið í skoðun á svipuðum tíma og fengið sömu niðurstöður og Hanna úr leitarstöðinni og eðlilega farið að efast um sínar niðurstöður og ekki treyst kerfinu. „Það sáust breytingar í seinna skiptið og það er svo merkilegt út af því að við sem konur eigum að geta treyst því að sýnið okkar sé skoðað í fyrstu tilraun, að það sé skoðað vel í fyrstu tilraun. Það á ekki að þurfa að endurskoða það til að sjá breytingarnar. Þannig að það er það sem stakk mig mest, að það fundust breytingar við endurskoðun. Það er svo alvarlegt, það á ekkert að vera þannig. Þetta átti bara að finnast strax.“ Keiluskurðurinn reyndist ekki nóg og þurfti Hanna að fara í legnám sem var henni annað áfall. Hægt er að horfa á innslagið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ísland í dag Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Guðni Th. orðinn afi Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó í Ladda Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fleiri fréttir Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó í Ladda Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Sjá meira
„Ég fer semsagt til kvensjúkdómalæknis og ákvað að láta hann taka leghálssýni hjá mér ásamt því að taka lykkjuna.“ Í skoðuninni sér kvensjúkdómalæknirinn húðflipa á leghálsinum og ákveður að skera af honum og senda í greiningu. „Tveimur vikum seinna fékk ég símtal um að það fundust krabbameinsfrumur í þessu.“ Hanna horfði upp á Fanney vinkonu sína berjast við sama krabbamein og lést hún árið 2019, langt fyrir aldur fram. Hanna og hennar vinkonur voru því sérstaklega meðvitaðar um mikilvægi þess að fara í skimun og segist Hanna hafa fengið hálfgert sjokk og þakkar fyrir að hafa farið til kvensjúkdómalæknis sem greindi hana áður en krabbameinið náði að dreifa sér um líkamann. Fékk fréttirnar í gegnum síma Hanna var að stússast fyrir jólin og var nýmætt í heimsókn til ömmu sinnar þegar hún fær fréttirnar um greininguna. „Það er rosalega erfitt að fá þessar upplýsingar í gegnum síma út af því að ég meðtók ekkert af því sem hún sagði.“ Hanna endaði á því að hringja aftur tilbaka til þess að fá frekari upplýsingar og fékk í kjölfarið tölvupóst um næstu skref og segir Hanna þá helgi hafa verið ansi lengi að líða og óvissan hafi verið óþægileg. „Svo hringir læknirinn í mig seinnipartinn á þriðjudeginum og segir mér að það fannst ekkert æxli, sem betur fer.“ Hún er þakklát fyrir að þetta hafi aðeins verið á fyrsta stigi, því þá væri enn hægt að lækna þetta. Hanna fór í keiluskurð viku seinna og svo tók tveggja vikna bið. Eftir keiluskurðinn fær hún svo svar úr leitarskimun Krabbameinsfélagsins, engar frumubreytingar fundust. Hún fékk áfall, enda komin með krabbameinsgreiningu og búin að láta fjarlægja meinið eftir að það sýni hafði verið tekið. „Þetta er ótrúlega skrítið og maður verður náttúrulega reiður yfir þessu.“ Ætti að finnast strax Hanna sendi tölvupóst á leitarstöðina og lét vita af þessum mistökum þeirra og röngu greiningunni á sýninu. Í kjölfarið var sýnið hennar skoðað aftur og fékk hún svo tölvupóst frá þeim hálfum mánuði síðar. „Þá viðurkenna þau að það fundust óeðlilegar breytingar í sýninu sem var tekið núna í nóvember. Að það hafi verið einhverjar frumur, eða einhverjar breytingar utan jaðar sýnisins eins og þau orðuðu það. Þeim þótti það leitt að þetta hefði farið framhjá þeim.“ Hanna upplifir reiði og óvissu meðal kvenna sem standa henni næst. Hún eigi góðar vinkonur sem hafi farið í skoðun á svipuðum tíma og fengið sömu niðurstöður og Hanna úr leitarstöðinni og eðlilega farið að efast um sínar niðurstöður og ekki treyst kerfinu. „Það sáust breytingar í seinna skiptið og það er svo merkilegt út af því að við sem konur eigum að geta treyst því að sýnið okkar sé skoðað í fyrstu tilraun, að það sé skoðað vel í fyrstu tilraun. Það á ekki að þurfa að endurskoða það til að sjá breytingarnar. Þannig að það er það sem stakk mig mest, að það fundust breytingar við endurskoðun. Það er svo alvarlegt, það á ekkert að vera þannig. Þetta átti bara að finnast strax.“ Keiluskurðurinn reyndist ekki nóg og þurfti Hanna að fara í legnám sem var henni annað áfall. Hægt er að horfa á innslagið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Ísland í dag Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Guðni Th. orðinn afi Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó í Ladda Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fleiri fréttir Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó í Ladda Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Sjá meira