Báðir höfðuðu mál gegn ríkinu þegar þeir voru ekki skipaðir dómarar við Landsrétt, þrátt fyrir að vera meðal fimmtán efstu á lista hæfnisnefndar.
Héraðsdómur dæmdi ríkið til að greiða Jóni fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,1 milljón í miskabætur. Ríkið áfrýjaði niðurstöðunni og Landsréttur felldi niður skaðabæturnar en lét miskabæturnar standa.
Í máli Eiríks viðurkenndi héraðsdómur skaðabótaskyldu ríkisins en Landsréttur sýknaði.
Báðir hafa nú verið skipaðir dómarar við Landsrétt.